Benjamin Netanyahu, forsætirsráðherra Ísraels, hefur lýst yfir sigri í formannskjöri sem fram fór í flokki hans, Líkúd-flokknum, í Ísrael í dag.
Samkvæmt umfjöllun Guardian benda útgönguspár til stórsigurs Netanyahu í formannsslagnum. Keppinautur hans þar var Gideon Saar.
Útgönguspár benda til þess að Netanyahu hafi hlotið um 70 prósent atkvæða flokksmanna, og unnið þannig stórsigur í formannskjörinu. Netanyahu hefur leitt flokkinn síðustu 14 ár.
Stuttu eftir að útgönguspár voru birtar lýsti Netanyahu yfir sigri, þegar hann tísti: „Risavaxinn sigur. Þakkir til meðlima Líkúd fyrir traustið, stuðninginn og ástina. Með Guðs vilja mun ég leiða flokkinn til stórsigurs í komandi kosningum.“
Kjörsókn var heldur dræm, en rétt undir 50 prósent þeirra sem greitt gátu atkvæði nýttu þann rétt.
Netanyahu hrósar sigri í formannskjöri

Tengdar fréttir

Skorað á Netanyahu í formannskosningum
Formannskosningar standa nú yfir hjá Likud flokknum í Ísrael en Gideon Saar er í framboði á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra og formanni flokksins.