Justin Timberlake bað Jessicu Biel afsökunar á hegðun sinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2019 09:15 Hjónin Jessica Biel og Justin Timberlake. vísir/getty Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake hefur beðið Jessicu Biel, eiginkonu sína, afsökunar á hegðun sinni. Forsagan er sú að fyrir nokkrum vikum náðust myndir af Timberlake þar sem hann var mjög ölvaður og gerði sér dælt við mótleikkonu sína Alishu Wainwright. Þau eru nú við tökur á myndinni Palmer. Timberlake og Wainwright voru úti að skemmta sér og náðist myndband af þeim þar sem þau sjást haldast í hendur auk þess sem Wainwright setur hönd sína á læri Timberlake. The Sun birti myndbandið fyrir um tveimur vikum og fóru í kjölfarið af stað sögusagnir um mögulegt ástarsamband Timberlake og Wainwright, en hann og Biel hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögurra ára gamlan son. Stuttu eftir að myndbandið var birt sendi talsmaður Wainwright frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að ekkert væri hæft í þeim sögusögnum að hún ætti í ástarsambandi við Timberlake. Þau væru að vinna saman að verkefni og allt tökuliðið og leikarar hefðu verið saman úti að skemmta sér. Ekkert hefur hins vegar heyrst frá Timberlake þar til nú. Hann setti yfirlýsingu á Instagram-síðu sína þar sem hann bað eiginkonu sína og fjölskyldu afsökunar á hegðun sinni en tók skýrt fram að ekkert hefði gerst á milli hans og Wainwright. „Ég reyni að halda mig frá slúðri eins mikið og ég get en vegna fjölskyldu minnar þykir mér mikilvægt að svara nýlegum sögusögnum sem eru særandi fyrir fólkið sem ég elska. Fyrir nokkrum vikum sýndi ég mikið dómgreindarleysi en ég tek það skýrt fram að ekkert gerðist á milli mín og mótleikkonu minnar. Ég drakk alltof mikið þetta kvöld og sé eftir hegðun minni. Ég hefði átt að vita betur. Þetta er ekki fordæmið sem ég vil setja fyrir son minn. Ég bið mína stórkostlegu eiginkonu mína og fjölskyldu afsökunar fyrir að setja þau í þessa óþægilegu stöðu og er einbeittur í því að vera besti eiginmaður og faðir sem ég get,“ segir Timberlake en færsluna í heild má sjá hér fyrir neðan. View this post on InstagramA post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on Dec 4, 2019 at 5:05pm PST Hollywood Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira
Söngvarinn og leikarinn Justin Timberlake hefur beðið Jessicu Biel, eiginkonu sína, afsökunar á hegðun sinni. Forsagan er sú að fyrir nokkrum vikum náðust myndir af Timberlake þar sem hann var mjög ölvaður og gerði sér dælt við mótleikkonu sína Alishu Wainwright. Þau eru nú við tökur á myndinni Palmer. Timberlake og Wainwright voru úti að skemmta sér og náðist myndband af þeim þar sem þau sjást haldast í hendur auk þess sem Wainwright setur hönd sína á læri Timberlake. The Sun birti myndbandið fyrir um tveimur vikum og fóru í kjölfarið af stað sögusagnir um mögulegt ástarsamband Timberlake og Wainwright, en hann og Biel hafa verið gift í sjö ár og eiga saman fjögurra ára gamlan son. Stuttu eftir að myndbandið var birt sendi talsmaður Wainwright frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að ekkert væri hæft í þeim sögusögnum að hún ætti í ástarsambandi við Timberlake. Þau væru að vinna saman að verkefni og allt tökuliðið og leikarar hefðu verið saman úti að skemmta sér. Ekkert hefur hins vegar heyrst frá Timberlake þar til nú. Hann setti yfirlýsingu á Instagram-síðu sína þar sem hann bað eiginkonu sína og fjölskyldu afsökunar á hegðun sinni en tók skýrt fram að ekkert hefði gerst á milli hans og Wainwright. „Ég reyni að halda mig frá slúðri eins mikið og ég get en vegna fjölskyldu minnar þykir mér mikilvægt að svara nýlegum sögusögnum sem eru særandi fyrir fólkið sem ég elska. Fyrir nokkrum vikum sýndi ég mikið dómgreindarleysi en ég tek það skýrt fram að ekkert gerðist á milli mín og mótleikkonu minnar. Ég drakk alltof mikið þetta kvöld og sé eftir hegðun minni. Ég hefði átt að vita betur. Þetta er ekki fordæmið sem ég vil setja fyrir son minn. Ég bið mína stórkostlegu eiginkonu mína og fjölskyldu afsökunar fyrir að setja þau í þessa óþægilegu stöðu og er einbeittur í því að vera besti eiginmaður og faðir sem ég get,“ segir Timberlake en færsluna í heild má sjá hér fyrir neðan. View this post on InstagramA post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake) on Dec 4, 2019 at 5:05pm PST
Hollywood Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fleiri fréttir Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Sjá meira