Frekari vaxtalækkun komi til greina ef á þarf að halda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2019 11:36 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum frá síðustu vaxtaákvörðun. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki en seðlabankastjóri segir til greina koma að lækka vexti frekar ef á þarf að halda. Þetta er í fyrsta sinn síðan að Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í ágúst sem vextir eru ekki lækkaðir. Samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar sem hann kynnti í morgun haldast meginvextir bankans óbreyttir og verða áfram 3%.Sjá einnig: Stýrivextir haldast óbreyttir „Við erum náttúrlega þegar búnir að lækka vexti, þeir hafa verið teknir niður um 1,5% á þessu ári sem er töluvert mikil lækkun. Þeir standa núna í 3% sem er í rauninni sögulega lágir vextir og við viljum í rauninni bara láta reyna á það hvort við getum ekki örvað hagkerfið með þessu vaxtastigi,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Hann segir vaxtalækkanirnar á þessu ári þegar hafa skilað sér til fólksins í landinu. „Við höfum séð það að vextir bæði til heimila og fyrirtækja hafa verið að lækka, mismikið að vísu, þeir hafa verið að skila sér betur til heimila heldur en fyrirtækja,“ segir Ásgeir. Spurður um horfur næsta árs og hvort til greina komi að lækka vexti enn frekar segir hann svo vera, ef þannig háttar til. „Við náttúrlega bregðumst við eftir því hvernig efnahagslífið þróast og ef við erum að fara að sjá samdrátt á næsta ári eða hagkerfið sé ekki að taka við sér aftur þá náttúrlega munum við bregðast við. Við erum með vexti núna sem eru í kringum 3% og það er gott að geta lækkað meira og geta brugðist við í stað þess að ætla að vera að taka þá niður strax.“ Í fjárlögum næsta árs er í fyrsta sinn í sjö ár er gert ráð fyrir halla. Hvernig blasir sú hagstjórn við seðlabankastjóra? „Það náttúrlega er verið að örva hagkerfið sem í sjálfu sér er ekki að öllu leyti slæmt á þessum tímapunkti. Örvunin fer að miklu leyti í gegnum heimilin, það er verið að lækka skatta og hækka bætur þannig að við erum að sjá ráðstöfunartekjur aukast,“ segir Ásgeir. „Það mun hafa þau áhrif að örva hagkerfið, örva einkaneyslu og að einhverju leyti umsvif í landinu á næstu tveimur þremur árum og það náttúrleg hefur klárlega áhrif á okkur. Við þá þurfum ekki að lækka stýrivexti eins mikið til þess að örva hagkerfið fyrst að ríkið er að koma líka með.“ Fjárlagafrumvarp 2020 Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 3%. 11. desember 2019 08:55 Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. 11. desember 2019 09:30 Mest lesið „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum frá síðustu vaxtaákvörðun. Meginvextir bankans eru í sögulegu lágmarki en seðlabankastjóri segir til greina koma að lækka vexti frekar ef á þarf að halda. Þetta er í fyrsta sinn síðan að Ásgeir Jónsson tók við stöðu seðlabankastjóra í ágúst sem vextir eru ekki lækkaðir. Samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar sem hann kynnti í morgun haldast meginvextir bankans óbreyttir og verða áfram 3%.Sjá einnig: Stýrivextir haldast óbreyttir „Við erum náttúrlega þegar búnir að lækka vexti, þeir hafa verið teknir niður um 1,5% á þessu ári sem er töluvert mikil lækkun. Þeir standa núna í 3% sem er í rauninni sögulega lágir vextir og við viljum í rauninni bara láta reyna á það hvort við getum ekki örvað hagkerfið með þessu vaxtastigi,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Hann segir vaxtalækkanirnar á þessu ári þegar hafa skilað sér til fólksins í landinu. „Við höfum séð það að vextir bæði til heimila og fyrirtækja hafa verið að lækka, mismikið að vísu, þeir hafa verið að skila sér betur til heimila heldur en fyrirtækja,“ segir Ásgeir. Spurður um horfur næsta árs og hvort til greina komi að lækka vexti enn frekar segir hann svo vera, ef þannig háttar til. „Við náttúrlega bregðumst við eftir því hvernig efnahagslífið þróast og ef við erum að fara að sjá samdrátt á næsta ári eða hagkerfið sé ekki að taka við sér aftur þá náttúrlega munum við bregðast við. Við erum með vexti núna sem eru í kringum 3% og það er gott að geta lækkað meira og geta brugðist við í stað þess að ætla að vera að taka þá niður strax.“ Í fjárlögum næsta árs er í fyrsta sinn í sjö ár er gert ráð fyrir halla. Hvernig blasir sú hagstjórn við seðlabankastjóra? „Það náttúrlega er verið að örva hagkerfið sem í sjálfu sér er ekki að öllu leyti slæmt á þessum tímapunkti. Örvunin fer að miklu leyti í gegnum heimilin, það er verið að lækka skatta og hækka bætur þannig að við erum að sjá ráðstöfunartekjur aukast,“ segir Ásgeir. „Það mun hafa þau áhrif að örva hagkerfið, örva einkaneyslu og að einhverju leyti umsvif í landinu á næstu tveimur þremur árum og það náttúrleg hefur klárlega áhrif á okkur. Við þá þurfum ekki að lækka stýrivexti eins mikið til þess að örva hagkerfið fyrst að ríkið er að koma líka með.“
Fjárlagafrumvarp 2020 Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 3%. 11. desember 2019 08:55 Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. 11. desember 2019 09:30 Mest lesið „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira
Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 3%. 11. desember 2019 08:55
Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. 11. desember 2019 09:30