Boðar „sóknaraðgerðir“ til að tryggja öryggi Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2019 22:15 Kim Jong Un. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar „sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. Þetta er haft eftir Kim á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, og er tilefnið líklegast sá frestur sem Kim hefur veitt Bandaríkjunum til áramóta. Ekki kemur fram í hverju þessar aðgerðir felast. Norður-Kórea hætti öllum viðræðum við Bandaríkin og vilja forsvarsmenn ríkisins losna undan einhverjum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir verða tilbúnir til að hefja þær á nýjan leik. Það vilja Bandaríkin og aðrir aðilar ekki og segja Norður-Kóreu þurfa að grípa til aðgerða varðandi afvopnun áður.Sjá einnig: Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-KóreuFyrr á árinu gaf Kim yfirvöldum Bandaríkjanna frest til áramóta til að koma til móts við Norður-Kóreu en hann hefur ekki sagt hreint út hvað gerist þegar fresturinn renni út, heldur einungis það að Norður-Kórea muni feta nýjar slóðir. Sérfræðingar búast við því að hann muni tilkynna umfangsmiklar stefnubreytingar í nýársávarpi sínu á nýársdag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nú stendur yfir stór fundur Kommúnistaflokks Norður-Kóreu og á honum að ljúka á morgun.Á þessum fundi lét Kim frá sér áðurnefnd ummæli um öryggi Norður-Kóreu en hann sagði einnig mikilvægt að styrkja efnahag ríkisins. Sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við segir miklar líkur á því að Kim hafi sömuleiðis ítrekað það á fundinum að Norður-Kórea myndi halda áfram að byggja upp kjarnorkuvopn og eldflaugar. Sérstaklega með tilliti til þess að yfirmaður þeirra mála hjá her Norður-Kóreu sást á fundinum um helgina. Norður-Kórea Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að her landsins og embættismenn undirbúi ótilgreindar „sóknaraðgerðir“ sem tryggja eiga öryggi einræðisríkisins og fullveldi. Þetta er haft eftir Kim á vef KCNA, opinberri fréttaveitu Norður-Kóreu, og er tilefnið líklegast sá frestur sem Kim hefur veitt Bandaríkjunum til áramóta. Ekki kemur fram í hverju þessar aðgerðir felast. Norður-Kórea hætti öllum viðræðum við Bandaríkin og vilja forsvarsmenn ríkisins losna undan einhverjum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir verða tilbúnir til að hefja þær á nýjan leik. Það vilja Bandaríkin og aðrir aðilar ekki og segja Norður-Kóreu þurfa að grípa til aðgerða varðandi afvopnun áður.Sjá einnig: Rússar og Kínverjar vilja fella niður þvinganir gegn Norður-KóreuFyrr á árinu gaf Kim yfirvöldum Bandaríkjanna frest til áramóta til að koma til móts við Norður-Kóreu en hann hefur ekki sagt hreint út hvað gerist þegar fresturinn renni út, heldur einungis það að Norður-Kórea muni feta nýjar slóðir. Sérfræðingar búast við því að hann muni tilkynna umfangsmiklar stefnubreytingar í nýársávarpi sínu á nýársdag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Nú stendur yfir stór fundur Kommúnistaflokks Norður-Kóreu og á honum að ljúka á morgun.Á þessum fundi lét Kim frá sér áðurnefnd ummæli um öryggi Norður-Kóreu en hann sagði einnig mikilvægt að styrkja efnahag ríkisins. Sérfræðingur sem blaðamaður AP ræddi við segir miklar líkur á því að Kim hafi sömuleiðis ítrekað það á fundinum að Norður-Kórea myndi halda áfram að byggja upp kjarnorkuvopn og eldflaugar. Sérstaklega með tilliti til þess að yfirmaður þeirra mála hjá her Norður-Kóreu sást á fundinum um helgina.
Norður-Kórea Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira