Sportpakkinn: Átján ára hollenskur landsliðsmaður hetja Bayern í sínum fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 15:00 Joshua Zirkzee átti frábæra innkomu hjá Bayern í gærkvöldi. Hér fagnar hann markinu sínu. Getty/TF-Images Bayern er enn fjórum stigum á eftir efstu liðum þýsku deildarinnar eftir leikina í gær en það munaði ekki miklu að munurinn væri enn meiri. Arnar Björnsson skoðaði leiki gærdagsins í þýsku bundesligunni og óvænta hetju Bæjara. Knattspyrnustjóri Borussia Mönchengladbach gerði sex breytingar frá tapi gegn Wolfsburg um helgina þegar neðsta liðið Paderborn kom í heimsókn á Borussia Park gærkvöldi. Gladbach gat jafnað við Leipzig á toppnum í Bundesligunni með sigri. Staðan var 0-0 í hálfleik en seinni hálfleikurinn var nýhafinn þegar Patrick Herrmann vann boltann af Jamilu Collins. Lars Stindl sendi á Alassane Plea og Frakkinn skoraði fimmta mark sitt í deildinni í vetur. Um miðjan hálfleikinn var dæmd vítaspyrna þegar Sebastian Schonlau slæmdi hendinni í andlitið á Patrick Hermann. Lars Stindl skoraði úr vítaspyrnunni. Gladbach vann leikinn því 2-0 og er líkt og Leipzig með 34 stig en Leipzig heldur fyrsta sætinu á markamun. Bayern Mülnchen er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir efstu liðunum. Freiburg var mótherji meistaranna í Bayern München. Hinn 19 ára Alphonso Davies lagði upp fyrsta markið fyrir Robert Lewandowski. Nítjánda mark Pólverjans í deildinni á leiktíðinni og 221. mark hans í Bundesligunni. Hann er þar með orðinn sá þriðji markahæsti frá upphafi eftir að hafa farið fram úr Jupp Heynkes í gærkvöldi.Markahæstu leikmenn í þýsku Bundesligunni frá upphafi:1. Gerd Müller 365 mörk í 365 leikjum2. Klaus Fishcer 268 mörk í 268 leikjum3. Robert Lewandowski 221 mark í 306 leikjum4. Jupp Heynkes 220 mörk í 369 leikjum5. Manfred Burgemüller 213 mörk í 447 leikjum Vincenzo Grifo jafnaði metin þegar hálftími var eftir en átján ára hollenskur landsliðsmaður, Joshua Zirkzee, kom af varamannabekknum í sínum fyrsta leik í deildinni. Hann var aðeins búinn að vera inn á í 104 sekúndur þegar hann kom Bæjurum yfir á annarri mínútu uppbótatímans. Zirkzee er sá þriðji yngsti sem skorar fyrir Bæjara í Bundesligunni, aðeins Roque Santa Cruz og Alphonso Davies voru yngri. Serge Gnabry bætti þriðja markinu við skömmu síðar og FC Bayern vann leikinn 3-1. Schalke er í fimmta sæti, stigi á eftir Bayern og Borussia Dortmund. Tyrkneski miðvörðurinn, Ozan Kabak, kom Schalke yfir gegn Wolfsburg í byrjun seinni hálfleiks. Þessi 19 ára strákur var valinn besti nýliðinn á síðustu leiktíð og lék sinn 1. og eina landsleik gegn Íslendingum í síðasta mánuði. Kevin Mbabu jafnaði metin og tryggði Wolfsburg stig, liðið er í 8. sæti með 24 stig. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Átján ára hollenskur landsliðsmaður hetja Bayern í sínum fyrsta leik Sportpakkinn Þýski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Bayern er enn fjórum stigum á eftir efstu liðum þýsku deildarinnar eftir leikina í gær en það munaði ekki miklu að munurinn væri enn meiri. Arnar Björnsson skoðaði leiki gærdagsins í þýsku bundesligunni og óvænta hetju Bæjara. Knattspyrnustjóri Borussia Mönchengladbach gerði sex breytingar frá tapi gegn Wolfsburg um helgina þegar neðsta liðið Paderborn kom í heimsókn á Borussia Park gærkvöldi. Gladbach gat jafnað við Leipzig á toppnum í Bundesligunni með sigri. Staðan var 0-0 í hálfleik en seinni hálfleikurinn var nýhafinn þegar Patrick Herrmann vann boltann af Jamilu Collins. Lars Stindl sendi á Alassane Plea og Frakkinn skoraði fimmta mark sitt í deildinni í vetur. Um miðjan hálfleikinn var dæmd vítaspyrna þegar Sebastian Schonlau slæmdi hendinni í andlitið á Patrick Hermann. Lars Stindl skoraði úr vítaspyrnunni. Gladbach vann leikinn því 2-0 og er líkt og Leipzig með 34 stig en Leipzig heldur fyrsta sætinu á markamun. Bayern Mülnchen er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir efstu liðunum. Freiburg var mótherji meistaranna í Bayern München. Hinn 19 ára Alphonso Davies lagði upp fyrsta markið fyrir Robert Lewandowski. Nítjánda mark Pólverjans í deildinni á leiktíðinni og 221. mark hans í Bundesligunni. Hann er þar með orðinn sá þriðji markahæsti frá upphafi eftir að hafa farið fram úr Jupp Heynkes í gærkvöldi.Markahæstu leikmenn í þýsku Bundesligunni frá upphafi:1. Gerd Müller 365 mörk í 365 leikjum2. Klaus Fishcer 268 mörk í 268 leikjum3. Robert Lewandowski 221 mark í 306 leikjum4. Jupp Heynkes 220 mörk í 369 leikjum5. Manfred Burgemüller 213 mörk í 447 leikjum Vincenzo Grifo jafnaði metin þegar hálftími var eftir en átján ára hollenskur landsliðsmaður, Joshua Zirkzee, kom af varamannabekknum í sínum fyrsta leik í deildinni. Hann var aðeins búinn að vera inn á í 104 sekúndur þegar hann kom Bæjurum yfir á annarri mínútu uppbótatímans. Zirkzee er sá þriðji yngsti sem skorar fyrir Bæjara í Bundesligunni, aðeins Roque Santa Cruz og Alphonso Davies voru yngri. Serge Gnabry bætti þriðja markinu við skömmu síðar og FC Bayern vann leikinn 3-1. Schalke er í fimmta sæti, stigi á eftir Bayern og Borussia Dortmund. Tyrkneski miðvörðurinn, Ozan Kabak, kom Schalke yfir gegn Wolfsburg í byrjun seinni hálfleiks. Þessi 19 ára strákur var valinn besti nýliðinn á síðustu leiktíð og lék sinn 1. og eina landsleik gegn Íslendingum í síðasta mánuði. Kevin Mbabu jafnaði metin og tryggði Wolfsburg stig, liðið er í 8. sæti með 24 stig. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Átján ára hollenskur landsliðsmaður hetja Bayern í sínum fyrsta leik
Sportpakkinn Þýski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira