Nýr ferðaþjónusturisi verður til Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 11:21 Á meðal þess sem Arctic adventures hafa boðið upp á eru siglingar um Jökulsárlón. Vísir/Vilhelm Ferðaþjónustufyrirtækin Arctic Adventures og Into the Glacier hyggjast sameinast og stefna á skráningu á hlutabréfamarkað innan tveggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum. Í tilkynningu segir að með sameiningunni verði til „stórfyrirtæki“ sem sinni ferðatengdri afþreyingu í öllum landshlutum. Starfsmenn sameinaðs félags eru um fjögur hundruð talsins. Gengið hefur verið frá samkomulagi Arctic Adventures hf. og framtakssjóðsins Icelandic Tourism Fund I (ITF) um sameiningu Arctic Adventures og Into the Glacier ehf. Um leið kaupir Arctic Adventures hluti ITF í fjórum afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu: Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal, Raufarhóli ehf., sem rekur ferðaþjónustu í Raufarhólshelli, Skútusiglingum ehf. á Ísafirði, sem starfar undir vörumerkinu Borea Adventures og Welcome Entertainment ehf, sem stendur að leiksýningunni „Icelandic Sagas - The Greatest Hits“ í Hörpu. Í tilkynningu segir að kaupverðið greiðist með hlutum í Arctic Adventures hf., sem þýði að ITF verði eftir viðskiptin stór hluthafi í sameinaða félaginu. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku Banka veitti ráðgjöf vegna viðskiptanna og mat verðmæti fyrirtækjanna. Félögin verði áfram rekin sjálfstætt en í nánu samstarfi við Arctic Adventures. Haft er eftir Helga Júlíussyni, framkvæmdastjóra ITF, í tilkynningu að sameiningin sé fagnaðarefni fyrir íslenska ferðaþjónustu. Kraftar félaganna nýtist enn betur og náð verði fram umtalsverðri hagræðingu. Into the Glacier, býður upp á ferðir inn í ísgöngin í Langjökli sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi. Hátt í 60 þúsund manns hafa heimsótt ísgöngin á árinu, að því er fram kemur í tilkynningu. Arctic Adventures hefur lagt áherslu á að gefa ferðafólki kost á ævintýrum og upplifun í íslenskri náttúru. Viðskiptavinir á árinu eru um 250 þúsund. Samanlögð velta fyrirtækjanna tveggja á árinu 2019 er um sjö milljarðar króna. Greint var frá því í maí að samdráttur í aðsókn ferðamanna í ísgöngin Into the Glacier í Langjökli, mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, hefði sett strik í reikninginn í viðræðum eigenda Arctic Adventures og Into the Glacier um kaupin. Samkvæmt heimildum Markaðarins var á þeim tímapunkti óvíst hvort kaupin muni ganga eftir. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vöxtur Arctic Adventures ekki dregið úr gæðum Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sagði í bréfi til Samkeppniseftirlitsins að aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins. 25. apríl 2019 10:00 Tveir til viðbótar vilja grafa göng í Langjökli Tvö ferðaþjónustufyrirtæki hafa sótt um leyfi til að grafa tvenn ný ísgöng í austanverðan Langjökul, en í vesturhluta jökulsins má nú þegar finna hinn 800 metra langa Into the Glacier-íshelli. 29. ágúst 2019 08:15 Óvíst með risasamruna í ferðaþjónustu Ekki er víst að kaup Arctic Adventures á rekstrarfélagi ísganganna í Langjökli verði að veruleika. Sextíu prósenta samdráttur á fyrstu mánuðum ársins setur strik í reikninginn. 