Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Eiður Þór Árnason skrifar 7. desember 2019 19:57 Margir eru ósáttir við umfjöllun DV. Skjáskot Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn.Skjáskot af Instagram story Birgis Hákonar.Beinist reiði þeirra einkum að umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær þar sem upplýsingar voru birtar um heimili ungs tónlistarfólks. Sumir hafa jafnvel brugðist við með því að birta myndir af húsi sem þau telja vera heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, á samfélagsmiðlum. Vísi hefur þó borist ábending um það að sú mynd sem margir hafi dreift í tengslum við málið sé ekki af núverandi heimili hennar. Tónlistamaðurinn Birgir Hákon er einn þeirra sem var tekinn fyrir í umfjöllun DV. Hann segist hafa frétt af umfjölluninni fyrr í dag þar sem birt er mynd af húsinu sem hann býr í, heimilisfang og leiguverð.Hluti af umræddri umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær.DV/Skjáskot„Ég var ekki sáttur.“ Birgir segist ekki vita hvernig miðilinn hafi nálgast umræddar upplýsingar en segir þær í hans tilfelli vera rangar.Rapparinn Birgir Hákon.Aðsend„Ég bý í hluta af húsinu, ég bý ekki í 300 fermetrum og ég byrjaði ekki að leigja í október,“ segir hann í samtali við Vísir. Hann segist hafa verið mjög ósáttur við þessa umfjöllun miðilsins og telur hana fyrst og fremst vera brot á friðhelgi einkalífsins. „Ég held að það vilji enginn, þótt maður sé skráður með lögheimili og annað, að það sé birt mynd af húsinu þínu og verið að bjóða fólki í heimsókn. Þetta er bara fáránlegt.“ Birgir segir að með því að tala um málið og hvetja til sniðgöngu DV á samfélagsmiðlum sínum hafi hann viljað vekja athygli á þessu og að honum finnist umfjöllunin vera óþægileg. „Það virðist vera það eina sem hægt er að gera í stöðunni að gera eitthvað róttækt, annars breytist aldrei neitt.“Plötusnúðurinn Dóra Júlia og tónlistarmaðurinn Króli brugðust hart við umfjöllun DV á Instagram.SkjáskotAðspurður um það hvort að Birgir hafi haft samband við DV og kvartað undan umfjölluninni segist hann hafa reynt að ná í Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, í síma án árangurs.Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 til að árétta að mynd sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum og sögð vera af heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, sé raunar ekki mynd af heimili hennar. Aðrir búa nú í húsinu. Fjölmiðlar Lífið Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn.Skjáskot af Instagram story Birgis Hákonar.Beinist reiði þeirra einkum að umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær þar sem upplýsingar voru birtar um heimili ungs tónlistarfólks. Sumir hafa jafnvel brugðist við með því að birta myndir af húsi sem þau telja vera heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, á samfélagsmiðlum. Vísi hefur þó borist ábending um það að sú mynd sem margir hafi dreift í tengslum við málið sé ekki af núverandi heimili hennar. Tónlistamaðurinn Birgir Hákon er einn þeirra sem var tekinn fyrir í umfjöllun DV. Hann segist hafa frétt af umfjölluninni fyrr í dag þar sem birt er mynd af húsinu sem hann býr í, heimilisfang og leiguverð.Hluti af umræddri umfjöllun sem birtist í nýjasta tölublaði DV í gær.DV/Skjáskot„Ég var ekki sáttur.“ Birgir segist ekki vita hvernig miðilinn hafi nálgast umræddar upplýsingar en segir þær í hans tilfelli vera rangar.Rapparinn Birgir Hákon.Aðsend„Ég bý í hluta af húsinu, ég bý ekki í 300 fermetrum og ég byrjaði ekki að leigja í október,“ segir hann í samtali við Vísir. Hann segist hafa verið mjög ósáttur við þessa umfjöllun miðilsins og telur hana fyrst og fremst vera brot á friðhelgi einkalífsins. „Ég held að það vilji enginn, þótt maður sé skráður með lögheimili og annað, að það sé birt mynd af húsinu þínu og verið að bjóða fólki í heimsókn. Þetta er bara fáránlegt.“ Birgir segir að með því að tala um málið og hvetja til sniðgöngu DV á samfélagsmiðlum sínum hafi hann viljað vekja athygli á þessu og að honum finnist umfjöllunin vera óþægileg. „Það virðist vera það eina sem hægt er að gera í stöðunni að gera eitthvað róttækt, annars breytist aldrei neitt.“Plötusnúðurinn Dóra Júlia og tónlistarmaðurinn Króli brugðust hart við umfjöllun DV á Instagram.SkjáskotAðspurður um það hvort að Birgir hafi haft samband við DV og kvartað undan umfjölluninni segist hann hafa reynt að ná í Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, í síma án árangurs.Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 til að árétta að mynd sem hefur verið dreift á samfélagsmiðlum og sögð vera af heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur, ritstjóra DV, sé raunar ekki mynd af heimili hennar. Aðrir búa nú í húsinu.
Fjölmiðlar Lífið Tónlist Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira