Fleiri konur íhuga að kæra Kristján Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. desember 2019 18:41 Kristján Gunnar sést hér leiddur fyrir dómara í morgun. Vísir Fleiri konur íhuga að kæra Kristján Gunnar Valdimarsson lektor við Háskóla Íslands. Þrjár konur hafa þegar kært hann fyrir ofbeldi. Dómari tók sér frest til morguns til að taka ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum en lögregla lítur málið mjög alvarlegum augum. Í ljósi framkominnar gagnrýni mun nefnd um eftirlit með lögreglu taka aðgerðir lögreglu við handtöku Kristjáns Gunnars til skoðunar. Kristján var leiddur fyrir dómara um klukkan eitt í dag og lögregla fór fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir honum. Hann er grunaður um gróf kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa svipt þær frelsi sínu. Maður kom að fréttamanni og tökumanni eftir að Kristján var kominn inn í dómshúsið og reyndi að koma í veg fyrir að myndir næðust af Kristjáni. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann bróðir Kristjáns. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Kristjáni þar sem áhyggjur eru uppi um áframhaldandi brotastarfsemi. „Eðli málsins skamkvæmt er verið að rannsaka mjög alvarleg brot. Við erum að tala um kynferðisbrot, líkamsárásir og frelsissviptingar og síðan eru líka fíkniefnabrot sem koma þarna inn í,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar.Vísir/baldur Dómarinn við héraðsdóm í dag tók sér frest til hádegis á morgun til að taka afstöðu til kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi varðhald. Lögreglan þurfti því að sleppa Kristjáni og handtaka hann aftur. Hann er núna í fangaklefa lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu þar sem lögreglan má halda honum í sólarhring. „Dómari telur sig þurfa lengri tíma til að meta það hvernig sé brugðist við þessari kröfu,“ segir Karl Steinar. Málið hefur vakið mikla athygli en Kristján er lektor við Háskóla Íslands og einn helsti skattasérfræðingur landsins. Kristján var fyrst handtekinn á heimili sínu að Aragötu í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt aðfangadags grunaður um kynferðisbrot og að hafa svipt 24 ára gamla konu frelsi sínu. Faðir stúlkunnar hefur gagnrýnt lögreglu fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við en hann hafði óskað eftir aðstoð lögreglu við að ná dóttur sinni af heimili Kristjáns daginn áður, eða þann 22. desember, eftir að hann frétti af dóttur sinni á heimilinu. Vitað hafi verið að mikið af fíkniefnum væri í húsinu en lögreglumennirnir hafi ekkert viljað gera. Lögreglumennirnir báru búkmyndavélar og hefur lögregla farið yfir aðgerðirnar. „Við sjáum ekki neina þætti þar sem hefðu átt að vera með öðrum hætti. Þessi gögn eru hins vegar öll til og við gerum ráð fyrir því að nefnd sem hefur eftirlit með lögreglu fari yfir þau,“ segir Karl Steinar. Frá vettvangi við heimili Kristjáns aðfaranótt aðfangadags.Vísir Faðirinn kallaði svo aftur á lögreglu á Þorláksmessukvöld en á svipuðum tíma og lögregla mætti á vettvang kom dóttir hans út úr íbúð Kristjáns í annarlegu ástandi og var flutt á sjúkrahús. Kristján var handtekinn en honum svo sleppt að lokinni skýrslutöku. „Á þeim tíma er það mat okkar byggt á meðalhófsreglunni að það sé ekki tilefni til frekari aðgerða,“ segir Karl Steinar en Kristján var handtekinn á ný á jólanótt grunaður um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum eftir að honum var sleppt út haldi kvöldið áður. Hann var þá úrskurðaður í gæsluvarðhald.Sjá einnig: Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um mál lektors Tveir réttargæslumenn hafa gagnrýnt lögreglu harðlega fyrir að hafa látið Kristján lausan. Voru engin mistök að sleppa honum að þínu mati?„Það voru ekki á þeim tímapunkti en það er allt öðruvísi þegar við setjum það í samhengi við það sem er í dag. Þarna er kona á þrítugsaldri sem er flutt á sjúkrahús, þarna eru neysluskammtar af fíkniefnum þetta er ekki eitthvað sem við krefjumst gæsluvarðhalds fyrir,“ segir Karl Steinar. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga fleiri konur að kæra Kristján fyrir brot gegn sér. Karl Steinar segir að fleiri kærur hafi ekki borist lögreglu. „Það kæmi okkur ekki á óvart að það kæmu fleiri kærur.“ Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um mál lektors Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kemur ekki til með að tjá sig um rannsókn lögreglu eða gagnrýni á starfshætti lögreglu í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lektors, sem sakaður er um líkamsárás, kynferðisbrot og frelsisskerðingu gegn þremur konum. 29. desember 2019 18:45 Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04 Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 29. desember 2019 13:13 Reyndi að koma í veg fyrir myndatöku fyrir utan dómsalinn Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor við Háskóla Íslands sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa frelsissvipt þær, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 29. desember 2019 14:36 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sjá meira