15. maí 2019 08:45 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtækin Arctic Adventures og Into the Glacier hyggjast sameinast og stefna á skráningu á hlutabréfamarkað innan tveggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum. Í tilkynningu segir að með sameiningunni verði til „stórfyrirtæki“ sem sinni ferðatengdri afþreyingu í öllum landshlutum. Starfsmenn sameinaðs félags eru um fjögur hundruð talsins. Gengið hefur verið frá samkomulagi Arctic Adventures hf. og framtakssjóðsins Icelandic Tourism Fund I (ITF) um sameiningu Arctic Adventures og Into the Glacier ehf. Um leið kaupir Arctic Adventures hluti ITF í fjórum afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu: Óbyggðasetri Íslands í Fljótsdal, Raufarhóli ehf., sem rekur ferðaþjónustu í Raufarhólshelli, Skútusiglingum ehf. á Ísafirði, sem starfar undir vörumerkinu Borea Adventures og Welcome Entertainment ehf, sem stendur að leiksýningunni „Icelandic Sagas - The Greatest Hits“ í Hörpu. Í tilkynningu segir að kaupverðið greiðist með hlutum í Arctic Adventures hf., sem þýði að ITF verði eftir viðskiptin stór hluthafi í sameinaða félaginu. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku Banka veitti ráðgjöf vegna viðskiptanna og mat verðmæti fyrirtækjanna. Félögin verði áfram rekin sjálfstætt en í nánu samstarfi við Arctic Adventures. Haft er eftir Helga Júlíussyni, framkvæmdastjóra ITF, í tilkynningu að sameiningin sé fagnaðarefni fyrir íslenska ferðaþjónustu. Kraftar félaganna nýtist enn betur og náð verði fram umtalsverðri hagræðingu. Into the Glacier, býður upp á ferðir inn í ísgöngin í Langjökli sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi. Hátt í 60 þúsund manns hafa heimsótt ísgöngin á árinu, að því er fram kemur í tilkynningu. Arctic Adventures hefur lagt áherslu á að gefa ferðafólki kost á ævintýrum og upplifun í íslenskri náttúru. Viðskiptavinir á árinu eru um 250 þúsund. Samanlögð velta fyrirtækjanna tveggja á árinu 2019 er um sjö milljarðar króna. Greint var frá því í maí að samdráttur í aðsókn ferðamanna í ísgöngin Into the Glacier í Langjökli, mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, hefði sett strik í reikninginn í viðræðum eigenda Arctic Adventures og Into the Glacier um kaupin. Samkvæmt heimildum Markaðarins var á þeim tímapunkti óvíst hvort kaupin muni ganga eftir.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vöxtur Arctic Adventures ekki dregið úr gæðum Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sagði í bréfi til Samkeppniseftirlitsins að aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins. 25. apríl 2019 10:00 Tveir til viðbótar vilja grafa göng í Langjökli Tvö ferðaþjónustufyrirtæki hafa sótt um leyfi til að grafa tvenn ný ísgöng í austanverðan Langjökul, en í vesturhluta jökulsins má nú þegar finna hinn 800 metra langa Into the Glacier-íshelli. 29. ágúst 2019 08:15 Óvíst með risasamruna í ferðaþjónustu Ekki er víst að kaup Arctic Adventures á rekstrarfélagi ísganganna í Langjökli verði að veruleika. Sextíu prósenta samdráttur á fyrstu mánuðum ársins setur strik í reikninginn. 15. maí 2019 08:45 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Vöxtur Arctic Adventures ekki dregið úr gæðum Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sagði í bréfi til Samkeppniseftirlitsins að aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins. 25. apríl 2019 10:00
Tveir til viðbótar vilja grafa göng í Langjökli Tvö ferðaþjónustufyrirtæki hafa sótt um leyfi til að grafa tvenn ný ísgöng í austanverðan Langjökul, en í vesturhluta jökulsins má nú þegar finna hinn 800 metra langa Into the Glacier-íshelli. 29. ágúst 2019 08:15
Óvíst með risasamruna í ferðaþjónustu Ekki er víst að kaup Arctic Adventures á rekstrarfélagi ísganganna í Langjökli verði að veruleika. Sextíu prósenta samdráttur á fyrstu mánuðum ársins setur strik í reikninginn. 15. maí 2019 08:45