Öllu Ameríkuflugi aflýst á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2019 17:22 Icelandair hefur aflýst öllu flugi sínu eftir hádegi á morgun samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. Vísir/vilhelm Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. Flugi Icelandair til Kaupmannahafnar klukkan 14 hefur einnig verið aflýst sem og flugi félagsins til London Heathrow klukkan 16:15. Þá hefur öllum komum Icelandair á Keflavíkurflugvelli milli klukkan 14:05 og 16:00 verið aflýst sem og komum frá Kaupmannahöfn og London Heathrow um kvöldið. Önnur flug til og frá Keflavíkurflugvelli er á áætlun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ákvarðanir um að fella niður flug vegna veðurs sé alfarið í höndum flugrekenda en Isavia hafi það hlutverk að veita flugrekendum bestu mögulegu upplýsingar hverju sinni um aðstæður og veður á vellinum. Eins og fréttastofa hefur fjallað um í dag er miklu aftakaveðri spáð á landinu á morgun þar sem appelsínugular viðvaranir eru í gildi á nánast öllu landinu frá morgni og fram á miðvikudag. Fréttatilkynning frá Icelandair raskana á flugi þriðjudaginn 10. desember Vegna yfirvofandi óveðurs á morgun hefur verið gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hjá Icelandair en gert er ráð fyrir að raskanir á flugi muni hafa áhrif á yfir 4000 farþega. Búið er að upplýsa alla farþega um röskunina og unnið er að endurbókun. Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með “umsjón með bókun” á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega.Sjá hér fyrir neðan fréttatilkynningu frá Icelandair vegna morgundagsins:Flug til og frá Evrópu Gert er ráð fyrir að allt flug til Evrópu verði á áætlun í fyrramálið. Hins vegar hefur öllu flugi frá Evrópu til Íslands á morgun verið seinkað og búið er að setja upp ný flug fyrir viðkomandi farþega. Gert er ráð fyrir að brottför þeirra frá Evrópu verði við fyrsta tækifæri á miðvikudagsmorgun. Tengifarþegar sem eru á leið frá Evrópu til Norður Ameríku verða endurbókað með öðrum flugfélögum.Öllum brottförum frá Keflavík seinnipartinn aflýst Þá hefur öllu flugi til Evrópu og Bandaríkjanna frá Keflavík seinnipartinn á morgun verið aflýst. Icelandair hefur þegar haft samband við farþega vegna endurbókunar en 170 farþegar þáðu boð um að flýta brottför til dagsins í dag. Þrátt fyrir það verða um erlendir 520 farþegar sem eiga flug til Evrópu og Bandaríkjanna seinnipartinn á morgun áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eiga bókað frá Bandaríkjunum til Evrópu á morgun með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er vonast til að flug verði að mestu leyti á áætlun frá Keflavík á miðvikudagsmorgun en þó ert gert ráð fyrir einhverjum seinkunum, t.d. til Manchester og Osló.Fréttin var uppfærð kl. 17:54 með tilkynningu Icelandair. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Sjá meira
Öllu flugi Icelandair til Bandaríkjanna síðdegis á morgun hefur verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. Flugi Icelandair til Kaupmannahafnar klukkan 14 hefur einnig verið aflýst sem og flugi félagsins til London Heathrow klukkan 16:15. Þá hefur öllum komum Icelandair á Keflavíkurflugvelli milli klukkan 14:05 og 16:00 verið aflýst sem og komum frá Kaupmannahöfn og London Heathrow um kvöldið. Önnur flug til og frá Keflavíkurflugvelli er á áætlun. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ákvarðanir um að fella niður flug vegna veðurs sé alfarið í höndum flugrekenda en Isavia hafi það hlutverk að veita flugrekendum bestu mögulegu upplýsingar hverju sinni um aðstæður og veður á vellinum. Eins og fréttastofa hefur fjallað um í dag er miklu aftakaveðri spáð á landinu á morgun þar sem appelsínugular viðvaranir eru í gildi á nánast öllu landinu frá morgni og fram á miðvikudag. Fréttatilkynning frá Icelandair raskana á flugi þriðjudaginn 10. desember Vegna yfirvofandi óveðurs á morgun hefur verið gripið til fyrirbyggjandi aðgerða hjá Icelandair en gert er ráð fyrir að raskanir á flugi muni hafa áhrif á yfir 4000 farþega. Búið er að upplýsa alla farþega um röskunina og unnið er að endurbókun. Farþegar munu fá senda uppfærða ferðaáætlun í tölvupósti en geta einnig fylgst með “umsjón með bókun” á heimasíðu Icelandair. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir og þar geta farþegar jafnframt uppfært netföng og símanúmer þannig að hægt sé að koma skilaboðum til þeirra hratt og örugglega.Sjá hér fyrir neðan fréttatilkynningu frá Icelandair vegna morgundagsins:Flug til og frá Evrópu Gert er ráð fyrir að allt flug til Evrópu verði á áætlun í fyrramálið. Hins vegar hefur öllu flugi frá Evrópu til Íslands á morgun verið seinkað og búið er að setja upp ný flug fyrir viðkomandi farþega. Gert er ráð fyrir að brottför þeirra frá Evrópu verði við fyrsta tækifæri á miðvikudagsmorgun. Tengifarþegar sem eru á leið frá Evrópu til Norður Ameríku verða endurbókað með öðrum flugfélögum.Öllum brottförum frá Keflavík seinnipartinn aflýst Þá hefur öllu flugi til Evrópu og Bandaríkjanna frá Keflavík seinnipartinn á morgun verið aflýst. Icelandair hefur þegar haft samband við farþega vegna endurbókunar en 170 farþegar þáðu boð um að flýta brottför til dagsins í dag. Þrátt fyrir það verða um erlendir 520 farþegar sem eiga flug til Evrópu og Bandaríkjanna seinnipartinn á morgun áfram hér á Íslandi og mun Icelandair útvega þeim hótelgistingu. Þar að auki er verið að vinna í því að endurbóka tengifarþega sem eiga bókað frá Bandaríkjunum til Evrópu á morgun með öðrum flugfélögum. Miðað við núverandi veðurspá, er vonast til að flug verði að mestu leyti á áætlun frá Keflavík á miðvikudagsmorgun en þó ert gert ráð fyrir einhverjum seinkunum, t.d. til Manchester og Osló.Fréttin var uppfærð kl. 17:54 með tilkynningu Icelandair.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Sjá meira