Sara og Björgvin óstöðvandi saman CrossFit móti á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2019 09:00 Sara Sigmundsdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Leonardo Grottino mynduðu saman liðið "TeamFoodspring.“ Mynd/Instagram/sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir hélt sigurgöngu sinni áfram í CrossFit keppnunum um helgina og að þessu sinni við hlið Björgvins Karls Guðmundssonar í liðakeppni á móti í Mílanó á Ítalíu. Sara og Björgvin Karl stoppuðu á Ítalíu á leið sinni heim frá Dúbaí þar sem þau kepptu á Dubai CrossFit Championship þar sem Sara fagnaði glæsilegum sigri en Björgvin varð í fjórða sæti. Mótið heitir Fallseries Throwdown og er elsta CrossFit mót Ítalíu en það hefur farið fram frá árinu 2012. Fyrir fram lítur lið með Björgvin Karl Guðmundsson og Söru Sigmundsdóttur afar vel út og að auki höfðu þau efnilegasta Ítalann, Leonardo Grottino, með sér í liði. Hann er aðeins sautján ára gamall en stóð sig mjög vel. Þau þrjú kepptu undir merkjum „TeamFoodspring“ en öll eru þau á samning hjá næringavöru framleiðandanum Foodspring. Það er óhætt að fullyrða að lið Söru og Björgvins hafi rústað þessu CrossFit móti á Ítalíu. Liðið endaði með 10 stig úr átta greinum þar sem markmiðið var að vera með sem lægst stig. Lið Söru og Björgvin vann sex af átta greinum í Elítu keppni liða og endaði síðan í öðru sæti í hinum tveimur greinunum. Næsta lið á eftir var lið „Marta Piu Due“ sem fékk 35 stig. Marta Piu Due liðið náði þrisvar öðru sæti en var neðar en það í hinum fimm greinunum. Liðið sem endaði í þriðja sæti, „Stranger Things“ náði heldur ekki að vinna grein en endaði með 39 stig eftir að hafa náð öðru sæti í tveimur greinum. Eina liðið sem náði að vinna grein á móti liði Söru og Björgvins var liðið „I Gomorroidi“ sem varð engu að síður að sætta sig við fimmta sætið þrátt fyrir að hafa unnið tvær greinar í keppninni. CrossFit Tengdar fréttir Það vantar bara eitt á svakalegan afrekalista Söru Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið ófá mótinu á sínum glæsilega ferli en draumurinn hennar hefur enn ekki ræst. 20. desember 2019 08:00 Sara er ekki komin í jólafrí þrátt fyrir sigurinn í Dúbaí Sara Sigmundsdóttir er í raun komin með þrjá farseðla á heimsleikana í CrossFit á næsta ári eftir glæsilegan sigur á Dubai CrossFit Championship um helgina. 16. desember 2019 08:30 Sara meira en átta milljónum ríkari eftir sigurinn í Dúbaí Íslenska CrossFit sjarnan Sara Sigmundsdóttir var hraustust allra kvenna á Dubai CrossFit Championship sem lauk um helgina en Sara fékk 26 stigum meira en næsta kona. 16. desember 2019 12:00 Besti ungi Ítalinn fær að vera í liði með Söru og Björgvini Það stutt stórra högga milla hjá íslenska CrossFit fólkinu Söru Sigmundsdóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni sem stoppa í Mílanó á Ítalíu á leið sinni í jólafríið á Íslandi. 18. desember 2019 11:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir hélt sigurgöngu sinni áfram í CrossFit keppnunum um helgina og að þessu sinni við hlið Björgvins Karls Guðmundssonar í liðakeppni á móti í Mílanó á Ítalíu. Sara og Björgvin Karl stoppuðu á Ítalíu á leið sinni heim frá Dúbaí þar sem þau kepptu á Dubai CrossFit Championship þar sem Sara fagnaði glæsilegum sigri en Björgvin varð í fjórða sæti. Mótið heitir Fallseries Throwdown og er elsta CrossFit mót Ítalíu en það hefur farið fram frá árinu 2012. Fyrir fram lítur lið með Björgvin Karl Guðmundsson og Söru Sigmundsdóttur afar vel út og að auki höfðu þau efnilegasta Ítalann, Leonardo Grottino, með sér í liði. Hann er aðeins sautján ára gamall en stóð sig mjög vel. Þau þrjú kepptu undir merkjum „TeamFoodspring“ en öll eru þau á samning hjá næringavöru framleiðandanum Foodspring. Það er óhætt að fullyrða að lið Söru og Björgvins hafi rústað þessu CrossFit móti á Ítalíu. Liðið endaði með 10 stig úr átta greinum þar sem markmiðið var að vera með sem lægst stig. Lið Söru og Björgvin vann sex af átta greinum í Elítu keppni liða og endaði síðan í öðru sæti í hinum tveimur greinunum. Næsta lið á eftir var lið „Marta Piu Due“ sem fékk 35 stig. Marta Piu Due liðið náði þrisvar öðru sæti en var neðar en það í hinum fimm greinunum. Liðið sem endaði í þriðja sæti, „Stranger Things“ náði heldur ekki að vinna grein en endaði með 39 stig eftir að hafa náð öðru sæti í tveimur greinum. Eina liðið sem náði að vinna grein á móti liði Söru og Björgvins var liðið „I Gomorroidi“ sem varð engu að síður að sætta sig við fimmta sætið þrátt fyrir að hafa unnið tvær greinar í keppninni.
CrossFit Tengdar fréttir Það vantar bara eitt á svakalegan afrekalista Söru Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið ófá mótinu á sínum glæsilega ferli en draumurinn hennar hefur enn ekki ræst. 20. desember 2019 08:00 Sara er ekki komin í jólafrí þrátt fyrir sigurinn í Dúbaí Sara Sigmundsdóttir er í raun komin með þrjá farseðla á heimsleikana í CrossFit á næsta ári eftir glæsilegan sigur á Dubai CrossFit Championship um helgina. 16. desember 2019 08:30 Sara meira en átta milljónum ríkari eftir sigurinn í Dúbaí Íslenska CrossFit sjarnan Sara Sigmundsdóttir var hraustust allra kvenna á Dubai CrossFit Championship sem lauk um helgina en Sara fékk 26 stigum meira en næsta kona. 16. desember 2019 12:00 Besti ungi Ítalinn fær að vera í liði með Söru og Björgvini Það stutt stórra högga milla hjá íslenska CrossFit fólkinu Söru Sigmundsdóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni sem stoppa í Mílanó á Ítalíu á leið sinni í jólafríið á Íslandi. 18. desember 2019 11:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Sjá meira
Það vantar bara eitt á svakalegan afrekalista Söru Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur unnið ófá mótinu á sínum glæsilega ferli en draumurinn hennar hefur enn ekki ræst. 20. desember 2019 08:00
Sara er ekki komin í jólafrí þrátt fyrir sigurinn í Dúbaí Sara Sigmundsdóttir er í raun komin með þrjá farseðla á heimsleikana í CrossFit á næsta ári eftir glæsilegan sigur á Dubai CrossFit Championship um helgina. 16. desember 2019 08:30
Sara meira en átta milljónum ríkari eftir sigurinn í Dúbaí Íslenska CrossFit sjarnan Sara Sigmundsdóttir var hraustust allra kvenna á Dubai CrossFit Championship sem lauk um helgina en Sara fékk 26 stigum meira en næsta kona. 16. desember 2019 12:00
Besti ungi Ítalinn fær að vera í liði með Söru og Björgvini Það stutt stórra högga milla hjá íslenska CrossFit fólkinu Söru Sigmundsdóttur og Björgvini Karli Guðmundssyni sem stoppa í Mílanó á Ítalíu á leið sinni í jólafríið á Íslandi. 18. desember 2019 11:30