Hluthafar krefja Danske bank um milljarða vegna peningaþvættisins Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 13:32 Stófellt peningaþvætti fór fram í gegnum útibú Danske bank í Tallin. Vísir/EPA Hópur fagfjárfesta hefur stefnt Danske bank vegna tjóns sem þeir telja sig hafa orðið í tengslum við stórfellt peningaþvætti sem bankinn er sakaður um að hafa staðið fyrir. Fjárfestarnir krefja bankann um einn og hálfan milljarð danskra króna, jafnvirði um 27,3 milljarða íslenskra króna. Danska lögfræðistofan Nemeth Sigetty segist koma fram fyrir hönd um sjötíu fjárfesta sem stefndu bankanum. Þeirra á meðal eru lífeyrissjóðir, tryggingafélög og fjárfestingarsjóðir sem starfa í sextán löndum, að sögn Berlingske. Krafan byggir á að fjárfestarnir hafi tapað stórfé þegar hlutabréf í Danske bank hríðféllu þegar upplýst var um peningaþvættið. Stjórnendur bankans hafi veitt hluthöfum misvísandi upplýsingar og leynt því að stór hluti hagnaðar hans hafi byggst á ólöglegu og áhættusömu peningaþvætti. Fleiri mál af þessu tagi hafa þegar verið höfðuð gegn bankanum. Talið er að um fimmtán hundruð milljarðar danskra króna hafi streymt í gegnum útibú Danske bank í Eistlandi á árunum 2007 til 2015. Þar hafi verið á ferðinni illa fengið fé frá löndum eins og Rússlandi, Moldóvu og Aserbaídsjan. Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. 25. september 2019 08:56 Deutsche bank tók fimm ár í að tilkynna grunsamlegar færslur Danske bank Færslurnar eru allt að fimm ára gamlar en þýski bankinn tilkynnti þær ekki til yfirvalda fyrr en í febrúar á þessu ári. 15. október 2019 12:06 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hópur fagfjárfesta hefur stefnt Danske bank vegna tjóns sem þeir telja sig hafa orðið í tengslum við stórfellt peningaþvætti sem bankinn er sakaður um að hafa staðið fyrir. Fjárfestarnir krefja bankann um einn og hálfan milljarð danskra króna, jafnvirði um 27,3 milljarða íslenskra króna. Danska lögfræðistofan Nemeth Sigetty segist koma fram fyrir hönd um sjötíu fjárfesta sem stefndu bankanum. Þeirra á meðal eru lífeyrissjóðir, tryggingafélög og fjárfestingarsjóðir sem starfa í sextán löndum, að sögn Berlingske. Krafan byggir á að fjárfestarnir hafi tapað stórfé þegar hlutabréf í Danske bank hríðféllu þegar upplýst var um peningaþvættið. Stjórnendur bankans hafi veitt hluthöfum misvísandi upplýsingar og leynt því að stór hluti hagnaðar hans hafi byggst á ólöglegu og áhættusömu peningaþvætti. Fleiri mál af þessu tagi hafa þegar verið höfðuð gegn bankanum. Talið er að um fimmtán hundruð milljarðar danskra króna hafi streymt í gegnum útibú Danske bank í Eistlandi á árunum 2007 til 2015. Þar hafi verið á ferðinni illa fengið fé frá löndum eins og Rússlandi, Moldóvu og Aserbaídsjan.
Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. 25. september 2019 08:56 Deutsche bank tók fimm ár í að tilkynna grunsamlegar færslur Danske bank Færslurnar eru allt að fimm ára gamlar en þýski bankinn tilkynnti þær ekki til yfirvalda fyrr en í febrúar á þessu ári. 15. október 2019 12:06 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. 25. september 2019 08:56
Deutsche bank tók fimm ár í að tilkynna grunsamlegar færslur Danske bank Færslurnar eru allt að fimm ára gamlar en þýski bankinn tilkynnti þær ekki til yfirvalda fyrr en í febrúar á þessu ári. 15. október 2019 12:06