Toyota Supra tekin til kostanna á Nürburgring Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. desember 2019 07:00 Toyota Supra árgerð 2020. Hraðskreiðari útgáfur eru væntanlegar með tíð og tíma. Vísir/Getty Christian Gebhardt frá Sport Auto tók nýja Toyota Supra til kostanna á hinni frægu Nürburgring braut í Þýskalandi. Afraksturinn má sjá í myndbandi í fréttinni. Toyota hóf formlega sölu á fimmtu kynslóðinni af Supra á þessu ári. Supra er framleidd í samstarfi við BMW og byggð á grunni frá þýska framleiðandanum. BMW framleiðir bíl sem heitir BMW Z4 sem er náskyldur Supra. Tíminn sem Gebhardt náði á Supra var 7 mínútur, 52 sekúndur og 17 hundruðustu úr sekúndu. Skemmst er frá því að segja að Supra skákaði, með naumindum BMW M" Competition sem fór hringinn á 7:52,36 í október í fyrra í höndum sama ökumanns. Fyrir rúmum mánuði síðan fór Gebhardt hringinn á 8:04, þá undir stýri á Volkswagen Golf GTI TCR. Það er því óhætt að segja að Supran standi undir því að vera sportbíll. Supra-n sem Gebhardt notaði er grunnútgáfan, ef undanskilin er fjögurra sílendera útgáfa í Japan. Toyta hefur þegar gefið út að ýmsar öflugri útfærslur af Supra verði fáanlegar. Tíminn sem tekur Supra að fara hringinn á Nürburgring ætti því að lækka umtalsvert á næstu árum. Bílar Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent
Christian Gebhardt frá Sport Auto tók nýja Toyota Supra til kostanna á hinni frægu Nürburgring braut í Þýskalandi. Afraksturinn má sjá í myndbandi í fréttinni. Toyota hóf formlega sölu á fimmtu kynslóðinni af Supra á þessu ári. Supra er framleidd í samstarfi við BMW og byggð á grunni frá þýska framleiðandanum. BMW framleiðir bíl sem heitir BMW Z4 sem er náskyldur Supra. Tíminn sem Gebhardt náði á Supra var 7 mínútur, 52 sekúndur og 17 hundruðustu úr sekúndu. Skemmst er frá því að segja að Supra skákaði, með naumindum BMW M" Competition sem fór hringinn á 7:52,36 í október í fyrra í höndum sama ökumanns. Fyrir rúmum mánuði síðan fór Gebhardt hringinn á 8:04, þá undir stýri á Volkswagen Golf GTI TCR. Það er því óhætt að segja að Supran standi undir því að vera sportbíll. Supra-n sem Gebhardt notaði er grunnútgáfan, ef undanskilin er fjögurra sílendera útgáfa í Japan. Toyta hefur þegar gefið út að ýmsar öflugri útfærslur af Supra verði fáanlegar. Tíminn sem tekur Supra að fara hringinn á Nürburgring ætti því að lækka umtalsvert á næstu árum.
Bílar Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent