Sjö svartar köngulær á aðventunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2019 08:19 Hér sést köngulóin sem fannst í Garðabæ í nóvember og Vísir fjallaði um. Mynd/Aðsend Sjö svartar köngulær með rauðum blettum hafa borist Náttúrufræðistofnun til skoðunar á síðustu vikum. Allar skutu þær upp kollinum í vínberjaklösum sem fluttir hafa verið inn til landsins en fjallað er um málið á vef Náttúrufræðistofnunar. Þar er vísað í frétt Vísis frá 22. nóvember sem vakti mikla athygli. Þar sagði frá kaupendum vínberjapoka sem töldu sig hafa fundið svörtu ekkjuna í pokanum. „Fáar köngulær vekja jafn mikinn ugg í hugum okkar Íslendinga og einmitt svartar ekkjur enda fara af þeim hryllingssögur. Fáir gera sér grein fyrir að þessi fræði eru ekki svona einföld. Svarta ekkjan er nefnilega samheiti yfir margar af meira en þrjátíu tegundum ekkjuköngulóa af ættkvíslinni Latrodectus sem finnast víða um heim þar sem heittemprað og hitabeltisloftlag ríkir. Það er staðreynd að bit sumra tegundanna getur reynst varhugavert enda eitur þeirra öflugt,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar. Of kalt til að ekkjuköngulær nái fótfestu hér á landi Þar kemur jafnframt fram að loftslag hér á Íslandi er of kalt til þess að ekkjuköngulær fái þrifist og engar líkur séu því til þess að þær nái hér fótfestu. Það hafi hins vegar gerst stundum að ekkjuköngulær berist til landsins með varningi, oftast vínberjum sem koma frá Norður-Ameríku. Alls þrettán eintök af þessari köngulóartegund eru varðveitt í safni Náttúrufræðistofnunar. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að fyrrnefnd frétt Vísis hafi opnað augu fólks nú á aðventunni því fleiri svartar köngulær með rauðum blettum hafi komið upp úr vínberjapokum síðustu daga nóvembermánaðar og fram í desember: „Þegar upp var staðið höfðu sjö slíkar borist okkur á Náttúrufræðistofnun til skoðunar. Ein þeirra reyndist vera ekkjukönguló (Latrodectus) eins og sú fyrstnefnda en hinar voru af áhugaverðri ætt stökkköngulóa. Allar fundust þær á höfuðborgarsvæðinu og tilheyrðu tegund sem hafði ekki áður fundist hér á landi. Allar höfðu þær fengist í kaupbæti með amerískum vínberjum sem fólk hafði keypt í verslunum úr einni og sömu verslunarkeðjunni. Þær vöktu nokkurn ugg, svartar á lit með rauða bletti, reyndar á baki en ekki kviði. Tegund þessi er algeng í Norður-Ameríku og hefur verið nefnd krúnukönguló (Phidippus audax).“ Dýr Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24 Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. 25. nóvember 2019 12:24 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Sjö svartar köngulær með rauðum blettum hafa borist Náttúrufræðistofnun til skoðunar á síðustu vikum. Allar skutu þær upp kollinum í vínberjaklösum sem fluttir hafa verið inn til landsins en fjallað er um málið á vef Náttúrufræðistofnunar. Þar er vísað í frétt Vísis frá 22. nóvember sem vakti mikla athygli. Þar sagði frá kaupendum vínberjapoka sem töldu sig hafa fundið svörtu ekkjuna í pokanum. „Fáar köngulær vekja jafn mikinn ugg í hugum okkar Íslendinga og einmitt svartar ekkjur enda fara af þeim hryllingssögur. Fáir gera sér grein fyrir að þessi fræði eru ekki svona einföld. Svarta ekkjan er nefnilega samheiti yfir margar af meira en þrjátíu tegundum ekkjuköngulóa af ættkvíslinni Latrodectus sem finnast víða um heim þar sem heittemprað og hitabeltisloftlag ríkir. Það er staðreynd að bit sumra tegundanna getur reynst varhugavert enda eitur þeirra öflugt,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar. Of kalt til að ekkjuköngulær nái fótfestu hér á landi Þar kemur jafnframt fram að loftslag hér á Íslandi er of kalt til þess að ekkjuköngulær fái þrifist og engar líkur séu því til þess að þær nái hér fótfestu. Það hafi hins vegar gerst stundum að ekkjuköngulær berist til landsins með varningi, oftast vínberjum sem koma frá Norður-Ameríku. Alls þrettán eintök af þessari köngulóartegund eru varðveitt í safni Náttúrufræðistofnunar. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að fyrrnefnd frétt Vísis hafi opnað augu fólks nú á aðventunni því fleiri svartar köngulær með rauðum blettum hafi komið upp úr vínberjapokum síðustu daga nóvembermánaðar og fram í desember: „Þegar upp var staðið höfðu sjö slíkar borist okkur á Náttúrufræðistofnun til skoðunar. Ein þeirra reyndist vera ekkjukönguló (Latrodectus) eins og sú fyrstnefnda en hinar voru af áhugaverðri ætt stökkköngulóa. Allar fundust þær á höfuðborgarsvæðinu og tilheyrðu tegund sem hafði ekki áður fundist hér á landi. Allar höfðu þær fengist í kaupbæti með amerískum vínberjum sem fólk hafði keypt í verslunum úr einni og sömu verslunarkeðjunni. Þær vöktu nokkurn ugg, svartar á lit með rauða bletti, reyndar á baki en ekki kviði. Tegund þessi er algeng í Norður-Ameríku og hefur verið nefnd krúnukönguló (Phidippus audax).“
Dýr Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24 Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. 25. nóvember 2019 12:24 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24
Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. 25. nóvember 2019 12:24