Björgvin Karl Guðmundsson náði fimmta sæti í fjórðu greininni á Dubai CrossFit Championship.
Fimmta sætið skilaði Björgvini Karli 80 stigum og hann er í sjötta sæti í heildarkeppninni eftir tvo fyrstu keppnisdagana. Björgvin byrjaði daginn í níunda sæti.
Í fjórði greininni var komið að ólympískum lyftingum því keppendur reyndu sig í jafnhendingu (Clean & Jerk). Hver keppandi fékk 30 sekúndur til að klára hverja jafnhendingu og gat hver keppandi ráðið þyngdinni sem hann reyndi við.
Björgvin Karl lyfti 160 kílóum í lokalyftu sinni en hann hafði áður lyft 150 kílóum í fyrstu tilraun og 156 kílóum í annarri tilraun.
Það var mikil spenna í riðli Björgvin og það reyndi mikið á okkar mann því hann þurfti alltaf að lyfta fyrstur í hverri umferð. Björgvin þurfti þar með að velja þyngdina á undan öllum hinum.
Sara Sigmundsdóttir vann þessa grein hjá konunum þegar hún lyfti mest 112 kílóum en með því komst hún upp í fyrsta sætið í heildarkeppninni.
Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 18. sæti í fjórðu greininni og er í 22. sæti samanlagt.
Katrín Tanja Davíðsdóttir varð að hætta við keppni á mótinu vegna bakmeiðsla.
Keppnin heldur síðan áfram á morgun og lýkur svo á laugardaginn.
Það má sjá útsendinguna frá keppninni í dag hér fyrir neðan.
