Georgíska fjölskyldan flutt úr landi í morgun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. desember 2019 12:05 Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Vísir/Stöð 2 Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Útlendingastofnun við fyrirspurn fréttastofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að faðirinn fyndist ekki og því væri ætlunin sú að skilja fjölskylduna að en hann virðist hafa gefið sig fram því í svari Útlendingastofnunar kemur fram að fjölskyldan hafi verið flutt úr landi. Við málsmeðferð var upphaflega ákveðið að vísa fjölskyldunni ekki á brott heldur að vísa henni úr landi. Hjónin hafi ekki orðið við fyrirmælum um að fara sjálfviljug úr landi. Því hafi þurft að brottvísa þeim að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun. Um er að ræða hjón og tæplega ársgamalt barn þeirra. Munurinn á frávísun og brottvísun er sá að brottvísun, sem framkvæmd er af lögreglu, felur í sér endurkomubann á Schengen-svæðið en með frávísun er veittur frestur til sjálfviljugrar heimfarar og geta einstaklingar sem hefur verið frávísað komið aftur til landsins og dvalið til lengri eða skemmri tíma. Þau Ivane Broladze og Marika Chukhua sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júní 2017 en þá var Marika ólétt af fyrsta barni þeirra. Við læknisskoðun kom í ljós að fóstrið var með alvarlegan fósturgalla og fæddi Marika andvana barn á tuttugustu viku meðgöngu í október sama ár. Hjónunum var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi öðru sinni þann 26. nóvember í fyrra. Útlendingastofnun vill taka fram að stofnunin hafi farið að lögum um brottvísun hjónanna og barns þeirra þrátt fyrir að barnið hafi fæðst hér á landi. Upplýsingafulltrúi stofnunarinnar segir að tillit hafi verið tekið til sérstakra aðstæðna fjölskyldunnar við málsmeðferð. Þau hafi ákveðið að grípa til frávísunar þannig að þeim yrði gert kleift að heimsækja leiði sonar síns sem er hér á landi. Útlendingastofnun segir að parinu hafi nokkrum sinnum verið gerð grein fyrir „afleiðingum þess að yfirgefa landið ekki sjálfviljugt innan tilskilins frests, jafnt skriflega sem munnlega.“ Því hafi stofnunin að lokum ákveðið að vísa fólkinu á brott. Sökum þessa er fjölskyldan í endurkomubanni en í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun kemur fram að í ljósi aðstæðna megi fella endurkomubann úr gildi, hafi aðstæður breyst frá því ákvörðun um brottvísun var tekin. Samtökin No Borders sögðu í gær að samkvæmt lögum mætti ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi,“ sagði Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders. Georgía Hælisleitendur Tengdar fréttir Gripu fyrst til frávísunar en ekki brottvísunar svo hjónin gætu heimsótt leiðið Ákveðið var við málsmeðferð hjóna frá Georgíu, sem eiga barn sem fætt er hér á landi og annað barn sem jarðað er hér, að vísa þeim ekki á brott úr landi heldur vísa þeim frá landi. 4. desember 2019 08:07 Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. 3. desember 2019 20:28 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Útlendingastofnun við fyrirspurn fréttastofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að faðirinn fyndist ekki og því væri ætlunin sú að skilja fjölskylduna að en hann virðist hafa gefið sig fram því í svari Útlendingastofnunar kemur fram að fjölskyldan hafi verið flutt úr landi. Við málsmeðferð var upphaflega ákveðið að vísa fjölskyldunni ekki á brott heldur að vísa henni úr landi. Hjónin hafi ekki orðið við fyrirmælum um að fara sjálfviljug úr landi. Því hafi þurft að brottvísa þeim að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun. Um er að ræða hjón og tæplega ársgamalt barn þeirra. Munurinn á frávísun og brottvísun er sá að brottvísun, sem framkvæmd er af lögreglu, felur í sér endurkomubann á Schengen-svæðið en með frávísun er veittur frestur til sjálfviljugrar heimfarar og geta einstaklingar sem hefur verið frávísað komið aftur til landsins og dvalið til lengri eða skemmri tíma. Þau Ivane Broladze og Marika Chukhua sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júní 2017 en þá var Marika ólétt af fyrsta barni þeirra. Við læknisskoðun kom í ljós að fóstrið var með alvarlegan fósturgalla og fæddi Marika andvana barn á tuttugustu viku meðgöngu í október sama ár. Hjónunum var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi öðru sinni þann 26. nóvember í fyrra. Útlendingastofnun vill taka fram að stofnunin hafi farið að lögum um brottvísun hjónanna og barns þeirra þrátt fyrir að barnið hafi fæðst hér á landi. Upplýsingafulltrúi stofnunarinnar segir að tillit hafi verið tekið til sérstakra aðstæðna fjölskyldunnar við málsmeðferð. Þau hafi ákveðið að grípa til frávísunar þannig að þeim yrði gert kleift að heimsækja leiði sonar síns sem er hér á landi. Útlendingastofnun segir að parinu hafi nokkrum sinnum verið gerð grein fyrir „afleiðingum þess að yfirgefa landið ekki sjálfviljugt innan tilskilins frests, jafnt skriflega sem munnlega.“ Því hafi stofnunin að lokum ákveðið að vísa fólkinu á brott. Sökum þessa er fjölskyldan í endurkomubanni en í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun kemur fram að í ljósi aðstæðna megi fella endurkomubann úr gildi, hafi aðstæður breyst frá því ákvörðun um brottvísun var tekin. Samtökin No Borders sögðu í gær að samkvæmt lögum mætti ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi,“ sagði Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders.
Georgía Hælisleitendur Tengdar fréttir Gripu fyrst til frávísunar en ekki brottvísunar svo hjónin gætu heimsótt leiðið Ákveðið var við málsmeðferð hjóna frá Georgíu, sem eiga barn sem fætt er hér á landi og annað barn sem jarðað er hér, að vísa þeim ekki á brott úr landi heldur vísa þeim frá landi. 4. desember 2019 08:07 Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. 3. desember 2019 20:28 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Gripu fyrst til frávísunar en ekki brottvísunar svo hjónin gætu heimsótt leiðið Ákveðið var við málsmeðferð hjóna frá Georgíu, sem eiga barn sem fætt er hér á landi og annað barn sem jarðað er hér, að vísa þeim ekki á brott úr landi heldur vísa þeim frá landi. 4. desember 2019 08:07
Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. 3. desember 2019 20:28