Eyjamenn muna margir hverjir vart eftir verra óveðri en því sem gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og nótt.
Meðal vindhraði í Vestmannaeyjum náði 40 metrum á sekúndu í gærkvöldi og hviður yfir fimmtíu metra á sekúndu. Var það mun meira en veðurfræðingar höfðu spáð fyrir um að sögn lögreglu.
Hjónin Hlíf Helga Káradóttir og Kjartan Sigurðsson fóru ekki varhluta af því. Þau búa á Hásteinsveigi í Vestmannaeyjum. Þegar þau fóru út í morgun sáu þau að þakið á tvöföldum bílskúr við hús þeirra hafði fokið af í heilu lagi.
„Þetta hefur gerst einhvern tímann í nótt. Það voru svo mikil læti í veðrinu að við urðum ekki vör við þetta,“ segir Hlíf í samtali við Vísi en þakið fór ekki langt, það liggur nú á bak við skúrinn.
Ljóst er að um mikið eignatjón er að ræða en Hlíf býst við því að bílskúrinn verði jafnaður við jörðu.
Þakið rifnaði í heilu lagi af bílskúrnum

Tengdar fréttir

Bílskúrsþak af í heilu lagi og ruslatunnur á flugi í Eyjum
Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sinnt hátt í hundrað útköllum óveðrinu sem gengið hefur yfir landið frá því í gær.

Eitt versta veður sem Eyjamenn muna eftir
Björgunarfélag Vestmannaeyja og lögregla sinntu á annað hundrað útköllum vegna veðursins sem gengur yfir landið. Í Vestmannaeyjum byrjaði að hvessa verulega um kvöldmatarleytið og klukkan 19 var stöðugur vindur kominn í 40 m/s og 52 m/s í hviðum af norðvestri.

Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum nánast fokin af
Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins.