Aðventumolar Árna í Árdal: Jólaís Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. desember 2019 15:15 Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Vísir/Árni Aðventumolar Árna í Árdal er nýr liður hér á Vísi. Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá ómissandi aðventuþáttum hans sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Uppskrift dagsins er jólaís. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Þegar ég var yngri þá þóttu mér ísblóm alveg ótrúlega spennandi, það var eitthvað við þessa blöndu af vanilluís, sultu og súkkulaði sem heillaði mig. Spólum svo 20 ár fram í tímann, til New York, en þá rekst ég á ís frá Häagen-Dazs, hvítan súkkulaðiís með hindberjasósu og súkkulaðitrufflum. Hann var algjört æði, eins og lúxusútgáfa af ísblómum. Mig hefur alltaf langað að gera mína útgáfu af þessum ís - einfaldlega vegna þess að ég sakna hans - og er hér því semifreddo-útgáfa af þessum ís. Ástæðan fyrir því að ég set ekki súkkulaðitrufflur í ísinn sjálfan er vegna þess að áferðin á þeim verður ólystuglega kalkkennd. Innihald Ís 250 millilítrar nýmjólk 100 grömm sykur ¼ teskeið salt 1 teskeið kartöflumjöl 250 grömm hvítt súkkulaði, fínsaxað 2 matskeiðar rjómaostur 750 millilítrar rjómiHindberjasulta og sósa500 grömm hindber 400 grömm sykur 4 matskeiðar sítrónusafi ½ teskeið salt 1 teskeið ylliblómasírópSkraut250 grömm fersk hindber Súkkulaðitrufflur 100 grömm pistasíur, grófsaxaðar Leiðbeiningar Ísgrunnur: Blandið saman mjólk, sykur og salt í litlum potti og náið upp suðunni við miðlungsháan hita. Hrærið kartöflumjölið út í smá mjólk og bætið út í pottinn. Hrærið stöðugt í pottinum og sjóðið blönduna í um 1 mínútu eða þar hún byrjar að þykkna og búðingur hefur myndast. Takið pottinn af hellunni. Setjið hvíta súkkulaðið og rjómaostinn í litla skál. Hellið heitri mjólkurblöndunni yfir og hrærið þar til blandan verður einsleit. Setjið blönduna í eitthvað stórt grunnt ílát (til dæmis ofnfast mót) og kælið inni í ísskáp. Hindberjasulta og sósa: Setjið allt sem á að fara í sultuna í pott og náið upp suðunni yfir miðlungsháum hita. Hrærið reglulega í og skrapið botninn til að sultan brenni ekki við. Sjóðið sósuna þar til hún hefur náð 105°C, þá verður hún hæfilega þykk til að blanda við ísinn. Síið sósuna á meðan hún er enn heit en hindberjafræ eru nokkuð hörð undir tönn, sérstaklega þegar þau eru frosin. Setjið sultuna í eitthvað stórt grunnt ílát og kælið inni í ísskáp. Skiptið sultunni í tvennt, annar helmingurinn er setur í ísinn en hinn er þynntur úr með vatni þar hann er orðinn að seigfljótandi sósu. Ísinn kláraður: Stífþeytið rjómann og blandið þriðjungi hans saman við kaldan hvítsúkkulaðibúðinginn. Blandið svo restinni af rjómanum varlega saman við. Ísinn settur saman: Krumpið smjörpappírsörk saman í kúlu og fletjið hana síðan aftur út. Notið krumpaðan smjörpappírinn til að klæða stórt brauðform og setjið gott botnfylli af ísnum í formið. Setjið nokkrar vænar slettur af hindberjasósu á stangli ofan á ísinn. Leggið ísinn og sultuna svona til skiptis í formið og endið á lagi af ís. Leggið smjörpappírinn sem stendur upp úr forminu ofan á ísinn til að hylja hann. Frystið ísinn í að minnsta kosti 8 klukkustundir. Ísinn skreyttur: Notið smjörpappírinn til að ná ísnum úr forminu. Hvolfið honum á langan disk og fjarlægið smjörpappírinn. Skvettið smá sósu yfir ísinn (berið restina af sósunni fram með ísnum) og skreytið hann með ferskum hindberjum og súkkulaðitrufflum. Stráið að lokum pistasíunum yfir ísinn. Berið fram strax. Aðventumolar Árna í Árdal Eftirréttir Ís Jól Jólamatur Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Pólskar krókettur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 5. desember 2019 11:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Eplaskífur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 6. desember 2019 12:45 Aðventumolar Árna í Árdal: Alfajores Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 4. desember 2019 12:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Tært nautasoð Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 3. desember 2019 14:15 Aðventumolar Árna í Árdal: Piparkökur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 3. desember 2019 11:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Aðventumolar Árna í Árdal er nýr liður hér á Vísi. Á hverjum degi fram að jólum birtum við uppskrift frá ómissandi aðventuþáttum hans sem sýndir eru á Stöð 2 í desember. Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. Með einskærri lífsgleði og eldmóð hefur Árni sérstakan hæfileika til að hrífa fólk með sér. Hér nær hann svo sannarlega að veita áhorfendum innblástur og töfrar fram bragðgóða og spennandi rétti alla aðventuna. Uppskrift dagsins er jólaís. Aðventumolann má sjá hér í spilaranum að neðan en uppskrift og leiðbeiningar er að finna neðar í fréttinni. Aðventumolar Árna í Árdal eru á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10 alla daga fram að jólum nema á föstudögum eru þeir sýndir beint á eftir Allir geta dansað. Þegar ég var yngri þá þóttu mér ísblóm alveg ótrúlega spennandi, það var eitthvað við þessa blöndu af vanilluís, sultu og súkkulaði sem heillaði mig. Spólum svo 20 ár fram í tímann, til New York, en þá rekst ég á ís frá Häagen-Dazs, hvítan súkkulaðiís með hindberjasósu og súkkulaðitrufflum. Hann var algjört æði, eins og lúxusútgáfa af ísblómum. Mig hefur alltaf langað að gera mína útgáfu af þessum ís - einfaldlega vegna þess að ég sakna hans - og er hér því semifreddo-útgáfa af þessum ís. Ástæðan fyrir því að ég set ekki súkkulaðitrufflur í ísinn sjálfan er vegna þess að áferðin á þeim verður ólystuglega kalkkennd. Innihald Ís 250 millilítrar nýmjólk 100 grömm sykur ¼ teskeið salt 1 teskeið kartöflumjöl 250 grömm hvítt súkkulaði, fínsaxað 2 matskeiðar rjómaostur 750 millilítrar rjómiHindberjasulta og sósa500 grömm hindber 400 grömm sykur 4 matskeiðar sítrónusafi ½ teskeið salt 1 teskeið ylliblómasírópSkraut250 grömm fersk hindber Súkkulaðitrufflur 100 grömm pistasíur, grófsaxaðar Leiðbeiningar Ísgrunnur: Blandið saman mjólk, sykur og salt í litlum potti og náið upp suðunni við miðlungsháan hita. Hrærið kartöflumjölið út í smá mjólk og bætið út í pottinn. Hrærið stöðugt í pottinum og sjóðið blönduna í um 1 mínútu eða þar hún byrjar að þykkna og búðingur hefur myndast. Takið pottinn af hellunni. Setjið hvíta súkkulaðið og rjómaostinn í litla skál. Hellið heitri mjólkurblöndunni yfir og hrærið þar til blandan verður einsleit. Setjið blönduna í eitthvað stórt grunnt ílát (til dæmis ofnfast mót) og kælið inni í ísskáp. Hindberjasulta og sósa: Setjið allt sem á að fara í sultuna í pott og náið upp suðunni yfir miðlungsháum hita. Hrærið reglulega í og skrapið botninn til að sultan brenni ekki við. Sjóðið sósuna þar til hún hefur náð 105°C, þá verður hún hæfilega þykk til að blanda við ísinn. Síið sósuna á meðan hún er enn heit en hindberjafræ eru nokkuð hörð undir tönn, sérstaklega þegar þau eru frosin. Setjið sultuna í eitthvað stórt grunnt ílát og kælið inni í ísskáp. Skiptið sultunni í tvennt, annar helmingurinn er setur í ísinn en hinn er þynntur úr með vatni þar hann er orðinn að seigfljótandi sósu. Ísinn kláraður: Stífþeytið rjómann og blandið þriðjungi hans saman við kaldan hvítsúkkulaðibúðinginn. Blandið svo restinni af rjómanum varlega saman við. Ísinn settur saman: Krumpið smjörpappírsörk saman í kúlu og fletjið hana síðan aftur út. Notið krumpaðan smjörpappírinn til að klæða stórt brauðform og setjið gott botnfylli af ísnum í formið. Setjið nokkrar vænar slettur af hindberjasósu á stangli ofan á ísinn. Leggið ísinn og sultuna svona til skiptis í formið og endið á lagi af ís. Leggið smjörpappírinn sem stendur upp úr forminu ofan á ísinn til að hylja hann. Frystið ísinn í að minnsta kosti 8 klukkustundir. Ísinn skreyttur: Notið smjörpappírinn til að ná ísnum úr forminu. Hvolfið honum á langan disk og fjarlægið smjörpappírinn. Skvettið smá sósu yfir ísinn (berið restina af sósunni fram með ísnum) og skreytið hann með ferskum hindberjum og súkkulaðitrufflum. Stráið að lokum pistasíunum yfir ísinn. Berið fram strax.
Aðventumolar Árna í Árdal Eftirréttir Ís Jól Jólamatur Uppskriftir Tengdar fréttir Aðventumolar Árna í Árdal: Pólskar krókettur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 5. desember 2019 11:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Eplaskífur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 6. desember 2019 12:45 Aðventumolar Árna í Árdal: Alfajores Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 4. desember 2019 12:00 Aðventumolar Árna í Árdal: Tært nautasoð Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 3. desember 2019 14:15 Aðventumolar Árna í Árdal: Piparkökur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 3. desember 2019 11:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Aðventumolar Árna í Árdal: Pólskar krókettur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 5. desember 2019 11:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Eplaskífur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 6. desember 2019 12:45
Aðventumolar Árna í Árdal: Alfajores Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 4. desember 2019 12:00
Aðventumolar Árna í Árdal: Tært nautasoð Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 3. desember 2019 14:15
Aðventumolar Árna í Árdal: Piparkökur Árni Ólafur úr Hinu blómlega búi mun koma öllum í rétta hátíðarskapið og reiða fram einn rétt á dag fram að jólum. 3. desember 2019 11:00