Steinþór Hróar Steinþórsson sjónvarpsmaður og Sigrún Sigurðardóttir snyrti- og förðungarfræðingur eignuðust fyrir skömmu sitt annað barn. Fyrir á parið eina dóttur, Ronju Nótt, sem fæddist árið 2014.
Steinþór, sem er betur þekktur undir nafninu Steindi Jr., greinir frá fæðingu barnsins á Instagram-reikningi sínum í dag.
„Við gætum ekki verið hamingjusamari með nýja fjölskyldumeðliminn og ég gæti ekki verið stoltari af Sigrúnu að hafa gengið í gegnum þetta aftur. Þvílíkt hörkutól. Móður og barni heilsast vel,“ skrifar Steindi á Instagram.
Með fylgja myndir af fjölskyldunni sem nú hefur stækkað um einn. Færsluna má sjá hér að neðan.
Steindi hafði þegar greint frá því að þau Sigrún ættu von á annarri stúlku. Það varð honum ljóst þegar svokölluð „kynjablaðra“ sprakk yfir hann með eftirminnilegum hætti.
Í spilaranum hér að neðan má horfa á viðtal Stefáns Árna Pálssonar við Steinda í þættinum Einkalífinu í nóvember í fyrra.