Segir „í kjólinn fyrir jólin“ vera kjaftæði Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 20:07 Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, Vísir Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, segir hugtakið að „grenna sig í kjólinn fyrir jólin“ vera algjört kjaftæði og sölubrellu. Þetta sagði hún Við Völu Matt í Íslandi í dag í kvöld. Á þessum tíma ársins má sjá auglýsingar gagnvart konum um að þær hafi enn tíma til að grenna sig fyrir jólin svo þau komist í kjóla sína. Erna hefur verið að berjast fyrir jákvæðari líkamsímynd og heldur hún meðal annars fyrirlestra um málið og heldur úti síðunni Ernuland á Instagram.Hún segir málið sér kært þar sem hún hafi lengi barist við neikvæða líkamsímynd. „Í rauninni þar til fyrir tveimur árum síðan,“ segir Erna. „Ég opnaði mig á samfélagsmiðlum og komst að því að þar er svo mikið um neikvæða líkamsímynd.“ Hún sagðist þar að auki telja að hún hefði hitt færri en fimm konur sem hefðu ávallt verið með jákvæða líkamsímynd. Erna segir þetta mikilvæga umræðu og með því að koma henni upp á yfirborðið sé hægt að bæta lífsgæði kvenna. „Maður hættir að neita sér hamingju út af neikvæðri líkamsímynd og hvað er eiginlega mikilvægara en einmitt það. Að geta bara fengið að lifa lífinu, frjáls í sínum líkama,“ segir Erna. Erna segir „í kjólinn fyrir jólin“ setja pressu á konur um að fara í átak. Réttara væri að sleppa öllu stressi og kaupa kjól sem konur komast í, eða nota eldri flíkur. Það sé ekki nauðsynlegt að kaupa kjól fyrir hver jól. „Líka að tengja hreyfingu ekki við breytingu á holdafari. Heldur tengja hana við andlega og líkamlega líðan. Mér finnst þetta svo mikilvægt. Að fólk nái að slíta í sundur hreyfingu, mat og allt sem tengist lífinu frá holdafari og útlit. Þá fyrst ferðu að átta þig á því af hverju þú hreyfir þig. Það er út af því að þér líður vel og útlitið er bara þú.“Innslagið í Ísland í dag má sjá hér að neðan. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, segir hugtakið að „grenna sig í kjólinn fyrir jólin“ vera algjört kjaftæði og sölubrellu. Þetta sagði hún Við Völu Matt í Íslandi í dag í kvöld. Á þessum tíma ársins má sjá auglýsingar gagnvart konum um að þær hafi enn tíma til að grenna sig fyrir jólin svo þau komist í kjóla sína. Erna hefur verið að berjast fyrir jákvæðari líkamsímynd og heldur hún meðal annars fyrirlestra um málið og heldur úti síðunni Ernuland á Instagram.Hún segir málið sér kært þar sem hún hafi lengi barist við neikvæða líkamsímynd. „Í rauninni þar til fyrir tveimur árum síðan,“ segir Erna. „Ég opnaði mig á samfélagsmiðlum og komst að því að þar er svo mikið um neikvæða líkamsímynd.“ Hún sagðist þar að auki telja að hún hefði hitt færri en fimm konur sem hefðu ávallt verið með jákvæða líkamsímynd. Erna segir þetta mikilvæga umræðu og með því að koma henni upp á yfirborðið sé hægt að bæta lífsgæði kvenna. „Maður hættir að neita sér hamingju út af neikvæðri líkamsímynd og hvað er eiginlega mikilvægara en einmitt það. Að geta bara fengið að lifa lífinu, frjáls í sínum líkama,“ segir Erna. Erna segir „í kjólinn fyrir jólin“ setja pressu á konur um að fara í átak. Réttara væri að sleppa öllu stressi og kaupa kjól sem konur komast í, eða nota eldri flíkur. Það sé ekki nauðsynlegt að kaupa kjól fyrir hver jól. „Líka að tengja hreyfingu ekki við breytingu á holdafari. Heldur tengja hana við andlega og líkamlega líðan. Mér finnst þetta svo mikilvægt. Að fólk nái að slíta í sundur hreyfingu, mat og allt sem tengist lífinu frá holdafari og útlit. Þá fyrst ferðu að átta þig á því af hverju þú hreyfir þig. Það er út af því að þér líður vel og útlitið er bara þú.“Innslagið í Ísland í dag má sjá hér að neðan.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira