Var haldið sofandi í þrjár vikur eftir brunann í Mávahlíð Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 21:30 Frá vettvangi brunans í Mávahlíð. Vísir/Jóhann K Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem brenndust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð í október eru verulega illa brennd og hafa farið í fjölda aðgerða bæði hér á Íslandi og í Svíþjóð. Bæði eru þau ekki lengur í lífshættu. Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð þar sem Rahmon var að leigja herbergi og mun eldurinn hafa kviknað í potti. Eigandi íbúðarinnar komst út en Þau Rahmon og Sólrún voru sofandi og var þeim bjargað út um glugga.Sjá einnig: Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í MávahlíðÞórunn Alda Gylfadóttir, móðir Sólrúnar, sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld að halda þurfti Sólrúnu sofandi í þrjár vikur. Hún hafi verið í bráðri lífshættu allan tímann. Nú sé hún þó komin til meðvitundar en hún er með annars og þriðja stigs bruna á rúmum þriðjungi líkama hennar.Þórunn Alda Gylfadóttir.Listi Grindvíkinga„Það er sem sagt andlit og háls, niður að bringu og vinstri hliðin. Það eru svona verstu svæðin,“ sagði Þórunn við fréttamann Ríkisútvarpsins. Rahmon var verr brunninn eða með annars og þriðja stigs brunasár á rúmum helmingi líkama síns. Lungu hans voru þó ekki jafn illa farin og lungu Sólrúnu. Hann er sömuleiðis ekki lengur í lífshættur. Fram hefur komið að Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Sólrún var því flutt til Svíþjóðar en Rahmon er enn hér á landi. Þórunn sagði því líklegt að fjölskyldan haldi upp á jólin í Svíþjóð. Hún vonast þó til þess að Sólrún verði komin heim áður. Bruni í Mávahlíð Reykjavík Tengdar fréttir Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00 Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00 Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Létt í lund þrátt fyrir 5 klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Sjá meira
Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem brenndust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð í október eru verulega illa brennd og hafa farið í fjölda aðgerða bæði hér á Íslandi og í Svíþjóð. Bæði eru þau ekki lengur í lífshættu. Eldurinn kom upp í kjallaraíbúð þar sem Rahmon var að leigja herbergi og mun eldurinn hafa kviknað í potti. Eigandi íbúðarinnar komst út en Þau Rahmon og Sólrún voru sofandi og var þeim bjargað út um glugga.Sjá einnig: Tveimur bjargað úr brennandi íbúð í MávahlíðÞórunn Alda Gylfadóttir, móðir Sólrúnar, sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld að halda þurfti Sólrúnu sofandi í þrjár vikur. Hún hafi verið í bráðri lífshættu allan tímann. Nú sé hún þó komin til meðvitundar en hún er með annars og þriðja stigs bruna á rúmum þriðjungi líkama hennar.Þórunn Alda Gylfadóttir.Listi Grindvíkinga„Það er sem sagt andlit og háls, niður að bringu og vinstri hliðin. Það eru svona verstu svæðin,“ sagði Þórunn við fréttamann Ríkisútvarpsins. Rahmon var verr brunninn eða með annars og þriðja stigs brunasár á rúmum helmingi líkama síns. Lungu hans voru þó ekki jafn illa farin og lungu Sólrúnu. Hann er sömuleiðis ekki lengur í lífshættur. Fram hefur komið að Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Sólrún var því flutt til Svíþjóðar en Rahmon er enn hér á landi. Þórunn sagði því líklegt að fjölskyldan haldi upp á jólin í Svíþjóð. Hún vonast þó til þess að Sólrún verði komin heim áður.
Bruni í Mávahlíð Reykjavík Tengdar fréttir Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00 Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00 Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Létt í lund þrátt fyrir 5 klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Sjá meira
Halda bænastund fyrir konu sem slasaðist í brunanum í Mávahlíð Bænastund verður haldin í Grindavíkjurkirkju í kvöld klukkan 20:30 fyrir konu sem slasaðist alvarlega í eldsvoða í Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags. 25. október 2019 18:00
Alvarlega slösuð eftir eldsvoða í Mávahlíð Tvennt er alvarlega slasað eftir eldsvoða sem kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags. 25. október 2019 12:00
Berjast fyrir lífi sínu eftir brunann í Mávahlíð Sólrún Alda Waldorff og Rahmon Anvarov, sem slösuðust alvarlega þegar eldur kom upp í kjallaraíbúð í Mávahlíð að morgni miðvikudags, berjast nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi. 27. október 2019 21:36