Kátt í höllinni þegar Katrín hitti Elísabetu, Karl og Melaniu Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2019 11:00 Katrín heilsar hér drottningunni en við hlið Elísabetar stendur Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. Það má segja að kátt hafi verið í höllinni í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætti til móttöku í Buckingham-höll í gær ásamt öðrum þjóðarleiðtogum í tilefni 70 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins (NATO). Leiðtogafundur NATO hófst í gær í London og heldur áfram í dag. Myndavélarnar fylgdust vel með móttökunni í höllinni þar sem Katrín ræddi meðal annars við Elísabetu II og Karl prins af Wales þegar þau tóku á móti henni. Þá var Katrín í hópi kvenleiðtoga sem spjölluðu við drottninguna þegar inn í móttökusalinn var komið. Með henni í hópnum voru meðal annars Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd af Katrínu í Buckingham-höll í gær. Fyrst sést hún mæta í höllina og ganga rauða dregilinn sem lagður var fyrir leiðtogana. Elísabet II Englandsdrottning og Karl Bretaprins taka á móti Katrínu. Á myndbandinu sést Katrín spjalla í góða stund við þau mæðgin en ekki heyrist vel hvað þeim fer á milli. Þó virðist sem Karl rifji upp veiðiferð til Íslands en hann hefur rennt fyrir laxi hér, meðal annars í Hofsá í Vopnafirði. Katrín spjallar við Elísabetu ásamt öðrum kvenleiðtogum. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, spyr drottninguna hversu margir forsætisráðherrar hafi verið í Bretlandi í valdatíð hennar og svarar Elísabet því til að þeir hafi verið þrettán. Katrín svarar þá létt í bragði að forsætisráðherrar komi og fari. Þess má geta að forsætisráðherrarnir hafa verið alls fjórtán frá því að Elísabet varð drottning árið 1952 en þá var Winston Churchill búinn að vera forsætisráðherra í fjóra mánuði. Sjálf hefur hún því alls veitt þrettán umboð til að mynda ríkisstjórn, þar af einum tvisvar, Howard Wilson. Annað af Katrínu ásamt kvenleiðtogunum að ræða við drottninguna. Það er ekki með hljóði. Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. 4. desember 2019 06:45 Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Það má segja að kátt hafi verið í höllinni í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mætti til móttöku í Buckingham-höll í gær ásamt öðrum þjóðarleiðtogum í tilefni 70 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins (NATO). Leiðtogafundur NATO hófst í gær í London og heldur áfram í dag. Myndavélarnar fylgdust vel með móttökunni í höllinni þar sem Katrín ræddi meðal annars við Elísabetu II og Karl prins af Wales þegar þau tóku á móti henni. Þá var Katrín í hópi kvenleiðtoga sem spjölluðu við drottninguna þegar inn í móttökusalinn var komið. Með henni í hópnum voru meðal annars Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, og Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndbönd af Katrínu í Buckingham-höll í gær. Fyrst sést hún mæta í höllina og ganga rauða dregilinn sem lagður var fyrir leiðtogana. Elísabet II Englandsdrottning og Karl Bretaprins taka á móti Katrínu. Á myndbandinu sést Katrín spjalla í góða stund við þau mæðgin en ekki heyrist vel hvað þeim fer á milli. Þó virðist sem Karl rifji upp veiðiferð til Íslands en hann hefur rennt fyrir laxi hér, meðal annars í Hofsá í Vopnafirði. Katrín spjallar við Elísabetu ásamt öðrum kvenleiðtogum. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, spyr drottninguna hversu margir forsætisráðherrar hafi verið í Bretlandi í valdatíð hennar og svarar Elísabet því til að þeir hafi verið þrettán. Katrín svarar þá létt í bragði að forsætisráðherrar komi og fari. Þess má geta að forsætisráðherrarnir hafa verið alls fjórtán frá því að Elísabet varð drottning árið 1952 en þá var Winston Churchill búinn að vera forsætisráðherra í fjóra mánuði. Sjálf hefur hún því alls veitt þrettán umboð til að mynda ríkisstjórn, þar af einum tvisvar, Howard Wilson. Annað af Katrínu ásamt kvenleiðtogunum að ræða við drottninguna. Það er ekki með hljóði.
Bretland Kóngafólk NATO Utanríkismál Tengdar fréttir Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. 4. desember 2019 06:45 Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03 Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Katrín ræddi við drottninguna í Buckingham-höll Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sækir nú leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í London. 4. desember 2019 06:45
Katrínu boðið í Buckingham-höll og í kvöldverð til Borisar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) en hann hefst í London í dag. 3. desember 2019 09:03
Ósætti á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Lundúnum í dag. Töluvert ósætti er á milli hinna ýmsu bandalagsríkja og eru Tyrkir sagðir ætla að halda fundinum í gíslingu. 3. desember 2019 19:00