Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu án tekna Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2020 20:00 Fjármálaráðherra allt að þrjúhundruð milljarða halla fjármagnaðan með lánum til að geta staðið undir velferðarkerfinu og launum opinberra starfsmanna. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir alvarlega stöðu efnahagsmála nú sýna að ríkissjóður hefði ekki efni á að reka velferðarkerfið og þyrfti að taka lán upp á allt að 300 milljarða til að standa undir því. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgunsagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata einkennilegt að hægt væri að grípa endalaust til aðgerða fyrir fyrirtækin en ekki tryggja mannsaæmandi laun hjáþeim sem sinntu grunnstoðum samfélagsins. „Hvar hafa menn verið sem koma hingað upp og spyrja; hvaða breyttu forsendur er ráðherrann að tala um. Ég veit ekki hvað ég get gert fólki til hjálpar sem skilur ekki hvað hefur breyst,” sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra meðal annars í svari sínu. Halldóra Mogensen segist átta sig á stöðunni í efnahagsmálum. Spurningin sé hvernig stuðningi stjórnvalda sé forgangsraðað.Vísir/Vilhelm „Ég átta mig alveg á ástandinu. Þetta snýst bara um forgangsröðun. Þetta snýst um hugmyndafræði. Þetta snýst um hvernig þú forgangsraðar verkefnum sem á að setja fjármagn í. Það á augljóslega ekki að forgangsraða því að greiða hér mannsæmandi laun fyrir þær stéttir sem við höfum bara séð undanfarið að samfélagið bókstaflega hrynur án þeirra,” sagði Halldóra. Verja þyrfti hópa sem sinntu grunnstoðum samfélagsins rétt eins og fyrirtæki landsins í aðgerðum stjórnvalda. „Háttvirtur þingmaður kemur hingað upp og segir að við sýnum því engan skilning að við þurfum að verja velferðarkerfið okkar. Í hvað heldur háttvirtur þingmaður að þessir tvö hundruð og fimmtíu, kannski 300 milljarðar í halla á ríkissjóði á þessu ári fari,“ sagði Bjarni. Hann færi í laun opinberra starfsmanna, í að styðja við almannatryggingakerfið, félagslegu kerfin, til að standa með húsaleigubótum og svo framvegis. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins segir stjórnvöld hafa gleymt þeim verst settu í aðgerðum sínum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sagði heimilin og þá verst settu skilda eftir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. En Bjarni sagði björgun tugþúsunda starfa með aðgerðum stjórnvalda vera ákveðið skólabókardæmi. „Við höfum séð það núna kristaltært hvað það þýðir að tapa þessum störfum. Það þýðir að við höfum ekki efni á almannatryggingum, ekki efni á skólakerfinu. Við höfum ekki efni á að reka spítalana, borga þingmönnum laun eða öðrum opinberum starfsmönnum. Við þurfum að taka fyrir því lán,“ sagði Bjarni Benediktsson. Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56 Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49 Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37 Fjármálaráðherra spyr hvar fólk hafi verið 7. maí 2020 12:08 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir alvarlega stöðu efnahagsmála nú sýna að ríkissjóður hefði ekki efni á að reka velferðarkerfið og þyrfti að taka lán upp á allt að 300 milljarða til að standa undir því. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgunsagði Halldóra Mogensen þingmaður Pírata einkennilegt að hægt væri að grípa endalaust til aðgerða fyrir fyrirtækin en ekki tryggja mannsaæmandi laun hjáþeim sem sinntu grunnstoðum samfélagsins. „Hvar hafa menn verið sem koma hingað upp og spyrja; hvaða breyttu forsendur er ráðherrann að tala um. Ég veit ekki hvað ég get gert fólki til hjálpar sem skilur ekki hvað hefur breyst,” sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra meðal annars í svari sínu. Halldóra Mogensen segist átta sig á stöðunni í efnahagsmálum. Spurningin sé hvernig stuðningi stjórnvalda sé forgangsraðað.Vísir/Vilhelm „Ég átta mig alveg á ástandinu. Þetta snýst bara um forgangsröðun. Þetta snýst um hugmyndafræði. Þetta snýst um hvernig þú forgangsraðar verkefnum sem á að setja fjármagn í. Það á augljóslega ekki að forgangsraða því að greiða hér mannsæmandi laun fyrir þær stéttir sem við höfum bara séð undanfarið að samfélagið bókstaflega hrynur án þeirra,” sagði Halldóra. Verja þyrfti hópa sem sinntu grunnstoðum samfélagsins rétt eins og fyrirtæki landsins í aðgerðum stjórnvalda. „Háttvirtur þingmaður kemur hingað upp og segir að við sýnum því engan skilning að við þurfum að verja velferðarkerfið okkar. Í hvað heldur háttvirtur þingmaður að þessir tvö hundruð og fimmtíu, kannski 300 milljarðar í halla á ríkissjóði á þessu ári fari,“ sagði Bjarni. Hann færi í laun opinberra starfsmanna, í að styðja við almannatryggingakerfið, félagslegu kerfin, til að standa með húsaleigubótum og svo framvegis. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins segir stjórnvöld hafa gleymt þeim verst settu í aðgerðum sínum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins sagði heimilin og þá verst settu skilda eftir í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. En Bjarni sagði björgun tugþúsunda starfa með aðgerðum stjórnvalda vera ákveðið skólabókardæmi. „Við höfum séð það núna kristaltært hvað það þýðir að tapa þessum störfum. Það þýðir að við höfum ekki efni á almannatryggingum, ekki efni á skólakerfinu. Við höfum ekki efni á að reka spítalana, borga þingmönnum laun eða öðrum opinberum starfsmönnum. Við þurfum að taka fyrir því lán,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56 Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49 Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49 Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37 Fjármálaráðherra spyr hvar fólk hafi verið 7. maí 2020 12:08 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56
Atvinnuleysi 28% í Reykjanesbæ þar sem veiran bætir gráu ofan á svart Atvinnuleysi í Reykjanesbæ nam í apríl 28 prósentum, þar af er 16,1 prósent í hlutabótaleiðinni svokölluðu. Á Suðurnesjunum nam atvinnuleysi 25,2 prósentum. 7. maí 2020 14:49
Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. 7. maí 2020 14:49
Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37