Þrjú snjóflóð fundin og væntanlega fleiri fallið Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. desember 2019 13:46 Snjóflóðin þrjú sem komið hafa í ljós í dag. Veðurstofa Íslands Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. „Snjóflóðin hafa fallið í veðrinu og uppgötvuðust í dag þegar fólk var að fara á ferðina. Snjóflóð féll úr Súðarvíkurhlíð á veginn þar og kom í ljós þegar hann var mokaður. Svo féll snjóflóð á hringveginn í Langadal og uppgötvaðist um hádegið þegar björgunarsveitarfólk kom að því,“ segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands. Hvorugt flóðanna hafi ógnað byggð. Meðalstór flóð „Þetta eru einu flóðin í veðrinu sem við höfum fengið fregnir af. En við reiknum fastlega með því að fleiri snjóflóð hafi fallið. En það eru fáir á ferli og skyggni hefur verið slæmt. Þegar vegir verða opnaðir og rofar til reiknum við með að sjá töluvert fleiri snjóflóð.“ Svo sé þriðja flóðið skráð sem lítil spýja á Patreksfirði. Það féll í upphafi veðursins. „Þetta eru meðalstór flóð, svona 30-50 metra breið. Eins metra þykk á vegi.“ Flóðin hafi ekki haft áhrif. Óvissustig vegna snjóflóðahættu „Súðurvíkurhlíðin var lokuð vegna veðurs og snjóflóðahættu. Og vegurinn í Langadal var lokaður vegna veðurs eins og flestir vegir á Norðurlandi,“ segir Magni Hreinn. „Það er óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi og það verður áfram í gangi meðan veðrið er að ganga niður. Við höfum verið að fylgjast með aðstæðum í dreifbýlum sérstaklega. Dreifbýlið á Tröllaskaga er það sem við erum að horfa á og svo austan Eyjafjalla.“ Magni Hreinn minnir á að það hafi ekki verið neitt ferðaveður svo fólk ætti ekki að vera á ferð í fjallendi eða undir svona snjóflóðafarvegum. „Ég held að það sé enginn að því.“ Ísafjarðarbær Óveður 10. og 11. desember 2019 Súðavíkurhreppur Veður Vesturbyggð Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir að minnsta kosti þrjú snjóflóð hafa fallið undanfarin sólarhring. Líkur séu á því að þau séu fleiri en eigi eftir að koma í ljós þegar vegir verði opnaðir og rofar til. „Snjóflóðin hafa fallið í veðrinu og uppgötvuðust í dag þegar fólk var að fara á ferðina. Snjóflóð féll úr Súðarvíkurhlíð á veginn þar og kom í ljós þegar hann var mokaður. Svo féll snjóflóð á hringveginn í Langadal og uppgötvaðist um hádegið þegar björgunarsveitarfólk kom að því,“ segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands. Hvorugt flóðanna hafi ógnað byggð. Meðalstór flóð „Þetta eru einu flóðin í veðrinu sem við höfum fengið fregnir af. En við reiknum fastlega með því að fleiri snjóflóð hafi fallið. En það eru fáir á ferli og skyggni hefur verið slæmt. Þegar vegir verða opnaðir og rofar til reiknum við með að sjá töluvert fleiri snjóflóð.“ Svo sé þriðja flóðið skráð sem lítil spýja á Patreksfirði. Það féll í upphafi veðursins. „Þetta eru meðalstór flóð, svona 30-50 metra breið. Eins metra þykk á vegi.“ Flóðin hafi ekki haft áhrif. Óvissustig vegna snjóflóðahættu „Súðurvíkurhlíðin var lokuð vegna veðurs og snjóflóðahættu. Og vegurinn í Langadal var lokaður vegna veðurs eins og flestir vegir á Norðurlandi,“ segir Magni Hreinn. „Það er óvissustig í gildi vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi og það verður áfram í gangi meðan veðrið er að ganga niður. Við höfum verið að fylgjast með aðstæðum í dreifbýlum sérstaklega. Dreifbýlið á Tröllaskaga er það sem við erum að horfa á og svo austan Eyjafjalla.“ Magni Hreinn minnir á að það hafi ekki verið neitt ferðaveður svo fólk ætti ekki að vera á ferð í fjallendi eða undir svona snjóflóðafarvegum. „Ég held að það sé enginn að því.“
Ísafjarðarbær Óveður 10. og 11. desember 2019 Súðavíkurhreppur Veður Vesturbyggð Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira