Kamaru Usman rotaði Colby Covington í 5. lotu Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. desember 2019 07:46 Usman kýlir Covington niður. Vísir/Getty UFC 245 fór fram í nótt þar sem þrír titilbardagar voru á dagskrá. Kamaru Usman tókst að rota Colby Covington þegar 50 sekúndur voru eftir af bardaganum. Þeir Kamaru Usman og Colby Covington mættust í titilbardaga um veltivigtarbeltið. Þetta var fyrsta titilvörn Usman eftir að hann vann beltið af Tyron Woodley í mars. Það var mikill hiti í báðum fyrir bardagann og enginn sérstakur kærleikur þeirra á milli. Báðir eru frábærir glímumenn og hnífjafnir á pappírum. Þeir Usman og Colby stóðu allan tímann og skiptust á höggum. Þrátt fyrir að vera báðir glímumenn að upplagi reyndi hvorugur eina einustu fellu í bardaganum. Þeir skiptust á höggum og var bardaginn hnífjafn allan tímann. Eftir 3. lotu sagðist Covington vera kjálkabrotinn við hornið sitt en það stoppaði hann ekki í að halda áfram. Dana White, forseti UFC, staðfesti eftir bardagann að Covington hefði verið með brotinn kjálka. Í lok 5. og síðustu lotunnar náði Usman að kýla Covington niður með beinni hægri. Covington komst á lappir en Usman kýldi hann strax aftur niður. Usman hélt Covington niðri og lét nokkur högg dynja á honum þar til dómarinn stöðvaði bardagann. Covington mótmældi strax ákvörðun dómarans og sagðist hafa verið í lagi. Usman fagnaði vel og innilega eftir bardagann en Covington yfirgaf búrið strax. Alexander Volkanovski er nýr fjaðurvigtarmeistari UFC. Volkanovski sigraði Max Holloway eftir dómaraákvörðun í taktískum bardaga en hann hefur nú unnið alla átta bardaga sína í UFC. Amanda Nunes varði bantamvigtartitil sinn þegar hún sigraði Germaine de Randamie eftir dómaraákvörðun. Nunes tók þá hollensku ítrekað niður í gólfið þar sem hún var með mikla yfirburði. De Randamie náði að ógna Nunes vel standandi en meistarinn tók enga sénsa og náði fellunum sínum. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Colby viðurkenndi að stælarnir í honum væri leikaraskapur UFC-bardagakappar eru hneykslaðir á því að Colby Covington sé bara að leika fífl. 12. desember 2019 23:00 Þrír titilbardagar á einu stærsta UFC-kvöldi ársins UFC 245 fer fram í nótt þar sem Colby Covington fær loksins tækifæri á stóra titlinum. Það hefur verið mikill hiti á milli Covington og meistarans og útkljá þeir málin í búrinu í nótt. 14. desember 2019 10:30 Covington: Uncle Fester fær ekki að setja beltið utan um mig Colby Covington stal senunni á viðburði fyrir UFC 245 í gær. Þar óð hann á súðum og hjólaði sem fyrr í forseta UFC, Dana White, sem hann kallar Uncle Fester. 12. desember 2019 10:30 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira
UFC 245 fór fram í nótt þar sem þrír titilbardagar voru á dagskrá. Kamaru Usman tókst að rota Colby Covington þegar 50 sekúndur voru eftir af bardaganum. Þeir Kamaru Usman og Colby Covington mættust í titilbardaga um veltivigtarbeltið. Þetta var fyrsta titilvörn Usman eftir að hann vann beltið af Tyron Woodley í mars. Það var mikill hiti í báðum fyrir bardagann og enginn sérstakur kærleikur þeirra á milli. Báðir eru frábærir glímumenn og hnífjafnir á pappírum. Þeir Usman og Colby stóðu allan tímann og skiptust á höggum. Þrátt fyrir að vera báðir glímumenn að upplagi reyndi hvorugur eina einustu fellu í bardaganum. Þeir skiptust á höggum og var bardaginn hnífjafn allan tímann. Eftir 3. lotu sagðist Covington vera kjálkabrotinn við hornið sitt en það stoppaði hann ekki í að halda áfram. Dana White, forseti UFC, staðfesti eftir bardagann að Covington hefði verið með brotinn kjálka. Í lok 5. og síðustu lotunnar náði Usman að kýla Covington niður með beinni hægri. Covington komst á lappir en Usman kýldi hann strax aftur niður. Usman hélt Covington niðri og lét nokkur högg dynja á honum þar til dómarinn stöðvaði bardagann. Covington mótmældi strax ákvörðun dómarans og sagðist hafa verið í lagi. Usman fagnaði vel og innilega eftir bardagann en Covington yfirgaf búrið strax. Alexander Volkanovski er nýr fjaðurvigtarmeistari UFC. Volkanovski sigraði Max Holloway eftir dómaraákvörðun í taktískum bardaga en hann hefur nú unnið alla átta bardaga sína í UFC. Amanda Nunes varði bantamvigtartitil sinn þegar hún sigraði Germaine de Randamie eftir dómaraákvörðun. Nunes tók þá hollensku ítrekað niður í gólfið þar sem hún var með mikla yfirburði. De Randamie náði að ógna Nunes vel standandi en meistarinn tók enga sénsa og náði fellunum sínum. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Colby viðurkenndi að stælarnir í honum væri leikaraskapur UFC-bardagakappar eru hneykslaðir á því að Colby Covington sé bara að leika fífl. 12. desember 2019 23:00 Þrír titilbardagar á einu stærsta UFC-kvöldi ársins UFC 245 fer fram í nótt þar sem Colby Covington fær loksins tækifæri á stóra titlinum. Það hefur verið mikill hiti á milli Covington og meistarans og útkljá þeir málin í búrinu í nótt. 14. desember 2019 10:30 Covington: Uncle Fester fær ekki að setja beltið utan um mig Colby Covington stal senunni á viðburði fyrir UFC 245 í gær. Þar óð hann á súðum og hjólaði sem fyrr í forseta UFC, Dana White, sem hann kallar Uncle Fester. 12. desember 2019 10:30 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira
Colby viðurkenndi að stælarnir í honum væri leikaraskapur UFC-bardagakappar eru hneykslaðir á því að Colby Covington sé bara að leika fífl. 12. desember 2019 23:00
Þrír titilbardagar á einu stærsta UFC-kvöldi ársins UFC 245 fer fram í nótt þar sem Colby Covington fær loksins tækifæri á stóra titlinum. Það hefur verið mikill hiti á milli Covington og meistarans og útkljá þeir málin í búrinu í nótt. 14. desember 2019 10:30
Covington: Uncle Fester fær ekki að setja beltið utan um mig Colby Covington stal senunni á viðburði fyrir UFC 245 í gær. Þar óð hann á súðum og hjólaði sem fyrr í forseta UFC, Dana White, sem hann kallar Uncle Fester. 12. desember 2019 10:30