Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun.
Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag.
Vefmyndavélar eru víða um land þar sem sjá má stöðu mála hvað veðrið varðar. Bæði á höfuðborgarsvæðinu og víðs vegar um landið.
Advania er með vefmyndavél á Sæbraut en til stendur að loka fyrir umferð um götuna klukkan 15 vegna veðurs.
Snerpa er með vefmyndavél við Sundahöfn á Ísafirði. Fleiri vefmyndavélar frá Snerpu má sjá hér.
Vefverslunin Geisli býður upp á vefmyndavél frá höfninni í Vestmannaeyjum.
Fyrirtækið Shipbrokers Ltd er með vefmyndavél á skrifstofu sinni við Reykjavíkurhöfn.
Hægt er að fylgjast með Sundahöfn í streymi frá skrifstofum auglýsingastofunnar Sahara við Vatnagarða. Esjan blasir venjulega við en í dag hefur lítið sést til hennar.
Hér má svo sjá vefmyndavélar á þaki Orkuveitu Reykjavíkur.
Óveðrið séð frá skrifstofum SAHARA
Posted by Sahara on Tuesday, December 10, 2019
Að neðan má sjá lægðina í kringum landið eins og hún birtist á vefsíðunni Windy.
Fjölmargar vefmyndavélar má finna á heimasíðu Veðurstofunnar.
Þá er Vegagerðin með vefmyndavélar um allt land.
Hér má finna vefmyndavélar á Hornafirði.