Uppgjör: Auðvelt hjá Hamilton í síðustu keppni áratugsins Bragi Þórðarson skrifar 2. desember 2019 21:30 Nú þarf ekki að nota vélbúnaðinn aftur, þá má loksins spóla í hringi. Vísir/Getty Síðasti kappakstur áratugsins í Formúlu 1 fór fram á Yas Marina brautinni í Abu Dhabi á sunnudag. Lítið hefur gengið hjá Mercedes lokahluta tímabilsins en það heldur betur snérist við í furstadæminu. Hamilton náði öruggum ráspól og var Mercedes bíllinn meðal annars næstum sekúndu hraðari en allir aðrir, einungis á síðasta hluta brautarinnar. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á Yas Marina brautinni síðastliðin fimm ár og hefur liðið alltaf verið í fyrsta og öðru sæti í tímatökum. Engin breyting varð á því um helgina er Valtteri Bottas náði næstbesta tímanum á eftir Hamilton. En þar sem skipta þurfti um vél í bíl Bottas ræsti hann aftastur. Þrátt fyrir það endaði Finninn fjórði á sunnudaginn. Hamilton hefur 17 sinnum endað á verðlaunapalli í ár.GettyHamilton einfaldlega í annari deildLewis Hamilton ræsti á ráspól og leiddi alla hringi kappakstursins. Hann jafnaði þar með met hetjunar sinnar, Ayrton Senna, um að hafa leitt alla hringi í keppni alls 19 sinnum á ferlinum. Það var ekki eina metið sem Hamilton náði um helgina. Með því að ljúka tímabilinu með 413 sló hann metið yfir hæsta stigafjölda á einu tímabili. Auk þess fékk Bretinn stig í öllum keppnum sumarsins og er því eini ökuþórinn í sögunni til að ná þeim árangri tvisvar, fyrra skiptið var árið 2017. Mercedes hefur nú unnið allar keppnirnar í Abu Dhabi frá árinu 2014, þegar að turbo-hybrid bílarnir komu fyrst inn í Formúlu 1. Max Verstappen kom annar í mark og tryggði sér þar með þriðja sætið í heimsmeistaramóti ökumanna og undan Ferrari ökuþórunum Charles Leclerc og Sebastian Vettel. Formúla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Síðasti kappakstur áratugsins í Formúlu 1 fór fram á Yas Marina brautinni í Abu Dhabi á sunnudag. Lítið hefur gengið hjá Mercedes lokahluta tímabilsins en það heldur betur snérist við í furstadæminu. Hamilton náði öruggum ráspól og var Mercedes bíllinn meðal annars næstum sekúndu hraðari en allir aðrir, einungis á síðasta hluta brautarinnar. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á Yas Marina brautinni síðastliðin fimm ár og hefur liðið alltaf verið í fyrsta og öðru sæti í tímatökum. Engin breyting varð á því um helgina er Valtteri Bottas náði næstbesta tímanum á eftir Hamilton. En þar sem skipta þurfti um vél í bíl Bottas ræsti hann aftastur. Þrátt fyrir það endaði Finninn fjórði á sunnudaginn. Hamilton hefur 17 sinnum endað á verðlaunapalli í ár.GettyHamilton einfaldlega í annari deildLewis Hamilton ræsti á ráspól og leiddi alla hringi kappakstursins. Hann jafnaði þar með met hetjunar sinnar, Ayrton Senna, um að hafa leitt alla hringi í keppni alls 19 sinnum á ferlinum. Það var ekki eina metið sem Hamilton náði um helgina. Með því að ljúka tímabilinu með 413 sló hann metið yfir hæsta stigafjölda á einu tímabili. Auk þess fékk Bretinn stig í öllum keppnum sumarsins og er því eini ökuþórinn í sögunni til að ná þeim árangri tvisvar, fyrra skiptið var árið 2017. Mercedes hefur nú unnið allar keppnirnar í Abu Dhabi frá árinu 2014, þegar að turbo-hybrid bílarnir komu fyrst inn í Formúlu 1. Max Verstappen kom annar í mark og tryggði sér þar með þriðja sætið í heimsmeistaramóti ökumanna og undan Ferrari ökuþórunum Charles Leclerc og Sebastian Vettel.
Formúla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira