Seinni bylgjan: „Ég held að hvorugt liðið hafi skilið upp né niður í þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2019 11:00 Jónatan Þór Magnússon og Stefán Rúnar Árnason þjálfarar KA-liðsins ræða málin við Patrek Stefánsson. Vísir/Bára KA-menn fóru tómhentir frá Ásvöllum um helgina eftir sex marka tap. Dómarar leiksins fengu mikla athygli frá þjálfurum beggja liða eftir leik en sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki á sama máli og ósáttir þjálfarar. Jónatan Þór Magnússon, annar þjálfara KA-liðsins, virtist hreinlega vera furðu lostinn í viðtali eftir leikinn en Seinni bylgjan fór yfir dómgæsluna í þætti sínum í gær. „Ég man bara ekki eftir öðrum eins leik. Annaðhvort var dómgæslan hræðileg eins og ég upplifði það á báða boga. Eða að leikmennirnir voru algjörir aular að geta ekki aðlagast línunni,“ sagði Jónatan Þór Magnússon sem þjálfar KA-liðið með Stefáni Árnasyni. Jónatan var þó ekki bara tapsár þjálfari ef marka má viðtalið við þjálfara sigurliðsins. „Línan hjá dómurunum í kvöld var langt frá því sem hún hefur verið í öðrum leikjum hjá okkur í vetur. Ekki bara í vetur því ég gæti örugglega tekið síðustu tímabil líka. Þetta var langt frá því sem við erum vanir. Við töluðum um það í hálfleik að reyna aðlagast þessu og ég hélt svona í byrjun að við hefðum náð því en við náðum aldrei að skilja þetta. Ég held að hvorugt liðið hafi skilið upp né niður í þessu,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, sagði að það væri langt um liðið síðan að hann hafi séð viðtöl við þjálfara beggja liða þar sem hefur verið svona rosalega mikið að tuða yfir dómurum. Seinni bylgjan fór því yfir þessi umdeildu atvik og þessa dóma þar sem enginn skildi neitt. Það má sjá þá samantekt hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Dómarnir þar sem enginn skildi neitt Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
KA-menn fóru tómhentir frá Ásvöllum um helgina eftir sex marka tap. Dómarar leiksins fengu mikla athygli frá þjálfurum beggja liða eftir leik en sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru ekki á sama máli og ósáttir þjálfarar. Jónatan Þór Magnússon, annar þjálfara KA-liðsins, virtist hreinlega vera furðu lostinn í viðtali eftir leikinn en Seinni bylgjan fór yfir dómgæsluna í þætti sínum í gær. „Ég man bara ekki eftir öðrum eins leik. Annaðhvort var dómgæslan hræðileg eins og ég upplifði það á báða boga. Eða að leikmennirnir voru algjörir aular að geta ekki aðlagast línunni,“ sagði Jónatan Þór Magnússon sem þjálfar KA-liðið með Stefáni Árnasyni. Jónatan var þó ekki bara tapsár þjálfari ef marka má viðtalið við þjálfara sigurliðsins. „Línan hjá dómurunum í kvöld var langt frá því sem hún hefur verið í öðrum leikjum hjá okkur í vetur. Ekki bara í vetur því ég gæti örugglega tekið síðustu tímabil líka. Þetta var langt frá því sem við erum vanir. Við töluðum um það í hálfleik að reyna aðlagast þessu og ég hélt svona í byrjun að við hefðum náð því en við náðum aldrei að skilja þetta. Ég held að hvorugt liðið hafi skilið upp né niður í þessu,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, sagði að það væri langt um liðið síðan að hann hafi séð viðtöl við þjálfara beggja liða þar sem hefur verið svona rosalega mikið að tuða yfir dómurum. Seinni bylgjan fór því yfir þessi umdeildu atvik og þessa dóma þar sem enginn skildi neitt. Það má sjá þá samantekt hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Dómarnir þar sem enginn skildi neitt
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira