Bjarni segist vilja öflugt og sjálfstætt Ríkisútvarp Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2019 09:25 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ræðir hér við Heimi Má Pétursson fréttamann. Vísir/Sigurjón Þrátt fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins telji að endurskoða þurfi stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði segist hann þó ekki vilja „draga jaxlana“ úr stofnuninni. Hann sé þeirrar skoðunar að þörf sé á sjálfstæðu, öflugu Ríkisútvarpi, sem þó megi ekki verða „langstærsta tréð í skóginum.“ Áður en þingflokkur Sjálfstæðismanna getur fyllilega sætt sig við fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verði hins vegar að líta betur til heildarmyndarinnar á fjölmiðlamarkaði, ekki síst þegar kemur að auglýsingasölu Ríkisútvarpsins. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Benediktssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Farið var um víðan völl í viðtalinu, sem hlusta má á hér að neðan. Staðan á fjölmiðlamarkaði barst í tal, ekki síst vegna fjölmiðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur sem virðist andvana fætt. Þingflokkur Sjálfstæðismanna hefur ekki viljað lofa stuðningi sínum við frumvarpið, sem kveður á um endurgreiðslur á ritstjórnarkostnaði fyrir alls 400 milljónir króna, ekki síst vegna þess að Sjálfstæðismenn vilja endurskoða stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Auglýsingalaust kostar meira Bjarni lagði enda ríka áherslu á auglýsingasölu stofnunarinnar á Bítinu í morgun. Auglýsingatekjur séu ein af grunnstoðunum í rekstri einkarekinna miðla og sagði hann það skoðun þingflokksins að þessar tekjur verði að „skilja eftir“ fyrir minni miðlana, til að tryggja að þeir tóri. „Ég er ekki að tala um að við þurfum að veikja Ríkisútvarpið,“ sagði Bjarni. „Ég er bara að segja að það er að taka til sín af mikilvægri tekjuuppsprettu frjálsra fjölmiðla, allt of mikið.“ Auglýsingadeild Ríkisútvarpsins taki til sín stóran bita af auglýsingakökunni, með sínum „framsækna hætti“ eins og Bjarni lýsti því. Hann benti á að þessu væri ekki svona farið hjá mörgum ríkismiðlum í nágrannalöndum okkar. Ríkisreknir fjölmiðlar eru víða ekki á auglýsingamarkaði, en fyrir vikið kosta þeir skattborgara meira. „Menn verða einfaldlega horfast í augu við það að ef það á að halda úti þessari starfsemi þá kostar það, það þarf bara að borga þann reikning,“ sagði Bjarni. Vilji Bjarna til að endurskoða auglýsingasölu Ríkisútvarpsins væri þó ekki til marks um það að hann vilji grafa undan stofnuninni, að hans sögn. Það sé aðeins „eðlilegur hluti þeirra breytinga sem þarf að gera“ til að bæta megi heildarmyndina á fjölmiðlamarkaði. Í Efstaleiti er rekin framsækin auglýsingadeild, að sögn fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Nú þegar í samkeppni við samfélagsmiðla „Í því er þó ekki falin nein sérstök ósk um að draga jaxalana úr Ríkisútvarpinu. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum á sjálfstæðu, öflugu Ríkisútvarpi að halda,“ sagði Bjarni og bætti við: „En það má hins vegar ekki vera þannig að það standi eins og langstærsta tréð í skóginum og varpi skugga á allt sem er í kringum sig. Það þarf ekki að vera þannig.“ Frumvarp menntamálaráðherra væri ákveðin „viðleitni“ sem tekur mið af aðferðafræði sem er notuð annars staðar til þess að dreifa takmörkuðum fjármunum til einkarekinna miðla. Frumvarpið hafi teki jákvæðum breytingum að undanförnu, að sögn Bjarna, en heildarmyndin þurfi þó að vera skýrari áður en það muni njóta stuðnings Sjálfstæðismanna. Hann segir jafnframt að stuðningur við fjölmiðla ætti ekki síst að að beinast að þeim sem eru með „stórar fréttastofur og eru á dagsdaglegum grunni að deila fréttum með öllum landsmönnum um allt land. Ef að þessir aðilar eru skildir eftir þá finnst mér við ekki hafa hitt í mark.“ Jafnframt sé ekki tilefni til að óttast það að auglýsingatekjur fari úr landi, hverfi Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Einkareknir miðlar séu nú þegar í samkeppni við auglýsingasölu á samfélagsmiðlum. Viðtalið við Bjarna í heild má nálgast í spilaranum hér að ofan. Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. 