Fjármálalæsi Lóu Eyþór Arnalds skrifar 4. desember 2019 18:45 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn hrósar sér og meirihlutanum fyrir ábyrga fjármálastjórn. Ég hef ítrekað bent á þá staðreynd að skuldasöfnun borgarinnar sé upp á meira en milljarð á mánuði. Reyndar jukust skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar um heila 24 milljarða frá síðustu áramótum. Þetta getur seint talist ábyrgt. Rekstrarkostnaður vex um 16% á 2 árum. Þetta kallar oddviti Viðreisnar aðhald í rekstri.64 milljarða skuldahækkun Loks tekur steininn úr þegar Þórdís Lóa sakar okkur um „loftútreikninga“ þegar við bendum einfaldlega á þá staðreynd að nú er gert ráð fyrir í nýsamþykktri fjárhagsáætlun að skuldir verði heilum 64 milljörðum hærri en lá fyrir í fjárhagsáætlun fyrir kosningarnar í fyrra. Það er því rétt að fara yfir útreikningana. Þeir ættu að vera auðveldir hverjum þeim sem setið hefur í 4. bekk grunnskóla. Samkvæmt þeirri fjárhagsáætlun sem kynnt var fyrir kosningar áttu skuldir samstæðu borgarinnar að vera 304 milljarðar árið 2022. Í sambærilegri fimm ára áætlun sem samþykkt var í borgarstjórn á fimmtudaginn er skuldatalan komin upp í 368 milljarða (bls 97). Þórdísi Lóu til útskýringar eru 368-304=64. Með öðrum orðum; skuldir verða 64 milljörðum hærri í lok kjörtímabilsins en kynnt var fyrir kosningar. Ekki ætla ég Þórdísi Lóu að það sé viljandi farið með rangt mál, en fjármálalæsi hennar er áhyggjuefni.Höfundur er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Eyþór Arnalds Reykjavík Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn hrósar sér og meirihlutanum fyrir ábyrga fjármálastjórn. Ég hef ítrekað bent á þá staðreynd að skuldasöfnun borgarinnar sé upp á meira en milljarð á mánuði. Reyndar jukust skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar um heila 24 milljarða frá síðustu áramótum. Þetta getur seint talist ábyrgt. Rekstrarkostnaður vex um 16% á 2 árum. Þetta kallar oddviti Viðreisnar aðhald í rekstri.64 milljarða skuldahækkun Loks tekur steininn úr þegar Þórdís Lóa sakar okkur um „loftútreikninga“ þegar við bendum einfaldlega á þá staðreynd að nú er gert ráð fyrir í nýsamþykktri fjárhagsáætlun að skuldir verði heilum 64 milljörðum hærri en lá fyrir í fjárhagsáætlun fyrir kosningarnar í fyrra. Það er því rétt að fara yfir útreikningana. Þeir ættu að vera auðveldir hverjum þeim sem setið hefur í 4. bekk grunnskóla. Samkvæmt þeirri fjárhagsáætlun sem kynnt var fyrir kosningar áttu skuldir samstæðu borgarinnar að vera 304 milljarðar árið 2022. Í sambærilegri fimm ára áætlun sem samþykkt var í borgarstjórn á fimmtudaginn er skuldatalan komin upp í 368 milljarða (bls 97). Þórdísi Lóu til útskýringar eru 368-304=64. Með öðrum orðum; skuldir verða 64 milljörðum hærri í lok kjörtímabilsins en kynnt var fyrir kosningar. Ekki ætla ég Þórdísi Lóu að það sé viljandi farið með rangt mál, en fjármálalæsi hennar er áhyggjuefni.Höfundur er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar