Opna vinnustofu föður síns fyrir almenningi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. desember 2019 20:00 Synir myndlistarmannsins Braga Ásgeirssonar, sem lést árið 2016, opnuðu vinnustofu hans fyrir almenningi í dag. Þar er meðal annars hægt að sjá dauðagrímu Edwards Munch í verki Braga. Þá opnuðu synir hans einnig verkasafn föður síns í dag. Listaferill Braga Ásgeirssonar, myndlistarmanns og listrýnis spannar yfir sextíu ár en hann lést árið 2016. Hann kenndi lengi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og skrifaði mikið um myndlist. Þá var hann frumkvöðull í grafíklist á Íslandi. Bragi var með vinnustofu á þrettándu hæð í blokk við Austurbrún 4 og við fráfall föður síns vildu synir hans vernda vinnustofuna. „Fljótlega eftir að húsið rís kemur hann og starfar sem listamaður og var hér alla sína tíð. Hérna sat hann í þögninni sinni, hann var náttúrulega heyrnalaus frá níu ára aldri, og þetta er mennigararfur í okkar huga,“ segir Fjölnir Bragason, sonur Braga. Fjölnir er þekktasti húsflúrari landsins. Vinnustofunni hefur verið breytt í nokkurs konar safn til heiðurs minningu Braga. Þá hafa þeir opnað sýningarsal fyrir málverkin í Sundaborg. „Safnið sem okkur áskotnaðist var eitthvað um tvö þúsund verk. Semsagt málverk og grafíkmyndir og teikningar og annað,“ segir Ásgeir Bragason. Bragi var afkastamikill listamaður og sérstakur persónuleiki. „Lifði svona í sínum eigin heimi,“ segir Símon Bragason. Fjölnir segist hafa komist að því í seinni tíð að Braga hafi áskotnast dauðagríma eins uppáhalds listamanns síns, Edwards Munch. Munch dó árið 1912 en við dauða hans var tekin afsteypa af andliti hans sem hann gerði úr þetta listaverk sem hangir á vinnustofunni. „Þegar ég fór að grafast fyrir um það hvernig í ósköpunum stendur á því að dauðagríma Edwards Munch sjálfs er í eyði fjölskyldunnar og ég fer út og hitti Erling myndhöggvara sem hafði tekið grímuna á sínum tíma og hann segir mér alveg magnaða sögu og þá fyrst geri ég mér grein fyrir því hvað pabbi var stór úti,“ segir Fjölnir. Menning Myndlist Reykjavík Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Sjá meira
Synir myndlistarmannsins Braga Ásgeirssonar, sem lést árið 2016, opnuðu vinnustofu hans fyrir almenningi í dag. Þar er meðal annars hægt að sjá dauðagrímu Edwards Munch í verki Braga. Þá opnuðu synir hans einnig verkasafn föður síns í dag. Listaferill Braga Ásgeirssonar, myndlistarmanns og listrýnis spannar yfir sextíu ár en hann lést árið 2016. Hann kenndi lengi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og skrifaði mikið um myndlist. Þá var hann frumkvöðull í grafíklist á Íslandi. Bragi var með vinnustofu á þrettándu hæð í blokk við Austurbrún 4 og við fráfall föður síns vildu synir hans vernda vinnustofuna. „Fljótlega eftir að húsið rís kemur hann og starfar sem listamaður og var hér alla sína tíð. Hérna sat hann í þögninni sinni, hann var náttúrulega heyrnalaus frá níu ára aldri, og þetta er mennigararfur í okkar huga,“ segir Fjölnir Bragason, sonur Braga. Fjölnir er þekktasti húsflúrari landsins. Vinnustofunni hefur verið breytt í nokkurs konar safn til heiðurs minningu Braga. Þá hafa þeir opnað sýningarsal fyrir málverkin í Sundaborg. „Safnið sem okkur áskotnaðist var eitthvað um tvö þúsund verk. Semsagt málverk og grafíkmyndir og teikningar og annað,“ segir Ásgeir Bragason. Bragi var afkastamikill listamaður og sérstakur persónuleiki. „Lifði svona í sínum eigin heimi,“ segir Símon Bragason. Fjölnir segist hafa komist að því í seinni tíð að Braga hafi áskotnast dauðagríma eins uppáhalds listamanns síns, Edwards Munch. Munch dó árið 1912 en við dauða hans var tekin afsteypa af andliti hans sem hann gerði úr þetta listaverk sem hangir á vinnustofunni. „Þegar ég fór að grafast fyrir um það hvernig í ósköpunum stendur á því að dauðagríma Edwards Munch sjálfs er í eyði fjölskyldunnar og ég fer út og hitti Erling myndhöggvara sem hafði tekið grímuna á sínum tíma og hann segir mér alveg magnaða sögu og þá fyrst geri ég mér grein fyrir því hvað pabbi var stór úti,“ segir Fjölnir.
Menning Myndlist Reykjavík Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Innlent Fleiri fréttir Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Sjá meira