Roma hefur hækkað tilboð sitt í Chris Smalling í 15 milljónir evra og 3 milljónir í bónusgreiðslur nái liðið ákveðnum árangri.
La Gazzetta dello Sport segir að Roma nálgist ásættanlegt verð Manchester United fyrir miðvörðinn.
United vill fá 20 milljónir evra fyrir Smalling sem er búinn að skora 2 mörk og leggja upp eitt mark í 15 leikjum Roma á leiktíðinni.
Uppgifter: Roma höjer budet på Smalling.https://t.co/4lwBRirIRdpic.twitter.com/VbVUbLqx6A
— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) December 30, 2019
La Gazzetta dello Sport segir Smalling tilbúinn að skrifa undir 5 ára samning sem færir leikmanninum 3,2 milljónir evra á ári.
Fyrir árs lánsamning þurfi ítalska félagið að borga Manchester United 3 milljónir evra fyrir leiktíðina.