Tvísýnt um áramótabrennur en viðrar betur til sprenginga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. desember 2019 08:31 Flugeldar og brennur eru fyrir mörgum ómissandi þáttur í því þegar nýtt ár er hringt inn og það gamla kvatt. Vísir/Vilhelm Gamlársdagur rann upp með stífum en mildum sunnanáttum og rigningu víða um land. Þó var þurrt norðaustanlands. Eins og gefur að skilja eru allra augu á veðurspám fyrir daginn í dag, enda stendur mikið til. Árið 2019 verður kvatt í kvöld, með tilheyrandi áramótabrennum og flugeldaskotum. Því vilja allir hafa veðrið sem prúðast og best á meðan. Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofu Íslands á vindur að ganga niður á norðan- og vestanverðu landinu um og upp úr hádegi, en þar tekur síðan að hvessa aftur í kvöld. Á suð-austanverðu landinu verður hins vegar bálhvasst fram undir miðnætti, og því tvísýnt með áramótabrennur í þeim landshluta. Eins mun hvessa talsvert á Norðvesturlandi eftir því sem líður á kvöldið. Ekkert ætti þó að koma í veg fyrir að flugeldaáhugamenn, sem ólmir vilja sprengja árið 2019 til fortíðar, geti sinnt iðju sinni. Að minnsta kosti ef marka má spá Veðurstofunnar. Þá má gera ráð fyrir að talsverður vindur komi til með að blása og dreifa þannig vel mengun þeirri sem tilheyrir flugeldunum. Því ættu þeir sem áhyggjur hafa af loftgæðum um áramótin að geta andað léttar. Áramót Flugeldar Veður Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Gamlársdagur rann upp með stífum en mildum sunnanáttum og rigningu víða um land. Þó var þurrt norðaustanlands. Eins og gefur að skilja eru allra augu á veðurspám fyrir daginn í dag, enda stendur mikið til. Árið 2019 verður kvatt í kvöld, með tilheyrandi áramótabrennum og flugeldaskotum. Því vilja allir hafa veðrið sem prúðast og best á meðan. Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofu Íslands á vindur að ganga niður á norðan- og vestanverðu landinu um og upp úr hádegi, en þar tekur síðan að hvessa aftur í kvöld. Á suð-austanverðu landinu verður hins vegar bálhvasst fram undir miðnætti, og því tvísýnt með áramótabrennur í þeim landshluta. Eins mun hvessa talsvert á Norðvesturlandi eftir því sem líður á kvöldið. Ekkert ætti þó að koma í veg fyrir að flugeldaáhugamenn, sem ólmir vilja sprengja árið 2019 til fortíðar, geti sinnt iðju sinni. Að minnsta kosti ef marka má spá Veðurstofunnar. Þá má gera ráð fyrir að talsverður vindur komi til með að blása og dreifa þannig vel mengun þeirri sem tilheyrir flugeldunum. Því ættu þeir sem áhyggjur hafa af loftgæðum um áramótin að geta andað léttar.
Áramót Flugeldar Veður Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira