Óboðlegt að íbúar verði innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2019 10:00 Stjórn SSNV segir ljóst að tjónið vegna óveðursins sé verulegt en raunverulegt umfang þess muni ekki koma strax í ljós. Verið sé að meta stöðuna og greina hvaða úrbóta sé þörf. Vísir/Haukurinn Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur. Tekur stjórnin heilshugar undir bókanir sveitarfélaga á svæðinu. „Það er óboðlegt á árinu 2019 að í kjölfar óveðurs skuli íbúar verða innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman, auk þess að njóta bágborinna fjarskipta og upplýsinga um hvað endurbótum og lagfæringum líður. Það er sömuleiðis óviðunandi að stefna hundruðum manna út í mannskaðaveður, með tilheyrandi hættu, til að ráðast í lagfæringar á innviðum sem hefði þegar átt að vera búið að byggja upp með því öryggi sem tilheyrir 21. öldinni,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni sem finna má á vef samtakanna.Sjá einnig: Um ellefu þúsund íbúar voru án rafmagnsÞar segir einnig að ljóst sé að tjónið vegna óveðursins sé verulegt en raunverulegt umfang þess muni ekki koma strax í ljós. Verið sé að meta stöðuna og greina hvaða úrbóta sé þörf. „Það er hins vegar alveg ljóst að ráðast verður í verulegar endurbætur innviða. Tryggja verður afhendingu raforku, nauðsynlegt varaafl og fjarskipti svo sú hætta sem skapaðist á meðan á veðrinu stóð skapist ekki aftur. Stöðug fækkun starfsmanna á landsbyggðinni hjá þeim stofunum sem reka framangreind kerfi gerir það að verkum að ekki er hægt að hægt að tryggja virkni þeirra við hættuástand eins og meðan á veðrinu stóð og í kjölfar þess.“ Auk þessa að segja að fjölga þurfi starfsfólki þessa stofnanna segir stjórnin að brýnt sé að þegar gefnar séu út veðurviðvaranir sem gefa tilefni til að ætla að hættuástand gæti skapast, þurfi að gera ráðstafanir með því að senda mannafla með nauðsynlegan tækjabúnað á staðinn áður en veðrið skellur á. „Stjórn SSNV vill koma á framfæri þakklæti til björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila á starfssvæðinu. Allir þeir sem vaktina stóðu unnu þrekvirki og er þakkað fyrir ómetanleg störf. Þessir aðilar voru tilbúnir undir veðurofsann sem því miður er ekki hægt að segja um þær stofnanir sem reka innviðakerfin sem við reiðum okkur á.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Öryggi íbúa ógnað með bresti innviða Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar harmar að innviðir hafi brugðist í óveðri síðustu viku og segir að á stórum hluta landsins hafi öryggi íbúa verið raunverulega ógnað. Öryggi íbúa þurfi að vera forgangsmál þjóðarinnar. 17. desember 2019 09:34 Viðkvæm staða á flutningskerfinu og slæm veðurspá Staðan á flutningskerfi Landsnets í dag, níu dögum eftir að óveðrið skall á sem olli viðamiklu tjóni á raforkukerfinu, er víða viðkvæm. Þá er veðurspáin fyrir austan ekki góð. 19. desember 2019 10:05 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, eða SSNV, segir það ástand sem hafi skapast í landshlutanum í óveðrinu fyrr í mánuðinum, vera óviðunandi. Stjórnvöld, stofnanir og aðrir sem eigi hlut að máli verði að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja ástand sem þetta skapist ekki aftur. Tekur stjórnin heilshugar undir bókanir sveitarfélaga á svæðinu. „Það er óboðlegt á árinu 2019 að í kjölfar óveðurs skuli íbúar verða innlyksa án rafmagns og hita sólarhringum saman, auk þess að njóta bágborinna fjarskipta og upplýsinga um hvað endurbótum og lagfæringum líður. Það er sömuleiðis óviðunandi að stefna hundruðum manna út í mannskaðaveður, með tilheyrandi hættu, til að ráðast í lagfæringar á innviðum sem hefði þegar átt að vera búið að byggja upp með því öryggi sem tilheyrir 21. öldinni,“ segir í yfirlýsingu frá stjórninni sem finna má á vef samtakanna.Sjá einnig: Um ellefu þúsund íbúar voru án rafmagnsÞar segir einnig að ljóst sé að tjónið vegna óveðursins sé verulegt en raunverulegt umfang þess muni ekki koma strax í ljós. Verið sé að meta stöðuna og greina hvaða úrbóta sé þörf. „Það er hins vegar alveg ljóst að ráðast verður í verulegar endurbætur innviða. Tryggja verður afhendingu raforku, nauðsynlegt varaafl og fjarskipti svo sú hætta sem skapaðist á meðan á veðrinu stóð skapist ekki aftur. Stöðug fækkun starfsmanna á landsbyggðinni hjá þeim stofunum sem reka framangreind kerfi gerir það að verkum að ekki er hægt að hægt að tryggja virkni þeirra við hættuástand eins og meðan á veðrinu stóð og í kjölfar þess.“ Auk þessa að segja að fjölga þurfi starfsfólki þessa stofnanna segir stjórnin að brýnt sé að þegar gefnar séu út veðurviðvaranir sem gefa tilefni til að ætla að hættuástand gæti skapast, þurfi að gera ráðstafanir með því að senda mannafla með nauðsynlegan tækjabúnað á staðinn áður en veðrið skellur á. „Stjórn SSNV vill koma á framfæri þakklæti til björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila á starfssvæðinu. Allir þeir sem vaktina stóðu unnu þrekvirki og er þakkað fyrir ómetanleg störf. Þessir aðilar voru tilbúnir undir veðurofsann sem því miður er ekki hægt að segja um þær stofnanir sem reka innviðakerfin sem við reiðum okkur á.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Öryggi íbúa ógnað með bresti innviða Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar harmar að innviðir hafi brugðist í óveðri síðustu viku og segir að á stórum hluta landsins hafi öryggi íbúa verið raunverulega ógnað. Öryggi íbúa þurfi að vera forgangsmál þjóðarinnar. 17. desember 2019 09:34 Viðkvæm staða á flutningskerfinu og slæm veðurspá Staðan á flutningskerfi Landsnets í dag, níu dögum eftir að óveðrið skall á sem olli viðamiklu tjóni á raforkukerfinu, er víða viðkvæm. Þá er veðurspáin fyrir austan ekki góð. 19. desember 2019 10:05 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30
Öryggi íbúa ógnað með bresti innviða Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar harmar að innviðir hafi brugðist í óveðri síðustu viku og segir að á stórum hluta landsins hafi öryggi íbúa verið raunverulega ógnað. Öryggi íbúa þurfi að vera forgangsmál þjóðarinnar. 17. desember 2019 09:34
Viðkvæm staða á flutningskerfinu og slæm veðurspá Staðan á flutningskerfi Landsnets í dag, níu dögum eftir að óveðrið skall á sem olli viðamiklu tjóni á raforkukerfinu, er víða viðkvæm. Þá er veðurspáin fyrir austan ekki góð. 19. desember 2019 10:05