Áfrýun Tottenham vegna rauða spjaldsins sem Heung-Min Son fékk í leik liðsins gegn Chelsea á dögunum hefur verið hafnað.
Son fékk beint rautt spjald eftir að hafa sparkað í Antonio Rudiger er Son lá á vellinum en Rudiger féll með miklum tilþrifum.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Son fær að líta rauða spjaldið á leiktíðinni svo hann er á leið í lengra bann en vanalega er gefið fyrir rauð spjöld.
BREAKING: Tottenham have failed with their appeal against Son Heung-min’s red card against Chelsea
— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 24, 2019
Hann verður því til að mynda ekki með Tottenham á öðrum degi jóla er liðið mætir Brighton í hádegisleiknum.