Bíl ekið inn í snjóflóð í Ljósavatnsskarði Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. desember 2019 22:45 Engin slys urðu á fólki. Mynd er úr safni. lögreglan á norðurlandi eystra Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokað veginum um Ljósavatnsskarð eftir að snjóflóð féll yfir veginn um klukkan tíu í kvöld. Bifreið var ekið inn í flóðið en til allrar mildi urðu engin slys. Þetta staðfestir Jón Valdimarsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann segir jafnframt að eitt til tvö flóð til viðbótar hafi fallið í fjallinu. Haft var samband við alla bændur og íbúa sem búa á þessum slóðum og opnuð fjöldahjálparstöð Rauða krossins að Stóru-Tjörnum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru þar um fimmtán manns. Jón segir að litlar líkur séu á því að vegurinn verði opnaður í nótt. Mikil snjósöfnun hefur verið í fjallshlíðum fyrir norðan í dag og undanfarna daga og því snjóflóðahætta víða. Kolvitlaust veður og ófærð Þá var opnuð aðgerðarstjórn björgunarsveita og lögreglu á Húsavík vegna snjóflóðanna. Hjálmar Bogi Hafliðason, sem á sæti í aðgerðarstjórninni, segir að þrjár björgunarsveitir hafi verið kallaðar út. Björgunarsveitin Þingey, Hjálparsveit skáta í Reykjadal og Björgunarsveitin Garðar á Húsavík. Á annan tug björgunarsveitarmanna eru að störfum á fimm bílum og tveimur vélsleðum. Hjálmar segir sleðamennina hafa ekið yfir flóðið til þess að tryggja að enginn hafi lent undir því. Það sé stærra en áður var talið, eða um 500 metra breitt. Á staðnum sé kolvitlaust veður og mikil ófærð. Flóðið sem féll kom úr Krossfjöllum, ofan við Ljósavatnsskarð og fór yfir Þjóðveg 1 við Ljósavatn. Hjálmar segir að um fimmtán ökumenn sem hafi verið á ferðinni hafi leitað náða í heimavistarskólanum á Stóru- Tjörnum og að þar muni hugsanlega einhverjir gista í nótt. Hjálmar segir að þekkt sé að flóð falli á þessum slóðum en svæðið er ekki vaktað sérstaklega af snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Hvass vindur er nú á landinu og einnig ofankoma norðan- og austantil. Gular viðvaranir eru í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi þangað til í fyrramálið. Þá var vegum víða lokað síðdegis í dag og fleiri lokanir tóku gildi í kvöld. Þegar þetta er ritað hefur verið lokað fyrir umferð um Siglufjarðarveg, Ljósavatnsskarð, Öxnadalsheiði, Möðrudalsöræfi, Mývatnsöræfi, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Öræfasveit. Hægt er að fylgjast með vegalokunum á vef Vegagerðarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Samgönguslys Veður Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. 12. desember 2019 19:00 Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. 11. desember 2019 13:46 „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna 18. desember 2019 20:30 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur lokað veginum um Ljósavatnsskarð eftir að snjóflóð féll yfir veginn um klukkan tíu í kvöld. Bifreið var ekið inn í flóðið en til allrar mildi urðu engin slys. Þetta staðfestir Jón Valdimarsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hann segir jafnframt að eitt til tvö flóð til viðbótar hafi fallið í fjallinu. Haft var samband við alla bændur og íbúa sem búa á þessum slóðum og opnuð fjöldahjálparstöð Rauða krossins að Stóru-Tjörnum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru þar um fimmtán manns. Jón segir að litlar líkur séu á því að vegurinn verði opnaður í nótt. Mikil snjósöfnun hefur verið í fjallshlíðum fyrir norðan í dag og undanfarna daga og því snjóflóðahætta víða. Kolvitlaust veður og ófærð Þá var opnuð aðgerðarstjórn björgunarsveita og lögreglu á Húsavík vegna snjóflóðanna. Hjálmar Bogi Hafliðason, sem á sæti í aðgerðarstjórninni, segir að þrjár björgunarsveitir hafi verið kallaðar út. Björgunarsveitin Þingey, Hjálparsveit skáta í Reykjadal og Björgunarsveitin Garðar á Húsavík. Á annan tug björgunarsveitarmanna eru að störfum á fimm bílum og tveimur vélsleðum. Hjálmar segir sleðamennina hafa ekið yfir flóðið til þess að tryggja að enginn hafi lent undir því. Það sé stærra en áður var talið, eða um 500 metra breitt. Á staðnum sé kolvitlaust veður og mikil ófærð. Flóðið sem féll kom úr Krossfjöllum, ofan við Ljósavatnsskarð og fór yfir Þjóðveg 1 við Ljósavatn. Hjálmar segir að um fimmtán ökumenn sem hafi verið á ferðinni hafi leitað náða í heimavistarskólanum á Stóru- Tjörnum og að þar muni hugsanlega einhverjir gista í nótt. Hjálmar segir að þekkt sé að flóð falli á þessum slóðum en svæðið er ekki vaktað sérstaklega af snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands. Hvass vindur er nú á landinu og einnig ofankoma norðan- og austantil. Gular viðvaranir eru í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og Miðhálendi þangað til í fyrramálið. Þá var vegum víða lokað síðdegis í dag og fleiri lokanir tóku gildi í kvöld. Þegar þetta er ritað hefur verið lokað fyrir umferð um Siglufjarðarveg, Ljósavatnsskarð, Öxnadalsheiði, Möðrudalsöræfi, Mývatnsöræfi, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Öræfasveit. Hægt er að fylgjast með vegalokunum á vef Vegagerðarinnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Samgönguslys Veður Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. 12. desember 2019 19:00 Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. 11. desember 2019 13:46 „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna 18. desember 2019 20:30 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Óvissutigi aflýst vegna snjóflóðahættu Veðurstofa Íslands hefur aflýst óvissustigi á Mið-Norðurlandi vegna hættu á snjóflóðum. Tilkynning um það barst nú rétt fyrir sjö. 12. desember 2019 19:00
Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. 11. desember 2019 13:46
„Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna 18. desember 2019 20:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels