Roma vann öruggan sigur á Fiorentina í Seria A í kvöld.
Edin Dzeko gerði fyrsta markið strax á 19. mínútu og aðeins tveimur mínútum seinna skoraði Aleksandr Kolarov beint úr aukaspyrnu.
Á 34. mínútu minnkaði Milan Badelj muninn fyrir heimamenn en það duggði þó ekki mikið.
Í seinni hálfleik bætti Roma við, Lorenzo Pellegrini skoraði á 73. mínútu og undir lok leiksins skoraði Nicolo Zaniolo.
Roma er í fjórða sæti deildarinnar með 35 stig eftir 17 umferðir.
