Leikstjóri „The Last Dance“ í sjokki yfir að Jordan samþykkti þætti sjö og átta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 09:30 Michael Jordan var ekki auðveldur viðureignar enda keppnisskapið svakalegt. Nú fáum við meira að vita um það hvernig hann hegðaði sér á bak við tjöldin. Getty/Brian Bahr Það er búið að kynda vel undir spennu körfuboltaáhugafólks fyrir næstu tveimur þáttum í heimildaþáttarröðinni „The Last Dance“ eftir að leikstjórinn viðurkenndi að hafa átt von á því að Jordan myndi ekki leyfa næstu þætti. Næstu tveir þættir af „The Last Dance“ sem eru númer sjö og átta í röðinni munu gefa áhorfendum innsýn í hvernig Michael Jordan var sem liðsfélagi og sem andstæðingur. Það er ljóst að Jordan var mjög kröfuharður liðsfélagi og mjög kjaftfor mótherji. Nú fær körfuboltaáhugafólk frábæra og betri innsýn í það. "When you see the episodes next week, you'll be surprised. ... There's behavior in there I'm shocked Michael [let us keep in.]" Last Dance director Jason Hehir says that Michael Jordan could have taken anything out of the doc, but chose not to.— Andrew Perloff (@andrewperloff) May 4, 2020 Gríðarlegur áhugi og áhorf hefur verið á fyrstu sex þættina af „The Last Dance“ en næstum því sex milljónir hafa horft á þá að meðaltali í Bandaríkjunum. ESPN kynnti næstu þætti með myndbroti af sögunni þegar Michael Jordan sló niður Steve Kerr á æfingu. Það fylgir sögunni að ýmislegt annað muni koma þar í ljós með hvernig Mihcael Jordan hagaði sér á bak við tjöldin. Hér fyrir neðan má sjá þetta athyglisverða myndbrot af þessu fræga atviki á milli Michael Jordan og Steve Kerr. Michael Jordan breaks down exactly how he ended up punching Steve Kerr in the face during Bulls practice. Afterward we discuss the difference between then, when a fight could go largely unnoticed, and now, where if a guy subtweets his teammate, there is large-scale FREAKING OUT. pic.twitter.com/DHwcDQ2dnm— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) May 5, 2020 „Þegar þið sjáið þættina í næstu viku þá mun margt koma ykkur á óvart. Kannski sleppti hann (Jordan) að horfa á sjöunda þáttinn því ég trúi því varla ennþá að hann hafi gefið grænt ljós á hann,“ sagði Jason Hehir leikstjóri „The Last Dance“ í viðtali í útvarpsþættinum "Dan Patrick Show" í vikunni. „Sagan með Steve Kerr er bara saga sem er sögð og hann vildi alveg tala um það atvik eins og Steve líka. Fjársjóðurinn varðandi þessar upptökur kemur vel í ljós í næstu þáttum. Við tæklum það í þáttum sjö og átta hvernig það var að spila með Mihcael og hvernig var að spila á móti Michael,“ sagði Jason Hehir. Hér fyrir neðan má sjá brot úr næsta þætti af „The Last Dance“ sem fjallar um það að vera liðsfélagi Michael Jordan. "We were his teammates and we were afraid of him." #TheLastDance pic.twitter.com/cOkVNyKH9D— ESPN (@espn) May 7, 2020 NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Það er búið að kynda vel undir spennu körfuboltaáhugafólks fyrir næstu tveimur þáttum í heimildaþáttarröðinni „The Last Dance“ eftir að leikstjórinn viðurkenndi að hafa átt von á því að Jordan myndi ekki leyfa næstu þætti. Næstu tveir þættir af „The Last Dance“ sem eru númer sjö og átta í röðinni munu gefa áhorfendum innsýn í hvernig Michael Jordan var sem liðsfélagi og sem andstæðingur. Það er ljóst að Jordan var mjög kröfuharður liðsfélagi og mjög kjaftfor mótherji. Nú fær körfuboltaáhugafólk frábæra og betri innsýn í það. "When you see the episodes next week, you'll be surprised. ... There's behavior in there I'm shocked Michael [let us keep in.]" Last Dance director Jason Hehir says that Michael Jordan could have taken anything out of the doc, but chose not to.— Andrew Perloff (@andrewperloff) May 4, 2020 Gríðarlegur áhugi og áhorf hefur verið á fyrstu sex þættina af „The Last Dance“ en næstum því sex milljónir hafa horft á þá að meðaltali í Bandaríkjunum. ESPN kynnti næstu þætti með myndbroti af sögunni þegar Michael Jordan sló niður Steve Kerr á æfingu. Það fylgir sögunni að ýmislegt annað muni koma þar í ljós með hvernig Mihcael Jordan hagaði sér á bak við tjöldin. Hér fyrir neðan má sjá þetta athyglisverða myndbrot af þessu fræga atviki á milli Michael Jordan og Steve Kerr. Michael Jordan breaks down exactly how he ended up punching Steve Kerr in the face during Bulls practice. Afterward we discuss the difference between then, when a fight could go largely unnoticed, and now, where if a guy subtweets his teammate, there is large-scale FREAKING OUT. pic.twitter.com/DHwcDQ2dnm— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) May 5, 2020 „Þegar þið sjáið þættina í næstu viku þá mun margt koma ykkur á óvart. Kannski sleppti hann (Jordan) að horfa á sjöunda þáttinn því ég trúi því varla ennþá að hann hafi gefið grænt ljós á hann,“ sagði Jason Hehir leikstjóri „The Last Dance“ í viðtali í útvarpsþættinum "Dan Patrick Show" í vikunni. „Sagan með Steve Kerr er bara saga sem er sögð og hann vildi alveg tala um það atvik eins og Steve líka. Fjársjóðurinn varðandi þessar upptökur kemur vel í ljós í næstu þáttum. Við tæklum það í þáttum sjö og átta hvernig það var að spila með Mihcael og hvernig var að spila á móti Michael,“ sagði Jason Hehir. Hér fyrir neðan má sjá brot úr næsta þætti af „The Last Dance“ sem fjallar um það að vera liðsfélagi Michael Jordan. "We were his teammates and we were afraid of him." #TheLastDance pic.twitter.com/cOkVNyKH9D— ESPN (@espn) May 7, 2020
NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Leik lokið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira