Framseldur til Portúgals þar sem þungur dómur bíður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2020 17:56 Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms í málinu. Vísir/Egill Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að portúgalskur ríkisborgari verði framseldur frá Íslandi til Portúgals vegna fíkniefnasölu þar í landi. Maðurinn á yfir höfði sér tæplega sjö ára fangelsisdóm í Portúgal fyrir að hafa staðið að sölu fíkniefna árið 2014 og að hafa haft í vörslu sinni 2,5 grömm af kókaíni. Yfirvöld í Portúgal kröfðust þess fyrr á árinu að maðurinn yrði framseldur til Portúgals en evrópsk handtökuskipun á hendur manninum hefur verið í gildi frá því í maí 2018. Ríkissaksóknari ákvað að verða við beiðni yfirvalda í Portúgal um að framselja manninn. Sú ákvörðun var kærð til héraðsdóms. Maðurinn hefur dvalið á Íslandi frá árinu 2017 og búið hér með sambýliskonu sinni og barni þeirra. Krafðist hann þess að ákvörðun ríkissaksóknara um framsal væri felld úr gildi, meðal annars vegna þess að himinn og haf væri á milli þeirrar refsingar sem varnaraðili hafi verið dæmdur til í Portúgal og til þeirrar refsingar sem hann hefði hugsanlega verið dæmdur til hér á landi fyrir sambærilegt brot. „Þyngd hins portúgalska dóms veki furðu og sú spurning vakni hvort sanngjarnt sé og eðlilegt að afhenda varnaraðila í hendurnar á ríki þar sem svo fráleitt þungir dómar séu kveðnir upp,“ er meðal þess sem kom fram í greinargerð verjanda mannsins samkvæmt úrskurði Landsréttar. Héraðsdómur og Landsréttur höfnuðu kröfu mannsins og stendur því ákvörðun ríkissaksóknara. Verður maðurinn því framseldur til Portúgals. Portúgal Dómsmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að portúgalskur ríkisborgari verði framseldur frá Íslandi til Portúgals vegna fíkniefnasölu þar í landi. Maðurinn á yfir höfði sér tæplega sjö ára fangelsisdóm í Portúgal fyrir að hafa staðið að sölu fíkniefna árið 2014 og að hafa haft í vörslu sinni 2,5 grömm af kókaíni. Yfirvöld í Portúgal kröfðust þess fyrr á árinu að maðurinn yrði framseldur til Portúgals en evrópsk handtökuskipun á hendur manninum hefur verið í gildi frá því í maí 2018. Ríkissaksóknari ákvað að verða við beiðni yfirvalda í Portúgal um að framselja manninn. Sú ákvörðun var kærð til héraðsdóms. Maðurinn hefur dvalið á Íslandi frá árinu 2017 og búið hér með sambýliskonu sinni og barni þeirra. Krafðist hann þess að ákvörðun ríkissaksóknara um framsal væri felld úr gildi, meðal annars vegna þess að himinn og haf væri á milli þeirrar refsingar sem varnaraðili hafi verið dæmdur til í Portúgal og til þeirrar refsingar sem hann hefði hugsanlega verið dæmdur til hér á landi fyrir sambærilegt brot. „Þyngd hins portúgalska dóms veki furðu og sú spurning vakni hvort sanngjarnt sé og eðlilegt að afhenda varnaraðila í hendurnar á ríki þar sem svo fráleitt þungir dómar séu kveðnir upp,“ er meðal þess sem kom fram í greinargerð verjanda mannsins samkvæmt úrskurði Landsréttar. Héraðsdómur og Landsréttur höfnuðu kröfu mannsins og stendur því ákvörðun ríkissaksóknara. Verður maðurinn því framseldur til Portúgals.
Portúgal Dómsmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira