„Fjórða iðnbyltingin stendur nú yfir og framundan eru miklar breytingar. Róbótar taka yfir störf, gervigreind leysir ráðgjafa af hólmi og drónar munu ferja fólk og varning. Tækni framtíðarinnar er í senn heillandi, ógnvænleg og sveipuð óvissu.“
Þetta segir í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík vegna fyrirlesturs sem haldinn verður í hádeginu.
Þar mun Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt í tölvunarfræði, ræða fjórðu iðnbyltinguna. Tilefnið er útgáfa hans á bók um fjórðu iðnbyltinguna en hann hefur ferðast um allan heim og rætt við leiðandi aðila í þessari þróun til að kynna sér framtíðina.
Hann mun fara yfir iðnbyltingar fyrri tíma og ræða við hverju megi búast af þeirri fjórðu.
Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M101 klukkan 12:10-13:00. Sýnt verður frá fyrirlestrinum í beinni útsendingu og er hægt að nálgast hana hér að neðan.
Bein útsending: Við hverju má búast af fjórðu iðnbyltingunni?
