Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Willum Þór Þórsson mætir til Rikka G í kvöld þar sem hann gerir upp sinn magnaða feril sem bæði leikmaður og þjálfari en Willum situr nú á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Auk þess má finna þáttaröð frá La Liga á Spáni þar sem fjallað er um sérkenni liðanna í deildinni og sögu þeirra sem og margt, margt fleira.
Stöð 2 Sport 2
Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson ungir í New York, annálar úr íslenska körfuboltanum sem og heimildaþættir og þrjú Dominos Körfuboltakvöld frá síðustu þremur árum má finna á Stöð 2 Sport 2 í dag.
Stöð 2 Sport 3
Handboltinn á hug og hjörtu áhofenda Stöð 2 Sport 3 í dag. Úrslitum Olís deildar kvenna árið 2018 sem og undanúrslit Selfoss og FH í Olís-deild karla árið 2018. Þar á eftir má finna leiki FH og ÍBV það sama ár.
Stöð 2 eSport
Sýnt verður frá Kappreið Víkinganna í dag en það er keppni í sýndarkappakstri milli Norðurlannda. Fimm fulltrúar frá Íslandi, Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi etja kappi í sýndarkappakstri og krýna kappakstursmeistara Víkinganna. Auk þess er að finna GT kappaksturinn, Vodafone-deildina og Reykjavíkurleikana.
Stöð 2 Golf
Það helsta frá Tiger Woods árið 1999, The 9 og útsending frá lokadegi Dell Technologies Match Play á Heimsmótaröðinni er brot af því sem verður sýnt á Stöð 2 Golf í dag.