Fötin stækka og stækka á Völu Eiríks Stefán Árni Pálsson skrifar 17. desember 2019 13:30 Vala og Siggi á sviðinu á föstudagskvöldið. vísir/Marinó Flóvent Vala Eiríksdóttir og Sigurður Már Atlason eru danspar í skemmtiþáttunum Allir geta dansað og hafa þau æft stíft saman í nokkrar vikur. „Við Siggi erum að æfa í 3-6 tíma á dag, alla daga vikunnar. Þegar maður er á svona ofboðslegri hreyfingu er mikilvægt að borða vel og drekka mikið vatn. Við erum dugleg að minna hvort annað á að borða og drekka, því það gleymist gjarnan þegar það er mikið að gera, en við erum bæði í fullu starfi og öðrum verkefnum með dansinum,“ segir Vala Eiríks sem starfar sem útvarpskona á FM957. „Frá því að ég byrjaði í þessu ferli hafa fötin stækkað og stækkað með hverjum deginum, sem er gaman, nema fyrir það að flest sem ég á hangir á mér þessa dagana, en ég mun líklega fylla betur út í fötin mín eftir jólafrí,“ segir Vala sem hefur misst níu kíló frá því að æfingar hófust. Erum að reyna borða meira „Þeir sem þekkja mig vita að mataræðið mitt er ekkert endilega til fyrirmyndar, svo það kom mér ágætlega á óvart hversu auðveldlega ég er að léttast þessa dagana, en við erum farin að bæta aðeins í matarskammtana okkar, til að viðhalda orkunni. Siggi á einmitt á erfitt með að halda þyngd, svo hann kannski sér meira eftir sínum kílóum en ég.“ Næsta föstudag munu þau Siggi og Vala dansa vínarvals. „Sem er ansi ólíkur því sem við höfum áður gert, en ég er spennt fyrir honum. Siggi er æðislegur kennari, virkilega ákveðinn og drífandi, en duglegur að hrósa og peppa. Við erum algjörar andstæður, hann er brjálæðislega skipulagður, á meðan ég er holdgervingur kæruleysis, en það einhvern vegin virkar. Mér er farið að þykja ótrúlega vænt um hann og ég mun sko pottþétt bjóða honum í afmælin mín í framtíðinni.“ Allir geta dansað Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Vala Eiríksdóttir og Sigurður Már Atlason eru danspar í skemmtiþáttunum Allir geta dansað og hafa þau æft stíft saman í nokkrar vikur. „Við Siggi erum að æfa í 3-6 tíma á dag, alla daga vikunnar. Þegar maður er á svona ofboðslegri hreyfingu er mikilvægt að borða vel og drekka mikið vatn. Við erum dugleg að minna hvort annað á að borða og drekka, því það gleymist gjarnan þegar það er mikið að gera, en við erum bæði í fullu starfi og öðrum verkefnum með dansinum,“ segir Vala Eiríks sem starfar sem útvarpskona á FM957. „Frá því að ég byrjaði í þessu ferli hafa fötin stækkað og stækkað með hverjum deginum, sem er gaman, nema fyrir það að flest sem ég á hangir á mér þessa dagana, en ég mun líklega fylla betur út í fötin mín eftir jólafrí,“ segir Vala sem hefur misst níu kíló frá því að æfingar hófust. Erum að reyna borða meira „Þeir sem þekkja mig vita að mataræðið mitt er ekkert endilega til fyrirmyndar, svo það kom mér ágætlega á óvart hversu auðveldlega ég er að léttast þessa dagana, en við erum farin að bæta aðeins í matarskammtana okkar, til að viðhalda orkunni. Siggi á einmitt á erfitt með að halda þyngd, svo hann kannski sér meira eftir sínum kílóum en ég.“ Næsta föstudag munu þau Siggi og Vala dansa vínarvals. „Sem er ansi ólíkur því sem við höfum áður gert, en ég er spennt fyrir honum. Siggi er æðislegur kennari, virkilega ákveðinn og drífandi, en duglegur að hrósa og peppa. Við erum algjörar andstæður, hann er brjálæðislega skipulagður, á meðan ég er holdgervingur kæruleysis, en það einhvern vegin virkar. Mér er farið að þykja ótrúlega vænt um hann og ég mun sko pottþétt bjóða honum í afmælin mín í framtíðinni.“
Allir geta dansað Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira