Ólafur Guðmundsson var markahæstur í liði Kristianstad sem vann Ystads í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Ólafur skoraði sex mörk og þrír leikmenn gerðu fimm mörk í 27-25 sigri Kristianstad. Þar að auki lagði Ólafur upp þrjú mörk fyrir liðsfélaga sína.
Teitur Örn Einarsson, sem gerði nýjan samning við Kristianstad á dögunum, skoraði þrjú mörk og gaf fjórar stoðsendingar.
Kristianstad var með undirtökin í leiknum allan tíman og leiddi með einu marki í hálfleik, 12-13.
Kristianstad er með 28 stig í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Alingsås en á tvo leiki til góða.
