Rússneskum stjórnarandstæðingi rænt af hernum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2019 10:25 Shaveddinov (f.m.) með Navalny (t.v.). instagram Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur gagnrýnt rússnesk yfirvöld harðlega vegna fangelsunar eins samflokksmanns hans í herstöð við norðurhafsstrendur í Rússlandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ruslan Shaveddinov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu á mánudag og flogið var með hann rúma tvö þúsund kílómetra norður á Novaya Zemlya eyjaklasann. Navalny, sem var fangelsaður í sumar fyrir að hafa hvatt til mótmæla, sakaði yfirvöld um að hafa rænt aðgerðasinnanum sem hann segir að hafi verið undanþeginn herþjónustu. Talsmaður hersins hefur hins vegar sakað Shaveddinov um að hafa svikist undan herþjónustu.Sjá einnig: Navalny sleppt úr haldiTólf mánaða herþjónusta er skyldug fyrir alla rússneska menn á aldrinum 18 til 27 ára en undanþágur eru veittar meðal annars vegna heilsu. Shaveddinov hefur unnið sem verkefnisstjóri hjá samtökum sem vinna gegn spillingu (FBK) sem Navalny stofnaði undanfarin misseri. Segir Shaveddinov hafa svikist undan herþjónustu Á mánudaginn var áfrýjun Shaveddinov um að sleppa undan herþjónustu vegna heilsu neitað hjá dómstólum í Moskvu. Sama kvöld var hann handtekinn í íbúð sinni og sími hans aftengdur samkvæmt rússneskum fjölmiðlum. Hvarf hans var tilkynnt af FBK. Samkvæmt Navalny fékk Shaveddinov lánaðan síma á miðvikudag og segir Navalny að hann hafi hringt í sig og sagt að honum væri haldið í herstöð 33. herdeildar flughersins sem er staðsett í Rogachovo á Novaya Zemlya. Þá hafi hann sagt að hann væri undir stöðugu eftirliti og að honum fylgdi hermaður hvert sem hann færi, þar á meðal á salernið. Sími Shaveddinov var tekinn af honum þrátt fyrir að hermenn mættu vera með síma svo lengi sem þeir væru ekki nettengdir. Þá væri Shaveddinov frjáls ferða sinna innan herstöðvarinnar en að 27 gráðu frost væri þar. Samkvæmt Navalny vinna lögmenn nú að því að frýja hann undan hernaðarskildu og segir Navalny að honum hafi verið rænt og honum sé haldið ólöglega. Þá sé Shaveddinov með sjúkdóm sem undanskilji hann frá herþjónustu. Maxim Loktev, herofursti í Moskvu, sagði í samtali við rússnesku fréttastofuna Itar-Tass að aðgerðasinninn hafi lengi vel svikist undan herþjónustu og hafi verið sóttur til þjónustu löglega. Þá bætti hann við að staðsetning hans hafi verið ákveðin í samræmi við læknisgreiningu. Fjölmiðlafulltrúi helsta stjórnarandstöðuleiðtogans Auk þess að vera verkefnisstjóri sér Shaveddinov um YouTube síðu Navalny. Hann starfaði einnig sem fjölmiðlafulltrúi fyrir Navalny þegar hann reyndi að bjóða sig fram til forseta í fyrra þegar Vladimir Putin var endurkjörinn. Navalny, einn helsti stjórnarandstöðuleiðtogi Rússlands hefur í meira en áratug unnið gegn spillingu í Rússlandi og er einn helsti gagnrýnandi stjórnar Putin. Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32 Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, hefur gagnrýnt rússnesk yfirvöld harðlega vegna fangelsunar eins samflokksmanns hans í herstöð við norðurhafsstrendur í Rússlandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ruslan Shaveddinov var handtekinn á heimili sínu í Moskvu á mánudag og flogið var með hann rúma tvö þúsund kílómetra norður á Novaya Zemlya eyjaklasann. Navalny, sem var fangelsaður í sumar fyrir að hafa hvatt til mótmæla, sakaði yfirvöld um að hafa rænt aðgerðasinnanum sem hann segir að hafi verið undanþeginn herþjónustu. Talsmaður hersins hefur hins vegar sakað Shaveddinov um að hafa svikist undan herþjónustu.Sjá einnig: Navalny sleppt úr haldiTólf mánaða herþjónusta er skyldug fyrir alla rússneska menn á aldrinum 18 til 27 ára en undanþágur eru veittar meðal annars vegna heilsu. Shaveddinov hefur unnið sem verkefnisstjóri hjá samtökum sem vinna gegn spillingu (FBK) sem Navalny stofnaði undanfarin misseri. Segir Shaveddinov hafa svikist undan herþjónustu Á mánudaginn var áfrýjun Shaveddinov um að sleppa undan herþjónustu vegna heilsu neitað hjá dómstólum í Moskvu. Sama kvöld var hann handtekinn í íbúð sinni og sími hans aftengdur samkvæmt rússneskum fjölmiðlum. Hvarf hans var tilkynnt af FBK. Samkvæmt Navalny fékk Shaveddinov lánaðan síma á miðvikudag og segir Navalny að hann hafi hringt í sig og sagt að honum væri haldið í herstöð 33. herdeildar flughersins sem er staðsett í Rogachovo á Novaya Zemlya. Þá hafi hann sagt að hann væri undir stöðugu eftirliti og að honum fylgdi hermaður hvert sem hann færi, þar á meðal á salernið. Sími Shaveddinov var tekinn af honum þrátt fyrir að hermenn mættu vera með síma svo lengi sem þeir væru ekki nettengdir. Þá væri Shaveddinov frjáls ferða sinna innan herstöðvarinnar en að 27 gráðu frost væri þar. Samkvæmt Navalny vinna lögmenn nú að því að frýja hann undan hernaðarskildu og segir Navalny að honum hafi verið rænt og honum sé haldið ólöglega. Þá sé Shaveddinov með sjúkdóm sem undanskilji hann frá herþjónustu. Maxim Loktev, herofursti í Moskvu, sagði í samtali við rússnesku fréttastofuna Itar-Tass að aðgerðasinninn hafi lengi vel svikist undan herþjónustu og hafi verið sóttur til þjónustu löglega. Þá bætti hann við að staðsetning hans hafi verið ákveðin í samræmi við læknisgreiningu. Fjölmiðlafulltrúi helsta stjórnarandstöðuleiðtogans Auk þess að vera verkefnisstjóri sér Shaveddinov um YouTube síðu Navalny. Hann starfaði einnig sem fjölmiðlafulltrúi fyrir Navalny þegar hann reyndi að bjóða sig fram til forseta í fyrra þegar Vladimir Putin var endurkjörinn. Navalny, einn helsti stjórnarandstöðuleiðtogi Rússlands hefur í meira en áratug unnið gegn spillingu í Rússlandi og er einn helsti gagnrýnandi stjórnar Putin.
Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32 Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Sjá meira
Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36
Navalny sleppt úr haldi Rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hefur verið sleppt úr haldi en hann hefur setið inni í þrjátíu daga eftir að hafa hvatt til mótmæla til þess að krefjast kosninga í Rússlandi. 23. ágúst 2019 10:32
Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09