Hættir við hótel í hjarta Nuuk vegna mótmæla Kristján Már Unnarsson skrifar 18. desember 2019 16:38 Hótelinu var ætlað að rísa skammt frá Þjóðminjasafni Grænlands. Mynd/Berjay Land Berhad. Aðaleigandi Icelandair Hotels, malasíska hótelkeðjan Berjaya Corporation Berhad, hefur fallið frá áformum sínum um að reisa lúxushótel víð Nýlenduhöfn í Nuuk. Ástæðan er hávær mótmæli heimamanna gegn staðsetningunni í gamla bæjarhluta höfuðstaðar Grænlands, að því er fram kemur í Sermitsiaq. „Það er mikilvægt fyrir okkur að eiga gott samstarf við heimamenn í Nuuk. Það hafa margir mótmælt hótelverkefninu og við virðum það. Við höfum þessvegna óskað eftir því við bæjarfélagið að það finni annan stað þar sem við getum byggt lúxushótel,“ segir talsmaður hótelkeðjunnar, Alex Tan Ghee Keong, í viðtali við grænlenska miðilinn. Nýi og gamli tíminn í Nuuk. Þjóðminjasafn Grænlands er í neðstu húsunum. Ofar má sjá nýleg ibúðarhús.Friðrik Þór Halldórsson „Við höfum áhuga á því að koma okkur fyrir á Grænlandi og ég er sannfærður um að með okkar stóra tengslaneti í löndum Asíu getum við kynnt grænlenska menningu og laðað fjölda ferðamanna til landsins,“ útskýrir fulltrúi hótelrisans. Elsti bæjarhluti Nuuk er við Nýlenduhöfn. Hótelið átti að rísa við byggingar Þjóðminjasafns Grænlands, sem sjá má neðst, við fánastöngina.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Bæjaryfirvöld eru þegar byrjuð að leita að nýjum stað og vonast til að geta kynnt hinum malasískum fjárfestum nýja lóð í janúar. „Við höfum náttúrulega áhuga á að vera nálægt bæði Godthåbsfirði og bæjarkjarnanum. Það er mikilvægt að við séum staðsett í göngufæri við miðbæinn,“ segir Alex Tan. Hótelbyggingin var teiknuð sem þríhyrningur á landfyllingu við Nýlenduhöfn.Mynd/Berjay Land Berhad. Hann segir þetta þýða að arkitektarnir verði að byrja upp á nýtt svo hótelið falli að nýju umhverfi. Enn sé þó fyrirhugað að hótelið verði með um eitthundrað herbergi og veitingastað. Frétt Stöðvar 2 frá síðustu helgi um staðetninguna og hóteláformin má sjá hér: Fréttir af flugi Grænland Íslendingar erlendis Malasía Norðurslóðir Tengdar fréttir Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00 Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Aðaleigandi Icelandair Hotels, malasíska hótelkeðjan Berjaya Corporation Berhad, hefur fallið frá áformum sínum um að reisa lúxushótel víð Nýlenduhöfn í Nuuk. Ástæðan er hávær mótmæli heimamanna gegn staðsetningunni í gamla bæjarhluta höfuðstaðar Grænlands, að því er fram kemur í Sermitsiaq. „Það er mikilvægt fyrir okkur að eiga gott samstarf við heimamenn í Nuuk. Það hafa margir mótmælt hótelverkefninu og við virðum það. Við höfum þessvegna óskað eftir því við bæjarfélagið að það finni annan stað þar sem við getum byggt lúxushótel,“ segir talsmaður hótelkeðjunnar, Alex Tan Ghee Keong, í viðtali við grænlenska miðilinn. Nýi og gamli tíminn í Nuuk. Þjóðminjasafn Grænlands er í neðstu húsunum. Ofar má sjá nýleg ibúðarhús.Friðrik Þór Halldórsson „Við höfum áhuga á því að koma okkur fyrir á Grænlandi og ég er sannfærður um að með okkar stóra tengslaneti í löndum Asíu getum við kynnt grænlenska menningu og laðað fjölda ferðamanna til landsins,“ útskýrir fulltrúi hótelrisans. Elsti bæjarhluti Nuuk er við Nýlenduhöfn. Hótelið átti að rísa við byggingar Þjóðminjasafns Grænlands, sem sjá má neðst, við fánastöngina.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Bæjaryfirvöld eru þegar byrjuð að leita að nýjum stað og vonast til að geta kynnt hinum malasískum fjárfestum nýja lóð í janúar. „Við höfum náttúrulega áhuga á að vera nálægt bæði Godthåbsfirði og bæjarkjarnanum. Það er mikilvægt að við séum staðsett í göngufæri við miðbæinn,“ segir Alex Tan. Hótelbyggingin var teiknuð sem þríhyrningur á landfyllingu við Nýlenduhöfn.Mynd/Berjay Land Berhad. Hann segir þetta þýða að arkitektarnir verði að byrja upp á nýtt svo hótelið falli að nýju umhverfi. Enn sé þó fyrirhugað að hótelið verði með um eitthundrað herbergi og veitingastað. Frétt Stöðvar 2 frá síðustu helgi um staðetninguna og hóteláformin má sjá hér:
Fréttir af flugi Grænland Íslendingar erlendis Malasía Norðurslóðir Tengdar fréttir Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00 Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00
Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34
Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent