Sportpakkinn: Átján ára hollenskur landsliðsmaður hetja Bayern í sínum fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 15:00 Joshua Zirkzee átti frábæra innkomu hjá Bayern í gærkvöldi. Hér fagnar hann markinu sínu. Getty/TF-Images Bayern er enn fjórum stigum á eftir efstu liðum þýsku deildarinnar eftir leikina í gær en það munaði ekki miklu að munurinn væri enn meiri. Arnar Björnsson skoðaði leiki gærdagsins í þýsku bundesligunni og óvænta hetju Bæjara. Knattspyrnustjóri Borussia Mönchengladbach gerði sex breytingar frá tapi gegn Wolfsburg um helgina þegar neðsta liðið Paderborn kom í heimsókn á Borussia Park gærkvöldi. Gladbach gat jafnað við Leipzig á toppnum í Bundesligunni með sigri. Staðan var 0-0 í hálfleik en seinni hálfleikurinn var nýhafinn þegar Patrick Herrmann vann boltann af Jamilu Collins. Lars Stindl sendi á Alassane Plea og Frakkinn skoraði fimmta mark sitt í deildinni í vetur. Um miðjan hálfleikinn var dæmd vítaspyrna þegar Sebastian Schonlau slæmdi hendinni í andlitið á Patrick Hermann. Lars Stindl skoraði úr vítaspyrnunni. Gladbach vann leikinn því 2-0 og er líkt og Leipzig með 34 stig en Leipzig heldur fyrsta sætinu á markamun. Bayern Mülnchen er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir efstu liðunum. Freiburg var mótherji meistaranna í Bayern München. Hinn 19 ára Alphonso Davies lagði upp fyrsta markið fyrir Robert Lewandowski. Nítjánda mark Pólverjans í deildinni á leiktíðinni og 221. mark hans í Bundesligunni. Hann er þar með orðinn sá þriðji markahæsti frá upphafi eftir að hafa farið fram úr Jupp Heynkes í gærkvöldi.Markahæstu leikmenn í þýsku Bundesligunni frá upphafi:1. Gerd Müller 365 mörk í 365 leikjum2. Klaus Fishcer 268 mörk í 268 leikjum3. Robert Lewandowski 221 mark í 306 leikjum4. Jupp Heynkes 220 mörk í 369 leikjum5. Manfred Burgemüller 213 mörk í 447 leikjum Vincenzo Grifo jafnaði metin þegar hálftími var eftir en átján ára hollenskur landsliðsmaður, Joshua Zirkzee, kom af varamannabekknum í sínum fyrsta leik í deildinni. Hann var aðeins búinn að vera inn á í 104 sekúndur þegar hann kom Bæjurum yfir á annarri mínútu uppbótatímans. Zirkzee er sá þriðji yngsti sem skorar fyrir Bæjara í Bundesligunni, aðeins Roque Santa Cruz og Alphonso Davies voru yngri. Serge Gnabry bætti þriðja markinu við skömmu síðar og FC Bayern vann leikinn 3-1. Schalke er í fimmta sæti, stigi á eftir Bayern og Borussia Dortmund. Tyrkneski miðvörðurinn, Ozan Kabak, kom Schalke yfir gegn Wolfsburg í byrjun seinni hálfleiks. Þessi 19 ára strákur var valinn besti nýliðinn á síðustu leiktíð og lék sinn 1. og eina landsleik gegn Íslendingum í síðasta mánuði. Kevin Mbabu jafnaði metin og tryggði Wolfsburg stig, liðið er í 8. sæti með 24 stig. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Átján ára hollenskur landsliðsmaður hetja Bayern í sínum fyrsta leik Sportpakkinn Þýski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira
Bayern er enn fjórum stigum á eftir efstu liðum þýsku deildarinnar eftir leikina í gær en það munaði ekki miklu að munurinn væri enn meiri. Arnar Björnsson skoðaði leiki gærdagsins í þýsku bundesligunni og óvænta hetju Bæjara. Knattspyrnustjóri Borussia Mönchengladbach gerði sex breytingar frá tapi gegn Wolfsburg um helgina þegar neðsta liðið Paderborn kom í heimsókn á Borussia Park gærkvöldi. Gladbach gat jafnað við Leipzig á toppnum í Bundesligunni með sigri. Staðan var 0-0 í hálfleik en seinni hálfleikurinn var nýhafinn þegar Patrick Herrmann vann boltann af Jamilu Collins. Lars Stindl sendi á Alassane Plea og Frakkinn skoraði fimmta mark sitt í deildinni í vetur. Um miðjan hálfleikinn var dæmd vítaspyrna þegar Sebastian Schonlau slæmdi hendinni í andlitið á Patrick Hermann. Lars Stindl skoraði úr vítaspyrnunni. Gladbach vann leikinn því 2-0 og er líkt og Leipzig með 34 stig en Leipzig heldur fyrsta sætinu á markamun. Bayern Mülnchen er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir efstu liðunum. Freiburg var mótherji meistaranna í Bayern München. Hinn 19 ára Alphonso Davies lagði upp fyrsta markið fyrir Robert Lewandowski. Nítjánda mark Pólverjans í deildinni á leiktíðinni og 221. mark hans í Bundesligunni. Hann er þar með orðinn sá þriðji markahæsti frá upphafi eftir að hafa farið fram úr Jupp Heynkes í gærkvöldi.Markahæstu leikmenn í þýsku Bundesligunni frá upphafi:1. Gerd Müller 365 mörk í 365 leikjum2. Klaus Fishcer 268 mörk í 268 leikjum3. Robert Lewandowski 221 mark í 306 leikjum4. Jupp Heynkes 220 mörk í 369 leikjum5. Manfred Burgemüller 213 mörk í 447 leikjum Vincenzo Grifo jafnaði metin þegar hálftími var eftir en átján ára hollenskur landsliðsmaður, Joshua Zirkzee, kom af varamannabekknum í sínum fyrsta leik í deildinni. Hann var aðeins búinn að vera inn á í 104 sekúndur þegar hann kom Bæjurum yfir á annarri mínútu uppbótatímans. Zirkzee er sá þriðji yngsti sem skorar fyrir Bæjara í Bundesligunni, aðeins Roque Santa Cruz og Alphonso Davies voru yngri. Serge Gnabry bætti þriðja markinu við skömmu síðar og FC Bayern vann leikinn 3-1. Schalke er í fimmta sæti, stigi á eftir Bayern og Borussia Dortmund. Tyrkneski miðvörðurinn, Ozan Kabak, kom Schalke yfir gegn Wolfsburg í byrjun seinni hálfleiks. Þessi 19 ára strákur var valinn besti nýliðinn á síðustu leiktíð og lék sinn 1. og eina landsleik gegn Íslendingum í síðasta mánuði. Kevin Mbabu jafnaði metin og tryggði Wolfsburg stig, liðið er í 8. sæti með 24 stig. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Átján ára hollenskur landsliðsmaður hetja Bayern í sínum fyrsta leik
Sportpakkinn Þýski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Sjá meira