Upphaf 2020 þykir merkilega hlýtt miðað við aðstæður Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2020 16:26 Hnattræn hlýnun á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum sem festir hita inni í lofthjúpi jarðar. Vísir/EPA Fyrsti ársfjórðungur þessa árs var sá næsthlýjasti á jörðinni frá því að mælingar hófust. Mögulegt er að þetta ár verði það hlýjasta frá upphafi þrátt fyrir að líklega verði hverfandi áhrif af veðurfyrirbrigðinu El niño í Kyrrahafi. Aðeins fyrstu þrír mánuðir ársins 2016 voru hlýrri en janúar, febrúar og mars á þessu ári. Þá kynti sérlega öflugur El niño -viðburður undir hnattrænni hlýnun. Undanfarnir tólf mánuðir voru svo gott sem jafnhlýir hlýjasta tólf mánaða tímabil sem beinar mælingar ná til, samkvæmt greiningu loftslagsvísindavefsins Carbon Brief á ástandi loftslagsins í upphafi árs. „Hitastigið fyrstu þrjá mánuði 2020 var merkilega hátt. Ef þeir enda á því að vera í samræmi við það sem eftir er ársins mun 2020 setja klárt met sem hlýjasta árið,“ segir í greiningunni. Ólíklegt er þó talið að hlýindin verði jafnmikil það sem eftir lifir árs og þau hafa verið í ársbyrjun. Hnattrænt hitastig er almennt sagt sveiflukenndara frá október til mars en frá apríl til september vegna þess að El niño-viðburðir nái yfirleitt hámarki sínu að vetri til á norðurhveli jarðar. El niño veldur mestu sveiflunum í hnattrænum meðalhita frá ári til árs. Við eða umfram spár IPCC Þrátt fyrir að hlýindin í byrjun þessa árs standist sambærilegu tímabili árið 2016 ekki snúning þykir það sæta tíðindum hversu litlu munar. Upphaf árs 2016 einkenndist af afar sterkum El niño sem keyrði upp hita. Hiti í Kyrrahafinu þar sem veðurfyrirbrigðið á sér stað hefur hins vegar verið í hlutlausum gír frá því seint í fyrra. Flestar spár gera ráð fyrir að þannig verði það áfram út þetta ár. Miklar líkur eru taldar á því að árið í ár verði á meðal þeirra fjögurra hlýjustu frá upphafi mælinga og raunhæfar líkur eru á að það gæti orðið enn hlýrra en metárið 2016. Flest bendir til þess að árið verði það annað hlýjasta frá upphafi. Hlýnun jarðar af völdum manna er nú sögð við eða umfram spár loftslagslíkana sem notuð voru við vísindaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2013. Yfirborð sjávar heldur áfram að rísa vegna bráðnunar landíss og varmaútþenslu vatnsins. Hafís er nú við sögulegt lágmark á norðurskautinu en nær hefðbundnu horfi á suðurskauti þar sem aðrar aðstæður ríkja. Nær methiti við yfirborð sjávar hefur leitt til umfangsmikillar fölnun kóralrifja á suðurhvelssumrinu. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Fölnun Kóralrifsins mikla ein sú mesta sem um getur Vísindamenn óttast að fölnun Kóralrifsins mikla sem nú á sér stað vegna óvanalegra hlýinda geti orðið jafnslæm og sú sem varð árin 2016 og 2017. 6. mars 2020 16:55 Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fyrsti ársfjórðungur þessa árs var sá næsthlýjasti á jörðinni frá því að mælingar hófust. Mögulegt er að þetta ár verði það hlýjasta frá upphafi þrátt fyrir að líklega verði hverfandi áhrif af veðurfyrirbrigðinu El niño í Kyrrahafi. Aðeins fyrstu þrír mánuðir ársins 2016 voru hlýrri en janúar, febrúar og mars á þessu ári. Þá kynti sérlega öflugur El niño -viðburður undir hnattrænni hlýnun. Undanfarnir tólf mánuðir voru svo gott sem jafnhlýir hlýjasta tólf mánaða tímabil sem beinar mælingar ná til, samkvæmt greiningu loftslagsvísindavefsins Carbon Brief á ástandi loftslagsins í upphafi árs. „Hitastigið fyrstu þrjá mánuði 2020 var merkilega hátt. Ef þeir enda á því að vera í samræmi við það sem eftir er ársins mun 2020 setja klárt met sem hlýjasta árið,“ segir í greiningunni. Ólíklegt er þó talið að hlýindin verði jafnmikil það sem eftir lifir árs og þau hafa verið í ársbyrjun. Hnattrænt hitastig er almennt sagt sveiflukenndara frá október til mars en frá apríl til september vegna þess að El niño-viðburðir nái yfirleitt hámarki sínu að vetri til á norðurhveli jarðar. El niño veldur mestu sveiflunum í hnattrænum meðalhita frá ári til árs. Við eða umfram spár IPCC Þrátt fyrir að hlýindin í byrjun þessa árs standist sambærilegu tímabili árið 2016 ekki snúning þykir það sæta tíðindum hversu litlu munar. Upphaf árs 2016 einkenndist af afar sterkum El niño sem keyrði upp hita. Hiti í Kyrrahafinu þar sem veðurfyrirbrigðið á sér stað hefur hins vegar verið í hlutlausum gír frá því seint í fyrra. Flestar spár gera ráð fyrir að þannig verði það áfram út þetta ár. Miklar líkur eru taldar á því að árið í ár verði á meðal þeirra fjögurra hlýjustu frá upphafi mælinga og raunhæfar líkur eru á að það gæti orðið enn hlýrra en metárið 2016. Flest bendir til þess að árið verði það annað hlýjasta frá upphafi. Hlýnun jarðar af völdum manna er nú sögð við eða umfram spár loftslagslíkana sem notuð voru við vísindaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) árið 2013. Yfirborð sjávar heldur áfram að rísa vegna bráðnunar landíss og varmaútþenslu vatnsins. Hafís er nú við sögulegt lágmark á norðurskautinu en nær hefðbundnu horfi á suðurskauti þar sem aðrar aðstæður ríkja. Nær methiti við yfirborð sjávar hefur leitt til umfangsmikillar fölnun kóralrifja á suðurhvelssumrinu.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Fölnun Kóralrifsins mikla ein sú mesta sem um getur Vísindamenn óttast að fölnun Kóralrifsins mikla sem nú á sér stað vegna óvanalegra hlýinda geti orðið jafnslæm og sú sem varð árin 2016 og 2017. 6. mars 2020 16:55 Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15
Fölnun Kóralrifsins mikla ein sú mesta sem um getur Vísindamenn óttast að fölnun Kóralrifsins mikla sem nú á sér stað vegna óvanalegra hlýinda geti orðið jafnslæm og sú sem varð árin 2016 og 2017. 6. mars 2020 16:55
Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22