„Velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2019 19:00 Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. Miklir veikleikar birtust viðbragðsaðilum í Tetrakerfinu þegar óveðrið fór yfir landið í liðinni viku. Kerfið lá til dæmis niðri í sólarhring í Skagafirði og er það mat viðbragðsaðila að ekki sé hægt að treysta á það. Úrbóta sé þörf, fjölga þurfi sendum og búa þannig um hnúta að þó rafmagn fari þá endist varaflið lengur en sólarhring. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta kalla á víðtæka úttekt og hefur lagt fram fjölda fyrirspurna um málið á Alþingi. „Þegar Tetra-kerfið fer missa viðbragðsaðilar tæki til samskipta. Það lítur út fyrir að þetta hafi gerst með alvarlegum hætti í Skagafirði og full nauðsyn að fara vel og ítarlega yfir þetta,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tetrakerfið var ekki það eina sem datt út. Fjarskipti eins og þau lögðu sig rofnuðu á Norðurlandi. Almenningur hafði til dæmis ekki farsímasamband þegar rafmagnið fór. Njáll segir þetta dæmi um hversu viðkvæm nútímatækni getur verið. „Tækni á Íslandi hefur breyst gríðarlega frá veðrunum 91 og 95, þegar síðast urðu gríðarlegar raforkutruflanir, þá vorum við með koparsíma þá. Ég velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar,“ segir Njáll. Tryggja þurfi varaafl hjá farsímasendum og gera fjarskipta fyrirtækjum kleift að samnýta varaflsbúnað. Samkeppnislög koma þó í veg fyrir það í dag. „Við verðum að skoða hvort þjóðaröryggishagsmunir eiga að ná lengra en það sem snýr að samkeppnishagsmunum í landinu.“ Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fara þarf í mikla naflaskoðun á fjarskiptakerfi landsins eftir að það brást í óveðrinu í liðinni viku. Þingmaður segir þjóðaröryggi undir og að skoða þurfi hvort það sé ofar samkeppnislögum landsins. Miklir veikleikar birtust viðbragðsaðilum í Tetrakerfinu þegar óveðrið fór yfir landið í liðinni viku. Kerfið lá til dæmis niðri í sólarhring í Skagafirði og er það mat viðbragðsaðila að ekki sé hægt að treysta á það. Úrbóta sé þörf, fjölga þurfi sendum og búa þannig um hnúta að þó rafmagn fari þá endist varaflið lengur en sólarhring. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta kalla á víðtæka úttekt og hefur lagt fram fjölda fyrirspurna um málið á Alþingi. „Þegar Tetra-kerfið fer missa viðbragðsaðilar tæki til samskipta. Það lítur út fyrir að þetta hafi gerst með alvarlegum hætti í Skagafirði og full nauðsyn að fara vel og ítarlega yfir þetta,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tetrakerfið var ekki það eina sem datt út. Fjarskipti eins og þau lögðu sig rofnuðu á Norðurlandi. Almenningur hafði til dæmis ekki farsímasamband þegar rafmagnið fór. Njáll segir þetta dæmi um hversu viðkvæm nútímatækni getur verið. „Tækni á Íslandi hefur breyst gríðarlega frá veðrunum 91 og 95, þegar síðast urðu gríðarlegar raforkutruflanir, þá vorum við með koparsíma þá. Ég velti fyrir mér hvort öryggismál hafi farið niður á við eftir að við misstum koparlínurnar,“ segir Njáll. Tryggja þurfi varaafl hjá farsímasendum og gera fjarskipta fyrirtækjum kleift að samnýta varaflsbúnað. Samkeppnislög koma þó í veg fyrir það í dag. „Við verðum að skoða hvort þjóðaröryggishagsmunir eiga að ná lengra en það sem snýr að samkeppnishagsmunum í landinu.“
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira