Lygileg saga um samskipti Þorsteins og Kraftwerk Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2020 07:00 Þorsteinn hefur staðið fyrir heilum helling af tónleikum hér á landi síðustu ár. Florian Schneider, annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, lést í vikunni, 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Hann spilaði hér á Íslandi á tónleikum Kraftwerk árið 2004. Þorsteinn Stephensen var maðurinn á bakvið tónleika sveitarinnar í Kaplakrika fyrir 16 árum. Þorsteinn skrifar nokkuð áhugaverðan pistil á Facebook um samskipti sín við liðsmenn Kraftwerks. „Það er gaman að sjá á Facebook hvað margir eru grjótharðir Kraftwerk aðdáendur. Það var nú samt þannig að þegar ég flutti Kraftwerk inn árið 2004 til að spila í Kaplakrika þá gekk nú ekkert of vel að selja miðana.“ Svona hefst pistill Þorsteins en hann ákvað að grípa til örþrifaráða til að koma miðunum út. „Ég greip þá til þess ráðs sem sennilega stæðist ekki neytendalöggjöf í dag að tilkynna að allir sem ættu miða á Krafwerk fengju fyrstu option á að kaupa miða á The Pixies sem áttu að fara í sölu nokkrum dögum seinna. Það dugði til að selja 600 miða samdægurs. Pixies seldu síðan upp 2 show á einum degi en Kraftwerk salan hélt áfram að vera róleg.“ Hann segir síðan að þegar tónleikunum í Hafnarfirði hafi verið afstaðnir hafi liðsmenn sveitarinnar komið til Þorsteins og rætt við hann. „Þeir spurðu hvort ég hafi ekki tapað á þessu tilstandi. Ég viðurkenndi með semingi að sennilega væri tapið tæpar 2 milljónir. Þeir sögðu það ekki koma til mála að ég ætti að tapa á þessum frábæru tónleikum og gáfu eftir síðustu greiðsluna til sín. Eftir að hafa haldið yfir 400 tónleika þá er þetta í fyrsta og eina skiptið sem ég hef fengið slíkt örlæti. Florian var síðan einn mesti furðufugl sem ég hef kynnst.“ Tónlist Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Florian Schneider, annar stofnmeðlima raftónlistarfrumkvöðlanna Kraftwerk, lést í vikunni, 73 ára að aldri. Hann stofnaði sveitina ásamt Ralf Hütter árið 1970 og var í henni þar til ársins 2008. Hann spilaði hér á Íslandi á tónleikum Kraftwerk árið 2004. Þorsteinn Stephensen var maðurinn á bakvið tónleika sveitarinnar í Kaplakrika fyrir 16 árum. Þorsteinn skrifar nokkuð áhugaverðan pistil á Facebook um samskipti sín við liðsmenn Kraftwerks. „Það er gaman að sjá á Facebook hvað margir eru grjótharðir Kraftwerk aðdáendur. Það var nú samt þannig að þegar ég flutti Kraftwerk inn árið 2004 til að spila í Kaplakrika þá gekk nú ekkert of vel að selja miðana.“ Svona hefst pistill Þorsteins en hann ákvað að grípa til örþrifaráða til að koma miðunum út. „Ég greip þá til þess ráðs sem sennilega stæðist ekki neytendalöggjöf í dag að tilkynna að allir sem ættu miða á Krafwerk fengju fyrstu option á að kaupa miða á The Pixies sem áttu að fara í sölu nokkrum dögum seinna. Það dugði til að selja 600 miða samdægurs. Pixies seldu síðan upp 2 show á einum degi en Kraftwerk salan hélt áfram að vera róleg.“ Hann segir síðan að þegar tónleikunum í Hafnarfirði hafi verið afstaðnir hafi liðsmenn sveitarinnar komið til Þorsteins og rætt við hann. „Þeir spurðu hvort ég hafi ekki tapað á þessu tilstandi. Ég viðurkenndi með semingi að sennilega væri tapið tæpar 2 milljónir. Þeir sögðu það ekki koma til mála að ég ætti að tapa á þessum frábæru tónleikum og gáfu eftir síðustu greiðsluna til sín. Eftir að hafa haldið yfir 400 tónleika þá er þetta í fyrsta og eina skiptið sem ég hef fengið slíkt örlæti. Florian var síðan einn mesti furðufugl sem ég hef kynnst.“
Tónlist Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning