Rivian sýnir skriðdrekasnúninginn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. desember 2019 07:00 Rivian R1T Vísir/Rivian - Ben Moon Bílaframleiðandinn Rivian, sem framleiðir rafknúna bíla, hefur gefið út kynningarmyndband fyrir bílinn R1T sem settur verður á markað seint á næsta ári eða snemma árs 2021. Vakið hefur athygli að bíllinn getur snúist í svokallaðan skriðdrekasnúning. Rivian fjárfesti 1,3 milljarða Bandaríkjadala í hönnun R1T, sem samsvarar tæpum 160 milljörðum íslenskra króna. R1T er rafknúinn pallbíll en auk hans mun Rivian framleiða R1S sem verður samsvarandi rafjeppi. Skriðdrekasnúningurinn svokallaði er snúningur á punktinum, það er að bíllinn snýst um miðpunkt síns sjálfs en hann er ekki drifinn áfram eins og bílar gera almennt þegar þeir snúast í hring. Skriðdrekasnúningurinn er bílnum mögulegur vegna þess að rafmótorinn sem leiðir út í hvert dekk er sjálfstæður. Þeir geta því unnið hver gegn öðrum ef svo má segja. Hreyfinguna er ráðlegt að framkvæma á óbundnu slitlagi. Ef hún er framkvæmd á bundu slitlagi er talið líklegt að eitthvað gefi sig. Bílar Tengdar fréttir GM og Amazon að kaupa hlut í Rivian Rivian hefur framleitt fyrsta rafmagnspallbíl heims sem er 800 hestöfl, með 650 km drægi og er aðeins 3 sekúndur í hundraðið. 14. febrúar 2019 13:30 Skyldum við þurfa hleðslustöðvar á hálendið? Nýr Tesla Cybertruck pallbíll hefur hvarvetna vakið athygli og sýnist sitt hverjum. Á meðan sumir geta varla leynt vanþóknun sinni á framúrstefnulegu útliti hans með hvössum og beinum línum eru aðrir sem halda varla vatni af hrifningu. 28. nóvember 2019 08:15 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent
Bílaframleiðandinn Rivian, sem framleiðir rafknúna bíla, hefur gefið út kynningarmyndband fyrir bílinn R1T sem settur verður á markað seint á næsta ári eða snemma árs 2021. Vakið hefur athygli að bíllinn getur snúist í svokallaðan skriðdrekasnúning. Rivian fjárfesti 1,3 milljarða Bandaríkjadala í hönnun R1T, sem samsvarar tæpum 160 milljörðum íslenskra króna. R1T er rafknúinn pallbíll en auk hans mun Rivian framleiða R1S sem verður samsvarandi rafjeppi. Skriðdrekasnúningurinn svokallaði er snúningur á punktinum, það er að bíllinn snýst um miðpunkt síns sjálfs en hann er ekki drifinn áfram eins og bílar gera almennt þegar þeir snúast í hring. Skriðdrekasnúningurinn er bílnum mögulegur vegna þess að rafmótorinn sem leiðir út í hvert dekk er sjálfstæður. Þeir geta því unnið hver gegn öðrum ef svo má segja. Hreyfinguna er ráðlegt að framkvæma á óbundnu slitlagi. Ef hún er framkvæmd á bundu slitlagi er talið líklegt að eitthvað gefi sig.
Bílar Tengdar fréttir GM og Amazon að kaupa hlut í Rivian Rivian hefur framleitt fyrsta rafmagnspallbíl heims sem er 800 hestöfl, með 650 km drægi og er aðeins 3 sekúndur í hundraðið. 14. febrúar 2019 13:30 Skyldum við þurfa hleðslustöðvar á hálendið? Nýr Tesla Cybertruck pallbíll hefur hvarvetna vakið athygli og sýnist sitt hverjum. Á meðan sumir geta varla leynt vanþóknun sinni á framúrstefnulegu útliti hans með hvössum og beinum línum eru aðrir sem halda varla vatni af hrifningu. 28. nóvember 2019 08:15 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent
GM og Amazon að kaupa hlut í Rivian Rivian hefur framleitt fyrsta rafmagnspallbíl heims sem er 800 hestöfl, með 650 km drægi og er aðeins 3 sekúndur í hundraðið. 14. febrúar 2019 13:30
Skyldum við þurfa hleðslustöðvar á hálendið? Nýr Tesla Cybertruck pallbíll hefur hvarvetna vakið athygli og sýnist sitt hverjum. Á meðan sumir geta varla leynt vanþóknun sinni á framúrstefnulegu útliti hans með hvössum og beinum línum eru aðrir sem halda varla vatni af hrifningu. 28. nóvember 2019 08:15