Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2019 10:36 Flugeldarnir í Sydney hafa fangað augu margra síðustu ár vegna glæsileika. ap/Rick Rycroft Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Þá tilkynnti Morrison að yfirvöld myndu auka fjárhagsstuðning við einhverja slökkviliðsmenn sem eru í sjálfboðavinnu í Nýju Suður Wales en þar hafa eldarnir verið verstir. „Á hverju ári beinast augu heimsins til Sydney og þau sjá þrótt okkar, ástríðu og hagsæld,“ sagði hann. „Á meðan við tökumst á við þessa erfiðleika tel ég ekki vera til betri tíma til að sýna heiminu hvað við erum jákvæð.“ Borgarráð Sydney samþykkti flugeldasýninguna en slökkviliðsyfirvöld báðu um að hætt yrði við sýninguna ef gróðureldarnir yrðu enn alvarlegri. Fjárhagsstuðningur við sjálfboðaliða Fjárhagsstuðningnum sem Morrison tilkynnti um er ætla að aðstoða sjálfboðaliða sem eru sjálfstætt starfandi eða vinna í litlum fyrirtækjum. Þá eiga þeir sem berjast við eldana í tíu daga eða meira að fá þrjú hundruð ástralska dollara á dag, sem samsvarar rúmum tuttugu og fimm þúsund krónum og allt að sex þúsund Ástralíudölum í heildina, um 510 þúsund íslenskar krónur. Stjórnarandstaðan hefur beitt Morrison og ríkisstjórn hans miklum þrýstingi til að greiða sjálfboðaliðum fyrir vinnu sína og að sjálfboðaliðar sem vinna í opinbera geiranum muni fá greidd laun á meðan þeir taka sér frídaga til að berjast við eldana. Eldarnir hafa orðið níu að bana.AP/INGLESIDE RURAL FIRE BRIGADE „Líf fólks er í lamasessi, fólk hefur verið lengi frá vinnu,“ sagði Sean Warren, sjálfboðaliði í slökkviliði til sjö ára. „Margir hafa notað alla sína frídaga og margir sakna fjölskyldna sinna… margir hafa sleppt að verja jólunum með fjölskyldum sínum. Fólk hefur fært miklar fórnir vegna þessa.“ Eldarnir hafa einnig geisað í Queensland, Victoria, Vestur Ástralíu og Suður Ástralíu. Nýja Suður Wales, sem er fjölmennasta fylki Ástralíu, hefur orðið verst úti í gróðureldunum sem hafa orðið níu að bana og brennt meira en þúsund heimili til kaldra kola. Gert er ráð fyrir að hitinn í austurhluta landsins muni verði mikill þar til á nýju ári. Á sunnudag varð allt að 41°C hiti í Sydney síðasta sunnudag en náði hámarki á þriðjudag í 44°C. Eldhætta er mjög mikil í Sydney og norðurhluta Nýju Suður Wales eins og er. Ástralía Flugeldar Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Þá tilkynnti Morrison að yfirvöld myndu auka fjárhagsstuðning við einhverja slökkviliðsmenn sem eru í sjálfboðavinnu í Nýju Suður Wales en þar hafa eldarnir verið verstir. „Á hverju ári beinast augu heimsins til Sydney og þau sjá þrótt okkar, ástríðu og hagsæld,“ sagði hann. „Á meðan við tökumst á við þessa erfiðleika tel ég ekki vera til betri tíma til að sýna heiminu hvað við erum jákvæð.“ Borgarráð Sydney samþykkti flugeldasýninguna en slökkviliðsyfirvöld báðu um að hætt yrði við sýninguna ef gróðureldarnir yrðu enn alvarlegri. Fjárhagsstuðningur við sjálfboðaliða Fjárhagsstuðningnum sem Morrison tilkynnti um er ætla að aðstoða sjálfboðaliða sem eru sjálfstætt starfandi eða vinna í litlum fyrirtækjum. Þá eiga þeir sem berjast við eldana í tíu daga eða meira að fá þrjú hundruð ástralska dollara á dag, sem samsvarar rúmum tuttugu og fimm þúsund krónum og allt að sex þúsund Ástralíudölum í heildina, um 510 þúsund íslenskar krónur. Stjórnarandstaðan hefur beitt Morrison og ríkisstjórn hans miklum þrýstingi til að greiða sjálfboðaliðum fyrir vinnu sína og að sjálfboðaliðar sem vinna í opinbera geiranum muni fá greidd laun á meðan þeir taka sér frídaga til að berjast við eldana. Eldarnir hafa orðið níu að bana.AP/INGLESIDE RURAL FIRE BRIGADE „Líf fólks er í lamasessi, fólk hefur verið lengi frá vinnu,“ sagði Sean Warren, sjálfboðaliði í slökkviliði til sjö ára. „Margir hafa notað alla sína frídaga og margir sakna fjölskyldna sinna… margir hafa sleppt að verja jólunum með fjölskyldum sínum. Fólk hefur fært miklar fórnir vegna þessa.“ Eldarnir hafa einnig geisað í Queensland, Victoria, Vestur Ástralíu og Suður Ástralíu. Nýja Suður Wales, sem er fjölmennasta fylki Ástralíu, hefur orðið verst úti í gróðureldunum sem hafa orðið níu að bana og brennt meira en þúsund heimili til kaldra kola. Gert er ráð fyrir að hitinn í austurhluta landsins muni verði mikill þar til á nýju ári. Á sunnudag varð allt að 41°C hiti í Sydney síðasta sunnudag en náði hámarki á þriðjudag í 44°C. Eldhætta er mjög mikil í Sydney og norðurhluta Nýju Suður Wales eins og er.
Ástralía Flugeldar Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Búa sig undir enn eina hitabylgjuna Undanfarnar vikur hafa kjarr- og skógareldar haft gríðarlega eyðileggingu í för með sér. 27. desember 2019 07:25
Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46
Eins og heimsendir í bíómynd Gríðarleg hitabylgja og gróðureldar geisa nú Ástralíu en stærsti eldurinn logar vestur af Sydney. 27. desember 2019 09:07