Fleiri konur íhuga að kæra Kristján Gunnar Valdimarsson lektor við Háskóla Íslands. Þrjár konur hafa þegar kært hann fyrir ofbeldi. Dómari tók sér frest til morguns til að taka ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum en lögregla lítur málið mjög alvarlegum augum. Í ljósi framkominnar gagnrýni mun nefnd um eftirlit með lögreglu taka aðgerðir lögreglu við handtöku Kristjáns Gunnars til skoðunar. Kristján var leiddur fyrir dómara um klukkan eitt í dag og lögregla fór fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir honum. Hann er grunaður um gróf kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa svipt þær frelsi sínu. Maður kom að fréttamanni og tökumanni eftir að Kristján var kominn inn í dómshúsið og reyndi að koma í veg fyrir að myndir næðust af Kristjáni. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann bróðir Kristjáns. Lögregla fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Kristjáni þar sem áhyggjur eru uppi um áframhaldandi brotastarfsemi. „Eðli málsins skamkvæmt er verið að rannsaka mjög alvarleg brot. Við erum að tala um kynferðisbrot, líkamsárásir og frelsissviptingar og síðan eru líka fíkniefnabrot sem koma þarna inn í,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið sé litið mjög alvarlegum augum. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar.Vísir/baldur Dómarinn við héraðsdóm í dag tók sér frest til hádegis á morgun til að taka afstöðu til kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi varðhald. Lögreglan þurfti því að sleppa Kristjáni og handtaka hann aftur. Hann er núna í fangaklefa lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu þar sem lögreglan má halda honum í sólarhring. „Dómari telur sig þurfa lengri tíma til að meta það hvernig sé brugðist við þessari kröfu,“ segir Karl Steinar. Málið hefur vakið mikla athygli en Kristján er lektor við Háskóla Íslands og einn helsti skattasérfræðingur landsins. Kristján var fyrst handtekinn á heimili sínu að Aragötu í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt aðfangadags grunaður um kynferðisbrot og að hafa svipt 24 ára gamla konu frelsi sínu. Faðir stúlkunnar hefur gagnrýnt lögreglu fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við en hann hafði óskað eftir aðstoð lögreglu við að ná dóttur sinni af heimili Kristjáns daginn áður, eða þann 22. desember, eftir að hann frétti af dóttur sinni á heimilinu. Vitað hafi verið að mikið af fíkniefnum væri í húsinu en lögreglumennirnir hafi ekkert viljað gera. Lögreglumennirnir báru búkmyndavélar og hefur lögregla farið yfir aðgerðirnar. „Við sjáum ekki neina þætti þar sem hefðu átt að vera með öðrum hætti. Þessi gögn eru hins vegar öll til og við gerum ráð fyrir því að nefnd sem hefur eftirlit með lögreglu fari yfir þau,“ segir Karl Steinar. Frá vettvangi við heimili Kristjáns aðfaranótt aðfangadags.Vísir Faðirinn kallaði svo aftur á lögreglu á Þorláksmessukvöld en á svipuðum tíma og lögregla mætti á vettvang kom dóttir hans út úr íbúð Kristjáns í annarlegu ástandi og var flutt á sjúkrahús. Kristján var handtekinn en honum svo sleppt að lokinni skýrslutöku. „Á þeim tíma er það mat okkar byggt á meðalhófsreglunni að það sé ekki tilefni til frekari aðgerða,“ segir Karl Steinar en Kristján var handtekinn á ný á jólanótt grunaður um að hafa brotið gegn tveimur öðrum konum eftir að honum var sleppt út haldi kvöldið áður. Hann var þá úrskurðaður í gæsluvarðhald.Sjá einnig: Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um mál lektors Tveir réttargæslumenn hafa gagnrýnt lögreglu harðlega fyrir að hafa látið Kristján lausan. Voru engin mistök að sleppa honum að þínu mati?„Það voru ekki á þeim tímapunkti en það er allt öðruvísi þegar við setjum það í samhengi við það sem er í dag. Þarna er kona á þrítugsaldri sem er flutt á sjúkrahús, þarna eru neysluskammtar af fíkniefnum þetta er ekki eitthvað sem við krefjumst gæsluvarðhalds fyrir,“ segir Karl Steinar. Samkvæmt heimildum fréttastofu íhuga fleiri konur að kæra Kristján fyrir brot gegn sér. Karl Steinar segir að fleiri kærur hafi ekki borist lögreglu. „Það kæmi okkur ekki á óvart að það kæmu fleiri kærur.“
Kynferðisofbeldi Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um mál lektors Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kemur ekki til með að tjá sig um rannsókn lögreglu eða gagnrýni á starfshætti lögreglu í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lektors, sem sakaður er um líkamsárás, kynferðisbrot og frelsisskerðingu gegn þremur konum. 29. desember 2019 18:45 Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04 Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 29. desember 2019 13:13 Reyndi að koma í veg fyrir myndatöku fyrir utan dómsalinn Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor við Háskóla Íslands sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa frelsissvipt þær, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 29. desember 2019 14:36 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um mál lektors Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kemur ekki til með að tjá sig um rannsókn lögreglu eða gagnrýni á starfshætti lögreglu í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lektors, sem sakaður er um líkamsárás, kynferðisbrot og frelsisskerðingu gegn þremur konum. 29. desember 2019 18:45
Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04
Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 29. desember 2019 13:13
Reyndi að koma í veg fyrir myndatöku fyrir utan dómsalinn Kristján Gunnar Valdimarsson, lögmaður og lektor við Háskóla Íslands sem grunaður er um kynferðisbrot gegn þremur konum og um að hafa frelsissvipt þær, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. 29. desember 2019 14:36