Sjö svartar köngulær á aðventunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2019 08:19 Hér sést köngulóin sem fannst í Garðabæ í nóvember og Vísir fjallaði um. Mynd/Aðsend Sjö svartar köngulær með rauðum blettum hafa borist Náttúrufræðistofnun til skoðunar á síðustu vikum. Allar skutu þær upp kollinum í vínberjaklösum sem fluttir hafa verið inn til landsins en fjallað er um málið á vef Náttúrufræðistofnunar. Þar er vísað í frétt Vísis frá 22. nóvember sem vakti mikla athygli. Þar sagði frá kaupendum vínberjapoka sem töldu sig hafa fundið svörtu ekkjuna í pokanum. „Fáar köngulær vekja jafn mikinn ugg í hugum okkar Íslendinga og einmitt svartar ekkjur enda fara af þeim hryllingssögur. Fáir gera sér grein fyrir að þessi fræði eru ekki svona einföld. Svarta ekkjan er nefnilega samheiti yfir margar af meira en þrjátíu tegundum ekkjuköngulóa af ættkvíslinni Latrodectus sem finnast víða um heim þar sem heittemprað og hitabeltisloftlag ríkir. Það er staðreynd að bit sumra tegundanna getur reynst varhugavert enda eitur þeirra öflugt,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar. Of kalt til að ekkjuköngulær nái fótfestu hér á landi Þar kemur jafnframt fram að loftslag hér á Íslandi er of kalt til þess að ekkjuköngulær fái þrifist og engar líkur séu því til þess að þær nái hér fótfestu. Það hafi hins vegar gerst stundum að ekkjuköngulær berist til landsins með varningi, oftast vínberjum sem koma frá Norður-Ameríku. Alls þrettán eintök af þessari köngulóartegund eru varðveitt í safni Náttúrufræðistofnunar. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að fyrrnefnd frétt Vísis hafi opnað augu fólks nú á aðventunni því fleiri svartar köngulær með rauðum blettum hafi komið upp úr vínberjapokum síðustu daga nóvembermánaðar og fram í desember: „Þegar upp var staðið höfðu sjö slíkar borist okkur á Náttúrufræðistofnun til skoðunar. Ein þeirra reyndist vera ekkjukönguló (Latrodectus) eins og sú fyrstnefnda en hinar voru af áhugaverðri ætt stökkköngulóa. Allar fundust þær á höfuðborgarsvæðinu og tilheyrðu tegund sem hafði ekki áður fundist hér á landi. Allar höfðu þær fengist í kaupbæti með amerískum vínberjum sem fólk hafði keypt í verslunum úr einni og sömu verslunarkeðjunni. Þær vöktu nokkurn ugg, svartar á lit með rauða bletti, reyndar á baki en ekki kviði. Tegund þessi er algeng í Norður-Ameríku og hefur verið nefnd krúnukönguló (Phidippus audax).“ Dýr Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24 Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. 25. nóvember 2019 12:24 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Sjá meira
Sjö svartar köngulær með rauðum blettum hafa borist Náttúrufræðistofnun til skoðunar á síðustu vikum. Allar skutu þær upp kollinum í vínberjaklösum sem fluttir hafa verið inn til landsins en fjallað er um málið á vef Náttúrufræðistofnunar. Þar er vísað í frétt Vísis frá 22. nóvember sem vakti mikla athygli. Þar sagði frá kaupendum vínberjapoka sem töldu sig hafa fundið svörtu ekkjuna í pokanum. „Fáar köngulær vekja jafn mikinn ugg í hugum okkar Íslendinga og einmitt svartar ekkjur enda fara af þeim hryllingssögur. Fáir gera sér grein fyrir að þessi fræði eru ekki svona einföld. Svarta ekkjan er nefnilega samheiti yfir margar af meira en þrjátíu tegundum ekkjuköngulóa af ættkvíslinni Latrodectus sem finnast víða um heim þar sem heittemprað og hitabeltisloftlag ríkir. Það er staðreynd að bit sumra tegundanna getur reynst varhugavert enda eitur þeirra öflugt,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar. Of kalt til að ekkjuköngulær nái fótfestu hér á landi Þar kemur jafnframt fram að loftslag hér á Íslandi er of kalt til þess að ekkjuköngulær fái þrifist og engar líkur séu því til þess að þær nái hér fótfestu. Það hafi hins vegar gerst stundum að ekkjuköngulær berist til landsins með varningi, oftast vínberjum sem koma frá Norður-Ameríku. Alls þrettán eintök af þessari köngulóartegund eru varðveitt í safni Náttúrufræðistofnunar. Á vef Náttúrufræðistofnunar segir að fyrrnefnd frétt Vísis hafi opnað augu fólks nú á aðventunni því fleiri svartar köngulær með rauðum blettum hafi komið upp úr vínberjapokum síðustu daga nóvembermánaðar og fram í desember: „Þegar upp var staðið höfðu sjö slíkar borist okkur á Náttúrufræðistofnun til skoðunar. Ein þeirra reyndist vera ekkjukönguló (Latrodectus) eins og sú fyrstnefnda en hinar voru af áhugaverðri ætt stökkköngulóa. Allar fundust þær á höfuðborgarsvæðinu og tilheyrðu tegund sem hafði ekki áður fundist hér á landi. Allar höfðu þær fengist í kaupbæti með amerískum vínberjum sem fólk hafði keypt í verslunum úr einni og sömu verslunarkeðjunni. Þær vöktu nokkurn ugg, svartar á lit með rauða bletti, reyndar á baki en ekki kviði. Tegund þessi er algeng í Norður-Ameríku og hefur verið nefnd krúnukönguló (Phidippus audax).“
Dýr Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24 Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. 25. nóvember 2019 12:24 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Fleiri fréttir Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Sjá meira
Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. 22. nóvember 2019 21:24
Flestar „ekkjurnar“ komið hingað með vínberjum Ellefu eintök af svokölluðum ekkjuköngulóm eru skráð í gagnagrunn Náttúrufræðistofnunar Íslands árin 1998-2016. 25. nóvember 2019 12:24