7. desember 2019 12:04 „Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þrátt fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins telji að endurskoða þurfi stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði segist hann þó ekki vilja „draga jaxlana“ úr stofnuninni. Hann sé þeirrar skoðunar að þörf sé á sjálfstæðu, öflugu Ríkisútvarpi, sem þó megi ekki verða „langstærsta tréð í skóginum.“ Áður en þingflokkur Sjálfstæðismanna getur fyllilega sætt sig við fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra verði hins vegar að líta betur til heildarmyndarinnar á fjölmiðlamarkaði, ekki síst þegar kemur að auglýsingasölu Ríkisútvarpsins. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Benediktssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Farið var um víðan völl í viðtalinu, sem hlusta má á hér að neðan. Staðan á fjölmiðlamarkaði barst í tal, ekki síst vegna fjölmiðlafrumvarps Lilju Alfreðsdóttur sem virðist andvana fætt. Þingflokkur Sjálfstæðismanna hefur ekki viljað lofa stuðningi sínum við frumvarpið, sem kveður á um endurgreiðslur á ritstjórnarkostnaði fyrir alls 400 milljónir króna, ekki síst vegna þess að Sjálfstæðismenn vilja endurskoða stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Auglýsingalaust kostar meira Bjarni lagði enda ríka áherslu á auglýsingasölu stofnunarinnar á Bítinu í morgun. Auglýsingatekjur séu ein af grunnstoðunum í rekstri einkarekinna miðla og sagði hann það skoðun þingflokksins að þessar tekjur verði að „skilja eftir“ fyrir minni miðlana, til að tryggja að þeir tóri. „Ég er ekki að tala um að við þurfum að veikja Ríkisútvarpið,“ sagði Bjarni. „Ég er bara að segja að það er að taka til sín af mikilvægri tekjuuppsprettu frjálsra fjölmiðla, allt of mikið.“ Auglýsingadeild Ríkisútvarpsins taki til sín stóran bita af auglýsingakökunni, með sínum „framsækna hætti“ eins og Bjarni lýsti því. Hann benti á að þessu væri ekki svona farið hjá mörgum ríkismiðlum í nágrannalöndum okkar. Ríkisreknir fjölmiðlar eru víða ekki á auglýsingamarkaði, en fyrir vikið kosta þeir skattborgara meira. „Menn verða einfaldlega horfast í augu við það að ef það á að halda úti þessari starfsemi þá kostar það, það þarf bara að borga þann reikning,“ sagði Bjarni. Vilji Bjarna til að endurskoða auglýsingasölu Ríkisútvarpsins væri þó ekki til marks um það að hann vilji grafa undan stofnuninni, að hans sögn. Það sé aðeins „eðlilegur hluti þeirra breytinga sem þarf að gera“ til að bæta megi heildarmyndina á fjölmiðlamarkaði. Í Efstaleiti er rekin framsækin auglýsingadeild, að sögn fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Nú þegar í samkeppni við samfélagsmiðla „Í því er þó ekki falin nein sérstök ósk um að draga jaxalana úr Ríkisútvarpinu. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum á sjálfstæðu, öflugu Ríkisútvarpi að halda,“ sagði Bjarni og bætti við: „En það má hins vegar ekki vera þannig að það standi eins og langstærsta tréð í skóginum og varpi skugga á allt sem er í kringum sig. Það þarf ekki að vera þannig.“ Frumvarp menntamálaráðherra væri ákveðin „viðleitni“ sem tekur mið af aðferðafræði sem er notuð annars staðar til þess að dreifa takmörkuðum fjármunum til einkarekinna miðla. Frumvarpið hafi teki jákvæðum breytingum að undanförnu, að sögn Bjarna, en heildarmyndin þurfi þó að vera skýrari áður en það muni njóta stuðnings Sjálfstæðismanna. Hann segir jafnframt að stuðningur við fjölmiðla ætti ekki síst að að beinast að þeim sem eru með „stórar fréttastofur og eru á dagsdaglegum grunni að deila fréttum með öllum landsmönnum um allt land. Ef að þessir aðilar eru skildir eftir þá finnst mér við ekki hafa hitt í mark.“ Jafnframt sé ekki tilefni til að óttast það að auglýsingatekjur fari úr landi, hverfi Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Einkareknir miðlar séu nú þegar í samkeppni við auglýsingasölu á samfélagsmiðlum. Viðtalið við Bjarna í heild má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. 7. desember 2019 12:04 „Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30
Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. 7. desember 2019 12:04
„Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45