Líkur á að öflugustu flugeldarnir hverfi í skýjabreiðu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. desember 2019 13:00 Rigningarsudda er spáð á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld að sögn veðurfræðings. VÍSIR/VILHELM Rigningarsudda er spáð á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld að sögn veðurfræðings. Þá verður lágskýjað svo útlit er fyrir að öflugustu flugeldarnir fari upp fyrir ský og springi þar. Vindurinn verði þó hæfilegur til að blása svifryki í burtu. Teitur Arason, veðurfræðingur, segir að útlit sé fyrir að það verði frostlaust á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld. Búast megi við rigningu víðast hvar á sunnan og vestanverðu landinu. „Það gæti verið nokkuð lág skýjahæðin í þessum rigningarsudda sem er útlit fyrir að verði. Óvissan í spánni er helst fólgin i því hversu mikill vindstyrkurinn verður en líklegustu spár gera ráð fyrir því að hann ætti ekki að verða til trafala,“ segir Teitur. Nýjustu spár geri ráð fyrir 5 metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu. „En vindurinn ekki óþægilegur en samt nægur til að blása svifryki í burtu,“ segir Teitur. „Þrjú síðustu áramót hefur veðrið á höfuðborgarsvæðinu verið bæði frost og logn og það er þægilegt veður til að vera í úti en það er versta veðrið fyrir svifryk,“ segir Teitur og bætir við að í ár sé veðrið betra fyrir svifryk. „Vindurinn er hæfilegur, nógur til að loftræsta en ekkert til trafala. Það er hins vegar þessi rigningarsuddi og lág skýjahæð sem er leiðinlegasta við veðrið að þessu sinni,“ segir Teitur. Útsýni yfir flugelda í borginni verði því ekkert sérstakt. „Það gæti orðið þannig að öflugustu flugeldarnir fari hreinlega upp í ský og springi þar,“ segir Teitur. Veðrið verði talsvert betra á Norður og Austurlandi. „Þar verður ekki úrkoma og mun hærra undir skýin. Það ætti að vera betra útsýni þar,“ segir Teitur. Áramót Flugeldar Veður Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Rigningarsudda er spáð á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld að sögn veðurfræðings. Þá verður lágskýjað svo útlit er fyrir að öflugustu flugeldarnir fari upp fyrir ský og springi þar. Vindurinn verði þó hæfilegur til að blása svifryki í burtu. Teitur Arason, veðurfræðingur, segir að útlit sé fyrir að það verði frostlaust á höfuðborgarsvæðinu á gamlárskvöld. Búast megi við rigningu víðast hvar á sunnan og vestanverðu landinu. „Það gæti verið nokkuð lág skýjahæðin í þessum rigningarsudda sem er útlit fyrir að verði. Óvissan í spánni er helst fólgin i því hversu mikill vindstyrkurinn verður en líklegustu spár gera ráð fyrir því að hann ætti ekki að verða til trafala,“ segir Teitur. Nýjustu spár geri ráð fyrir 5 metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu. „En vindurinn ekki óþægilegur en samt nægur til að blása svifryki í burtu,“ segir Teitur. „Þrjú síðustu áramót hefur veðrið á höfuðborgarsvæðinu verið bæði frost og logn og það er þægilegt veður til að vera í úti en það er versta veðrið fyrir svifryk,“ segir Teitur og bætir við að í ár sé veðrið betra fyrir svifryk. „Vindurinn er hæfilegur, nógur til að loftræsta en ekkert til trafala. Það er hins vegar þessi rigningarsuddi og lág skýjahæð sem er leiðinlegasta við veðrið að þessu sinni,“ segir Teitur. Útsýni yfir flugelda í borginni verði því ekkert sérstakt. „Það gæti orðið þannig að öflugustu flugeldarnir fari hreinlega upp í ský og springi þar,“ segir Teitur. Veðrið verði talsvert betra á Norður og Austurlandi. „Þar verður ekki úrkoma og mun hærra undir skýin. Það ætti að vera betra útsýni þar,“ segir Teitur.
Áramót Flugeldar Veður Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira